„Ef þú ert með Zlatan í liði viltu ekki bregðast honum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2020 16:04 Aron var búinn að skora þrjú mörk í sænsku bikarkeppninni áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. vísir/getty Aron Jóhannsson segir skemmtilegt að æfa með Zlatan Ibrahimovic hjá sænska liðinu Hammarby. Zlatan hefur æft með Hammarby að síðasta mánuðinn en hann á 23,5 prósent hlut í félaginu. „Það var smá sérstakt í byrjun. Ég held að ég hafi ekki gert mér grein fyrir því hversu fáránlega stór hann er í Svíþjóð. Öll umfjöllun og allt í kringum Hammarby hefur aukist eftir að hann byrjaði að mæta á æfingar,“ sagði Aron við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Hann hefur æft með okkur í mánuð og það er orðið skemmtilega eðlilegt að hafa hann með á æfingum. Hann er fáránlega góður. Hann hefur ekki skorað öll þessi mörk og spilað með öllum þessum liðum bara út af kjaftinum. Það er gaman að fylgjast með honum.“ Zlatan keypti hlut í Hammarby undir lok síðasta árs. Það fór ekki vel í stuðningsmenn Malmö, liðsins sem hann hóf ferilinn með.vísir/getty Aron ber Zlatan vel söguna og segir að hann sé ekki með neina stjörnustæla. Leikmenn Hammarby vilji þó forðast að valda honum vonbrigðum. „Myndin sem maður hefur af honum í gegnum fjölmiðlana er allt öðruvísi en hann er. Hann hefur verið hvetjandi og hjálpað mönnum. Það hefur verið mjög gott fyrir okkur að fá hann á æfingar á þessum tíma. Þegar hann kemur á æfingar leggja menn sig enn meira fram,“ sagði Aron. „Þetta hefur verið auka bónus fyrir okkur því ef þú ert með honum í liði viltu ekki bregðast honum. Líka ef maður er á móti honum, þá er það auka hvatning til að vinna. Þetta hefur verið mjög gott fyrir okkur sem lið að fá hann.“ Aron hefur æft af krafti með Hammarby frá því í janúar og hafði skorað þrjú mörk fyrir liðið í sænsku bikarkeppninni áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Aron gekk í raðir Hammarby í júlí í fyrra og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Klippa: Sportið í dag - Aron Jó um að æfa með Zlatan og landsliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sænski boltinn Svíþjóð Sportið í dag Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fleiri fréttir Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sjá meira
Aron Jóhannsson segir skemmtilegt að æfa með Zlatan Ibrahimovic hjá sænska liðinu Hammarby. Zlatan hefur æft með Hammarby að síðasta mánuðinn en hann á 23,5 prósent hlut í félaginu. „Það var smá sérstakt í byrjun. Ég held að ég hafi ekki gert mér grein fyrir því hversu fáránlega stór hann er í Svíþjóð. Öll umfjöllun og allt í kringum Hammarby hefur aukist eftir að hann byrjaði að mæta á æfingar,“ sagði Aron við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Hann hefur æft með okkur í mánuð og það er orðið skemmtilega eðlilegt að hafa hann með á æfingum. Hann er fáránlega góður. Hann hefur ekki skorað öll þessi mörk og spilað með öllum þessum liðum bara út af kjaftinum. Það er gaman að fylgjast með honum.“ Zlatan keypti hlut í Hammarby undir lok síðasta árs. Það fór ekki vel í stuðningsmenn Malmö, liðsins sem hann hóf ferilinn með.vísir/getty Aron ber Zlatan vel söguna og segir að hann sé ekki með neina stjörnustæla. Leikmenn Hammarby vilji þó forðast að valda honum vonbrigðum. „Myndin sem maður hefur af honum í gegnum fjölmiðlana er allt öðruvísi en hann er. Hann hefur verið hvetjandi og hjálpað mönnum. Það hefur verið mjög gott fyrir okkur að fá hann á æfingar á þessum tíma. Þegar hann kemur á æfingar leggja menn sig enn meira fram,“ sagði Aron. „Þetta hefur verið auka bónus fyrir okkur því ef þú ert með honum í liði viltu ekki bregðast honum. Líka ef maður er á móti honum, þá er það auka hvatning til að vinna. Þetta hefur verið mjög gott fyrir okkur sem lið að fá hann.“ Aron hefur æft af krafti með Hammarby frá því í janúar og hafði skorað þrjú mörk fyrir liðið í sænsku bikarkeppninni áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Aron gekk í raðir Hammarby í júlí í fyrra og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Klippa: Sportið í dag - Aron Jó um að æfa með Zlatan og landsliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sænski boltinn Svíþjóð Sportið í dag Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fleiri fréttir Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sjá meira