Lúpína og lífhagkerfi Páll Árnason skrifar 5. maí 2020 11:00 Nýsköpunarmiðstöð leiðir hóp 14 evrópskra háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja um ræktun lúpínu frá Andesfjöllum á rýru landi í Evrópu og fékk til þess 5 m€ styrk frá Evrópusambandinu. Plantan er valin vegna mikillar uppskeru af rýru landi og jarðvegsbætandi virkni fyrir aðra ræktun sem á eftir gæti komið. Árangur hefur verið góður víða um Evrópu, tekist hefur á stuttum tíma að aðlaga plöntuna aðstæðum og vélvæddum evrópskum landbúnaði. Útlit er fyrir að fræframleiðsla verði komin á skrið á næsta ári (2021) og ræktunin orðin samkeppnishæf við aðra ræktum á sumum svæðum álfunar. Sumarið á Íslandi hefur hins vegar reynst of stutt til að plantan beri hér fræ. Unnið er í verkefninu að þróun leysiefnalausrar vinnslutækni mismunandi efna úr plöntunni og þróaðar hafa verið allnokkrar frumgerðir af vörum, snyrtivörum, matvælum, fóðri og orkugjafa úr restunum. Það má því segja að unnið er að þróun allrar virðiskeðjunnar frá fræframleiðslu til neysluvara. Með þeim móti er lagður grunnur að því að þegar bændur hefja ræktun þá sé markaður tilbúinn fyrri afurðir þeirra. Frekari upplýsingar um verkefnið eru á www.libbio.net Tilraunaræktun á Andeslúpínu á rýru landi á Rangárvöllum. Verkefni framundan Áskoranir lífhagkerfisins eru miklar. Það er aukning í ræktun líf-eldsneytis, líf-plastefna og náttúrulegra trefja í plast á sama tíma og við horfum fram á að þurfa að brauðfæða 10 milljarða manna árið 2050. Hvernig er þetta hægt án þess að ryðja skóga og ræsa fram land, sem hvoru tveggja hefur mjög neikvæð loftslagsáhrif? Lausnin byggir á aukinni nýtingu rýrs lands og betri nýtingu afurða, þar sem eldsneyti, plast of aðrar iðnaðarvörur yrðu fyrst og fremst framleiddar úr frákasti við matvælaframleiðslu. Við Íslendingar eigum nóg af rýru landi. Þrátt fyrir rysjótt veður síðastliðinn vetur þá bendir flest til hægrar hlýnunar og aukinna möguleika til ræktunar. Menn hafa sýnt vilja til að prófa ýmsa ræktun sem ekki var möguleg fyrir 30 árum, hör, repju, hamp og fleira. Sumt gengur vel, annað gengur kannski ekki fyrr en eftir 30 ár. Áræðnin til að prófa nýja ræktun og framleiðslu er aðdáunarverð og og líkleg til að skila okkur nýjum viðskiptatækifærum og framlegi okkar Íslendinga til þróunar lífhagkerfisins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nýsköpunarmiðstöð leiðir hóp 14 evrópskra háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja um ræktun lúpínu frá Andesfjöllum á rýru landi í Evrópu og fékk til þess 5 m€ styrk frá Evrópusambandinu. Plantan er valin vegna mikillar uppskeru af rýru landi og jarðvegsbætandi virkni fyrir aðra ræktun sem á eftir gæti komið. Árangur hefur verið góður víða um Evrópu, tekist hefur á stuttum tíma að aðlaga plöntuna aðstæðum og vélvæddum evrópskum landbúnaði. Útlit er fyrir að fræframleiðsla verði komin á skrið á næsta ári (2021) og ræktunin orðin samkeppnishæf við aðra ræktum á sumum svæðum álfunar. Sumarið á Íslandi hefur hins vegar reynst of stutt til að plantan beri hér fræ. Unnið er í verkefninu að þróun leysiefnalausrar vinnslutækni mismunandi efna úr plöntunni og þróaðar hafa verið allnokkrar frumgerðir af vörum, snyrtivörum, matvælum, fóðri og orkugjafa úr restunum. Það má því segja að unnið er að þróun allrar virðiskeðjunnar frá fræframleiðslu til neysluvara. Með þeim móti er lagður grunnur að því að þegar bændur hefja ræktun þá sé markaður tilbúinn fyrri afurðir þeirra. Frekari upplýsingar um verkefnið eru á www.libbio.net Tilraunaræktun á Andeslúpínu á rýru landi á Rangárvöllum. Verkefni framundan Áskoranir lífhagkerfisins eru miklar. Það er aukning í ræktun líf-eldsneytis, líf-plastefna og náttúrulegra trefja í plast á sama tíma og við horfum fram á að þurfa að brauðfæða 10 milljarða manna árið 2050. Hvernig er þetta hægt án þess að ryðja skóga og ræsa fram land, sem hvoru tveggja hefur mjög neikvæð loftslagsáhrif? Lausnin byggir á aukinni nýtingu rýrs lands og betri nýtingu afurða, þar sem eldsneyti, plast of aðrar iðnaðarvörur yrðu fyrst og fremst framleiddar úr frákasti við matvælaframleiðslu. Við Íslendingar eigum nóg af rýru landi. Þrátt fyrir rysjótt veður síðastliðinn vetur þá bendir flest til hægrar hlýnunar og aukinna möguleika til ræktunar. Menn hafa sýnt vilja til að prófa ýmsa ræktun sem ekki var möguleg fyrir 30 árum, hör, repju, hamp og fleira. Sumt gengur vel, annað gengur kannski ekki fyrr en eftir 30 ár. Áræðnin til að prófa nýja ræktun og framleiðslu er aðdáunarverð og og líkleg til að skila okkur nýjum viðskiptatækifærum og framlegi okkar Íslendinga til þróunar lífhagkerfisins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun