Þeir sem böðuðu sig upp úr affalli Reykjanesvirkjunar böðuðu sig einnig upp úr affalli fiskeldisstöðvar Birgir Olgeirsson skrifar 5. maí 2020 18:49 Fjöldi viðvörunarskilta er við affallið, sem voru hunsuð um liðna helgi. Einar Árnason Fjöldi svalaði sundlaugaþorsta sínum í affalli Reykjanesvirkjunnar í blíðviðrinu um helgina. Um stórhættulegt athæfi er að ræða og ekki beint hreinlegt. Það er orðið ansi langt síðan Íslendingar komust í sund og þörfin orðin talsverð hjá mörgum. Margir þeirra sem hafa beðið óþreyjufullir eftir að sundlaugar verði opnaðar á ný töldu sig hafa dottið í lukkupottinn þegar við þeim blasti affallið af Reykjanesvirkjun. „Við höfum orðið vör við einstaka ferðamann á stangli. Við bregðumst við því með því að biðja fólk að fara upp úr. Það hefur sannarlega komið fyrir en ekkert í líkingu við það sem gerðist hér um helgina,“ segir Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri framleiðslu HS Orku, í samtali við fréttastofu. Eftir að myndir af staðnum birtust á samfélagsmiðlum þurfti vart að spyrja að leikslokum. Bílaröð var á veginum nærri affallinu. Fjöldi fór framhjá lokunum og hunsaði viðvörunarskilti og dýfði sér ofan í affallið. Fjöldinn var svo mikill að margir þurftu frá að hverfa. Sumir höfðu ekki fyrir því að hirða nærbuxur og handklæði eftir sig, eins og blasti við fréttamönnum þegar þeir kíktu á svæðið í dag. Kristín segir lokanirnar og viðvörunarskilti á svæðinu af góðri ástæðu. Affallið streymir úr Reykjanesvirkjun út í sjó. Alla jafna er það 35 gráðu heitt. „Hins vegar ef það verður einhver truflun á rekstri þá fyrirvaralaust getur vökvinn farið í 100 gráður og það er engar viðvaranir á því,“ segir Kristín Vala. Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku.Einar Árnason Og ef fólk brennir sig ekki á 100 gráðu heitu vatni bíður þeirra ægimáttur Atlantshafsins. „Sogkrafturinn hérna og öldugangurinn er gríðarlegur líka. Það er samblanda af þessu, hátt hitastig og sjórinn, sem eru hætturnar hér.“ Norska fiskeldisfyrirtækið Stolt Sea Farm nýtir land og heitt vatn frá HS Orku fyrir eldisstöð, þar sem hitabeltisfiskur er ræktaður, sem er í næsta nágrenni við Reykjanesvirkjun. Affallið frá þeirri eldisstöð rennur út á sama stað og affallið frá Reykjanesvirkjun. Sem þýðir að þeir sem dýfðu sér í affallið frá Reykjanesvirkjun voru einnig að baða sig upp úr affallinu frá eldisstöðinni. HS Orka ætlar að auka öryggi á staðnum. „Við erum að setja upp fleiri skilti og merkingar og við munum auka vöktun á svæðinu, því við viljum fyrst og fremst koma í veg fyrir slys.“ Sundlaugar Reykjanesbær Orkumál Fiskeldi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fjöldi svalaði sundlaugaþorsta sínum í affalli Reykjanesvirkjunnar í blíðviðrinu um helgina. Um stórhættulegt athæfi er að ræða og ekki beint hreinlegt. Það er orðið ansi langt síðan Íslendingar komust í sund og þörfin orðin talsverð hjá mörgum. Margir þeirra sem hafa beðið óþreyjufullir eftir að sundlaugar verði opnaðar á ný töldu sig hafa dottið í lukkupottinn þegar við þeim blasti affallið af Reykjanesvirkjun. „Við höfum orðið vör við einstaka ferðamann á stangli. Við bregðumst við því með því að biðja fólk að fara upp úr. Það hefur sannarlega komið fyrir en ekkert í líkingu við það sem gerðist hér um helgina,“ segir Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri framleiðslu HS Orku, í samtali við fréttastofu. Eftir að myndir af staðnum birtust á samfélagsmiðlum þurfti vart að spyrja að leikslokum. Bílaröð var á veginum nærri affallinu. Fjöldi fór framhjá lokunum og hunsaði viðvörunarskilti og dýfði sér ofan í affallið. Fjöldinn var svo mikill að margir þurftu frá að hverfa. Sumir höfðu ekki fyrir því að hirða nærbuxur og handklæði eftir sig, eins og blasti við fréttamönnum þegar þeir kíktu á svæðið í dag. Kristín segir lokanirnar og viðvörunarskilti á svæðinu af góðri ástæðu. Affallið streymir úr Reykjanesvirkjun út í sjó. Alla jafna er það 35 gráðu heitt. „Hins vegar ef það verður einhver truflun á rekstri þá fyrirvaralaust getur vökvinn farið í 100 gráður og það er engar viðvaranir á því,“ segir Kristín Vala. Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku.Einar Árnason Og ef fólk brennir sig ekki á 100 gráðu heitu vatni bíður þeirra ægimáttur Atlantshafsins. „Sogkrafturinn hérna og öldugangurinn er gríðarlegur líka. Það er samblanda af þessu, hátt hitastig og sjórinn, sem eru hætturnar hér.“ Norska fiskeldisfyrirtækið Stolt Sea Farm nýtir land og heitt vatn frá HS Orku fyrir eldisstöð, þar sem hitabeltisfiskur er ræktaður, sem er í næsta nágrenni við Reykjanesvirkjun. Affallið frá þeirri eldisstöð rennur út á sama stað og affallið frá Reykjanesvirkjun. Sem þýðir að þeir sem dýfðu sér í affallið frá Reykjanesvirkjun voru einnig að baða sig upp úr affallinu frá eldisstöðinni. HS Orka ætlar að auka öryggi á staðnum. „Við erum að setja upp fleiri skilti og merkingar og við munum auka vöktun á svæðinu, því við viljum fyrst og fremst koma í veg fyrir slys.“
Sundlaugar Reykjanesbær Orkumál Fiskeldi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira