„Það er samfélagsleg nauðsyn að hér sé flugfélag“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2020 10:39 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir Icelandair kerfislega mikilvægt fyrirtæki. Mikilvægt sé að hafa hér flugfélag sem sé með höfuðstöðvar á Íslandi. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það markmið stjórnvalda og sína eindregnu skoðun að nauðsynlegt sé að hér sé flugfélag sem sé með höfuðstöðvar og að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti. Hún kveðst ekki hafa útilokað þann möguleika að ríkið eignist hlut í Icelandair. Fyrir liggur að rekstur Icelandair er gríðarlega erfiður um þessar mundir, líkt og rekstur flestra ef ekki allra annarra flugfélaga í heiminum, þar sem flugsamgöngur liggja að mestu niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Icelandair vinnur nú að því að tryggja félaginu allt að 29 milljarða í nýtt hlutafé og hefur ríkisstjórnin sagt að ríkið sé tilbúið að aðstoða félagið ef sú fjármögnun gengur upp með annað hvort láni eða ríkisábyrgð á láni. Katrín var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar meðal annars stöðu Icelandair við þáttastjórnendur. „Auðvitað er það mjög erfitt að reka flugfélag þegar mjög fáir eru að fljúga, eðli máls samkvæmt þá er það ekki öfundsverð staða að vera í. En það breytir því ekki að við vitum að það er ekki eilíft ástand. Það sem við höfum sagt, okkar markmið hlýtur að vera að tryggja flugsamgöngur, ekki síst því við erum eyja, okkar markmið er að hér sé flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi, að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti,“ sagði Katrín. Icelandair kerfislega mikilvægt fyrirtæki Aðspurð hvort henni fyndist að ríkið ætti að eiga hlut í félaginu kvaðst forsætisráðherra ekki útiloka þann möguleika. „En það sem við höfum ákveðið að gera er að Icelandair er sjálft búið að gera sínar áætlanir. Þarna eru stórir hluthafar, það eru lífeyrissjóðir, það erum við almenningur, og síðan þessi bandaríski sjóður, þetta eru stærstu hluthafarnir. Þau hafa ákveðið að fara í það verkefni að safna nýju hlutafé og við höfum sagt að við styðjum þá vegferð. Ef hún gengur upp er ríkið reiðubúið að koma að með lánalínu eða einhvers konar ríkisábyrgð.“ Katrín sagði slíka aðstoð háða einhverjum tilteknum skilyrðum. Skoða þyrfti hver væri besta leiðin í þeim málum. Þá benti Katrín jafnframt á að þótt flugrekstur væri mjög áhættusamur rekstur þá væri hann um leið mjög mikilvægur. „Við höfum sagt að þetta sé kerfislega mikilvægt fyrirtæki, við erum ekki með lestarsamgöngur hér við önnur ríki eins og til dæmis öll Evrópuríki. Það er samfélagsleg nauðsyn að hér sé flugfélag og ef á þarf að halda að ríkið stígi inn í það þá er það eitthvað sem ríkið á að gera. En þarna finnst mér að við eigum að láta skynsemina ráða för í þessum efnum,“ sagði Katrín en hlusta má á viðtalið við hana í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Bítið Fréttir af flugi Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það markmið stjórnvalda og sína eindregnu skoðun að nauðsynlegt sé að hér sé flugfélag sem sé með höfuðstöðvar og að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti. Hún kveðst ekki hafa útilokað þann möguleika að ríkið eignist hlut í Icelandair. Fyrir liggur að rekstur Icelandair er gríðarlega erfiður um þessar mundir, líkt og rekstur flestra ef ekki allra annarra flugfélaga í heiminum, þar sem flugsamgöngur liggja að mestu niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Icelandair vinnur nú að því að tryggja félaginu allt að 29 milljarða í nýtt hlutafé og hefur ríkisstjórnin sagt að ríkið sé tilbúið að aðstoða félagið ef sú fjármögnun gengur upp með annað hvort láni eða ríkisábyrgð á láni. Katrín var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar meðal annars stöðu Icelandair við þáttastjórnendur. „Auðvitað er það mjög erfitt að reka flugfélag þegar mjög fáir eru að fljúga, eðli máls samkvæmt þá er það ekki öfundsverð staða að vera í. En það breytir því ekki að við vitum að það er ekki eilíft ástand. Það sem við höfum sagt, okkar markmið hlýtur að vera að tryggja flugsamgöngur, ekki síst því við erum eyja, okkar markmið er að hér sé flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi, að flugsamgöngum sé ekki haldið uppi með tilviljanakenndum hætti,“ sagði Katrín. Icelandair kerfislega mikilvægt fyrirtæki Aðspurð hvort henni fyndist að ríkið ætti að eiga hlut í félaginu kvaðst forsætisráðherra ekki útiloka þann möguleika. „En það sem við höfum ákveðið að gera er að Icelandair er sjálft búið að gera sínar áætlanir. Þarna eru stórir hluthafar, það eru lífeyrissjóðir, það erum við almenningur, og síðan þessi bandaríski sjóður, þetta eru stærstu hluthafarnir. Þau hafa ákveðið að fara í það verkefni að safna nýju hlutafé og við höfum sagt að við styðjum þá vegferð. Ef hún gengur upp er ríkið reiðubúið að koma að með lánalínu eða einhvers konar ríkisábyrgð.“ Katrín sagði slíka aðstoð háða einhverjum tilteknum skilyrðum. Skoða þyrfti hver væri besta leiðin í þeim málum. Þá benti Katrín jafnframt á að þótt flugrekstur væri mjög áhættusamur rekstur þá væri hann um leið mjög mikilvægur. „Við höfum sagt að þetta sé kerfislega mikilvægt fyrirtæki, við erum ekki með lestarsamgöngur hér við önnur ríki eins og til dæmis öll Evrópuríki. Það er samfélagsleg nauðsyn að hér sé flugfélag og ef á þarf að halda að ríkið stígi inn í það þá er það eitthvað sem ríkið á að gera. En þarna finnst mér að við eigum að láta skynsemina ráða för í þessum efnum,“ sagði Katrín en hlusta má á viðtalið við hana í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Bítið Fréttir af flugi Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira