Telja sóttkví falla undir veikindarétt Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2020 14:22 Þurfi starfsfólk að fara í sóttkví vegna kórónuveiru eiga þeir rétt á veikindaleyfi, að mati verkalýðsfélaga. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Ákvæði kjarasamninga um veikindi ná til þeirra sem er gert að halda sig heima vegna kórónuveirunnar, að mati lögfræðings Alþýðusambands Íslands. Margar fyrirspurnir hafa borist Sameyki um rétt félagsmanna vegna sóttkvíar. Þrír Íslendingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur COVID-19-sjúkdómnum til þessa og hátt í þrjú hundruð manns eru í sóttkví vegna hennar. Sóttvarnalæknir hvetur fólk sem hefur verið á skilgreindum hættusvæðum vegna veirunnar, þar á meðal á Norður-Ítalíu, um að halda sig heima í fjórtán daga eftir að það yfirgefur svæðin. Magnús Norðdal, deildarstjóri lögfræðideildar Alþýðusambands Íslands, telur að fólk sem þarf að fara í slíka sóttkví eigi veikindarétt, óháð því hvort það veikist sjálft. „Ef að samkvæmt opinberum fyrirmælum og læknisráði starfsfólki er gert að halda sig heima vegna þess að það sé annað hvort sjúkt eða hugsanlegir smitberar þá sé það veikt í skilningi kjarasamninga,“ segir hann í samtali við Vísi. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Í yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér í dag kemur fram að miðstjórn þess ætli að fjalla um stöðuna og viðbrögð við henni á fundi á miðvikudag. Sambandið telji að forföll vegna sóttkvíar séu greiðsluskyld samkvæmt ákvæðum kjarasamninga og laga. Sami skilningur ríkir hjá Sameyki, stærsta stéttarfélaginu innan vébanda BSRB, að sögn Írisar Gefnardóttur, verkefnastjóra félagsins. Það hafi fengið fjölda fyrirspurna frá félagsmönnum um rétt þeirra í tengslum við sóttkví. „Það er okkur skilningur að þú eigir rétt á veikindadögum greiddum á meðan þú þarft að vera heima í sóttkví. Ef þú klárar veikindaréttinn hjá vinnuveitanda þá er náttúrulega sjúkrasjóður hér,“ segir Íris. Wuhan-veiran Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis ótryggðir Þeir sem þurfa í sóttkví erlendis vegna kórónuveirunnar en veikjast ekki sjálfir gætu þurft að standa sjálfir undir kostnaði sem hlýst af því, samkvæmt upplýsingum íslenskra tryggingafélaga. 2. mars 2020 13:46 Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. 2. mars 2020 12:09 Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00 Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 08:39 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 19:55 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 17:43 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Ákvæði kjarasamninga um veikindi ná til þeirra sem er gert að halda sig heima vegna kórónuveirunnar, að mati lögfræðings Alþýðusambands Íslands. Margar fyrirspurnir hafa borist Sameyki um rétt félagsmanna vegna sóttkvíar. Þrír Íslendingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur COVID-19-sjúkdómnum til þessa og hátt í þrjú hundruð manns eru í sóttkví vegna hennar. Sóttvarnalæknir hvetur fólk sem hefur verið á skilgreindum hættusvæðum vegna veirunnar, þar á meðal á Norður-Ítalíu, um að halda sig heima í fjórtán daga eftir að það yfirgefur svæðin. Magnús Norðdal, deildarstjóri lögfræðideildar Alþýðusambands Íslands, telur að fólk sem þarf að fara í slíka sóttkví eigi veikindarétt, óháð því hvort það veikist sjálft. „Ef að samkvæmt opinberum fyrirmælum og læknisráði starfsfólki er gert að halda sig heima vegna þess að það sé annað hvort sjúkt eða hugsanlegir smitberar þá sé það veikt í skilningi kjarasamninga,“ segir hann í samtali við Vísi. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Í yfirlýsingu sem ASÍ sendi frá sér í dag kemur fram að miðstjórn þess ætli að fjalla um stöðuna og viðbrögð við henni á fundi á miðvikudag. Sambandið telji að forföll vegna sóttkvíar séu greiðsluskyld samkvæmt ákvæðum kjarasamninga og laga. Sami skilningur ríkir hjá Sameyki, stærsta stéttarfélaginu innan vébanda BSRB, að sögn Írisar Gefnardóttur, verkefnastjóra félagsins. Það hafi fengið fjölda fyrirspurna frá félagsmönnum um rétt þeirra í tengslum við sóttkví. „Það er okkur skilningur að þú eigir rétt á veikindadögum greiddum á meðan þú þarft að vera heima í sóttkví. Ef þú klárar veikindaréttinn hjá vinnuveitanda þá er náttúrulega sjúkrasjóður hér,“ segir Íris.
Wuhan-veiran Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis ótryggðir Þeir sem þurfa í sóttkví erlendis vegna kórónuveirunnar en veikjast ekki sjálfir gætu þurft að standa sjálfir undir kostnaði sem hlýst af því, samkvæmt upplýsingum íslenskra tryggingafélaga. 2. mars 2020 13:46 Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. 2. mars 2020 12:09 Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00 Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 08:39 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 19:55 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 17:43 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis ótryggðir Þeir sem þurfa í sóttkví erlendis vegna kórónuveirunnar en veikjast ekki sjálfir gætu þurft að standa sjálfir undir kostnaði sem hlýst af því, samkvæmt upplýsingum íslenskra tryggingafélaga. 2. mars 2020 13:46
Hafa enn ekki náð sambandi við alla sem voru í vélinni frá München Enn hefur ekki náðst í nítján farþega sem flugu með vél Icelandair frá München á laugardag en kona á fimmtugsaldri reyndist sýkt með Covid-19. 2. mars 2020 12:09
Bjarni Áka lætur vel af sér í sóttkví Kom ásamt fjölskyldunni frá Veróna á laugardaginn og beint í sóttkví. 2. mars 2020 11:00
Starfsmenn Landspítala nýkomnir frá Ítalíu á leið í sóttkví Starfsmenn Landspítala sem hafa komið til Íslands síðan á föstudag eftir veru á Ítalíu eiga að fara í fjórtán daga heimasóttkví frá heimkomu. 2. mars 2020 08:39
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 19:55
Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 17:43