Covid-19 dró hljómborðsleikara The Stranglers til dauða Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2020 17:20 Hljómborðsleikari The Stranglers, einnar helstu hljómsveitar þeirra sem komu fram í pönkbylgjunni, hefur yfirgefið sviðið. Getty/Erica Echenberg David Paul Greenfield, hljómborðsleikari The Stranglers, andaðist í gær en dánarorsökin er Covid-19. Greenfield hafði átt við hjartsláttarörðugleika að stríða og fór á sjúkrahús vegna þess. Hann greindist þá með Covid-19 og í tilkynningu á heimasíðu hljómsveitarinnar kemur fram að hann hafi tapað baráttunni við þann sjúkdóm í gær. The Stranglers kom til Íslands og hélt hér sögufræga tónleika í Laugardalshöll 1978 en þá stóð hún á hátindi frægðar sinnar. Hún kom svo aftur til Íslands árið 2004 og tróð þá upp í Smáranum. David Paul Greenfield, hljómborðsleikari setti mikinn svip á pönksveitina The Stranglers. „Tónleikarnir með Stranglers á Íslandi árið 1978 þjófstörtuðu pönksenunni hér,“ er haft eftir bassaleikaranum Jakobi Smára Magnússyni, einum helsta aðdáanda hljómsveitarinnar. Þó Stangles sé ætíð flokkuð sem pönkhljómsveit var hún lýrískari en svo að hægt sé að kenna hana við pönkið eitt og sér. Og er það ekki síst vegna Greenfield, en hljómborð hvorki voru né eru mjög áberandi í pönkhljómsveitum. En þau setja hins vegar sterkan svip á tónlist The Stranglers. David Greenfield var meðlimur The Stranglers allt frá árinu 1975 og á því að baki 45 ára feril með hljómsveitinni. Í tilkynningunni er meðal annars vitnað í orð JJ Brunel, bassaleikara Stranglers, sem talar um Dave Greenfield sem tónlistarséní. „Við öll í Stranglers-fjölskyldunni syrgjum fallinn félaga og sendum einlægar samúðarkveðjur til eftirlifandi eiginkonu hans, Pam.“ Í sama streng tekur trymbillinn Jet Black, segir þá og raunar heimsbyggðina alla nú sjá á bak tónlistarsnillingi. „Dave var algjört náttúrubarn í tónlistinni. Saman ferðuðumst við um heiminn og ljóst að hann var dáður af milljónum manna. Mikill hæfileikamaður og verður hans saknað sárt.“ Hér ofar má sjá The Stranglers flytja lagið Nice 'n' Sleazy sem kom þeim á kortið á sínum tíma. Og hér neðar er líklega þeirra frægasta lag, Golden Brown en í báðum laganna fer David Paul Greenfield á kostum. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Bretland Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira
David Paul Greenfield, hljómborðsleikari The Stranglers, andaðist í gær en dánarorsökin er Covid-19. Greenfield hafði átt við hjartsláttarörðugleika að stríða og fór á sjúkrahús vegna þess. Hann greindist þá með Covid-19 og í tilkynningu á heimasíðu hljómsveitarinnar kemur fram að hann hafi tapað baráttunni við þann sjúkdóm í gær. The Stranglers kom til Íslands og hélt hér sögufræga tónleika í Laugardalshöll 1978 en þá stóð hún á hátindi frægðar sinnar. Hún kom svo aftur til Íslands árið 2004 og tróð þá upp í Smáranum. David Paul Greenfield, hljómborðsleikari setti mikinn svip á pönksveitina The Stranglers. „Tónleikarnir með Stranglers á Íslandi árið 1978 þjófstörtuðu pönksenunni hér,“ er haft eftir bassaleikaranum Jakobi Smára Magnússyni, einum helsta aðdáanda hljómsveitarinnar. Þó Stangles sé ætíð flokkuð sem pönkhljómsveit var hún lýrískari en svo að hægt sé að kenna hana við pönkið eitt og sér. Og er það ekki síst vegna Greenfield, en hljómborð hvorki voru né eru mjög áberandi í pönkhljómsveitum. En þau setja hins vegar sterkan svip á tónlist The Stranglers. David Greenfield var meðlimur The Stranglers allt frá árinu 1975 og á því að baki 45 ára feril með hljómsveitinni. Í tilkynningunni er meðal annars vitnað í orð JJ Brunel, bassaleikara Stranglers, sem talar um Dave Greenfield sem tónlistarséní. „Við öll í Stranglers-fjölskyldunni syrgjum fallinn félaga og sendum einlægar samúðarkveðjur til eftirlifandi eiginkonu hans, Pam.“ Í sama streng tekur trymbillinn Jet Black, segir þá og raunar heimsbyggðina alla nú sjá á bak tónlistarsnillingi. „Dave var algjört náttúrubarn í tónlistinni. Saman ferðuðumst við um heiminn og ljóst að hann var dáður af milljónum manna. Mikill hæfileikamaður og verður hans saknað sárt.“ Hér ofar má sjá The Stranglers flytja lagið Nice 'n' Sleazy sem kom þeim á kortið á sínum tíma. Og hér neðar er líklega þeirra frægasta lag, Golden Brown en í báðum laganna fer David Paul Greenfield á kostum.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Bretland Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Fleiri fréttir Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Sjá meira