Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. maí 2020 12:10 Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði. Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. Lúsmýið er með aðalútbreiðslu í Norðurárdal í Borgarfirði og suður og austur um land í Fljótshlíð. Það fannst einnig í Kjarnaskógi í Eyjafirði í fyrra. „Það eru bara nokkur ár síðan lúsmý fannst við Meðalfellsvatn, það var í fyrsta skiptið, síðan hefur það breiðst út mjög hratt, það hefur borist í norður eina þrjátíu kílómetra og í austur eina 100 kílómetra bara á fimm árum. Þannig að þetta er geysilega hröð útbreiðsla sem verður á mýinu,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands. Hann segir að mýið farið að láta á sér kræla í júní. Ef veður verður stillt megi búast við að hún láti til skara skríða. Mýið geti ekki flogið í vindi, en haldist veðrið stillt leiki hún lausum hala. „Það mun á næstu áratugum verða komið um allt land, nema kannski hálendið, veit ekki hvort það þoli þá kulda sem eru þar,“ segir Gísli. Hann segir marga venjast þessum bitum og lítið við þeim að gera. Hann sjálfur lætur ekki lúsmýið stoppa sig við að ferðast um Ísland. „Nei, þá yrði maður bara að loka sig inni. Fólk er ekki öruggt í Reykjavík. Þar var fólk bitið um alla borg í góðu og stilltu veðri í fyrra. Lúsmýið náði austan úr Selás og alla leið í Vesturbæinn. Það er ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit,“ segir Gísli. Hann segir næsta víst að lúsmýið verði á þeim svæðum í ár þar sem það var í fyrra. Ferðamennska á Íslandi Lúsmý Skordýr Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Sjá meira
Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. Lúsmýið er með aðalútbreiðslu í Norðurárdal í Borgarfirði og suður og austur um land í Fljótshlíð. Það fannst einnig í Kjarnaskógi í Eyjafirði í fyrra. „Það eru bara nokkur ár síðan lúsmý fannst við Meðalfellsvatn, það var í fyrsta skiptið, síðan hefur það breiðst út mjög hratt, það hefur borist í norður eina þrjátíu kílómetra og í austur eina 100 kílómetra bara á fimm árum. Þannig að þetta er geysilega hröð útbreiðsla sem verður á mýinu,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands. Hann segir að mýið farið að láta á sér kræla í júní. Ef veður verður stillt megi búast við að hún láti til skara skríða. Mýið geti ekki flogið í vindi, en haldist veðrið stillt leiki hún lausum hala. „Það mun á næstu áratugum verða komið um allt land, nema kannski hálendið, veit ekki hvort það þoli þá kulda sem eru þar,“ segir Gísli. Hann segir marga venjast þessum bitum og lítið við þeim að gera. Hann sjálfur lætur ekki lúsmýið stoppa sig við að ferðast um Ísland. „Nei, þá yrði maður bara að loka sig inni. Fólk er ekki öruggt í Reykjavík. Þar var fólk bitið um alla borg í góðu og stilltu veðri í fyrra. Lúsmýið náði austan úr Selás og alla leið í Vesturbæinn. Það er ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit,“ segir Gísli. Hann segir næsta víst að lúsmýið verði á þeim svæðum í ár þar sem það var í fyrra.
Ferðamennska á Íslandi Lúsmý Skordýr Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Sjá meira