Vangaveltur Elliða um nýtt merki Samfylkingarinnar hljóta misjafnar undirtektir Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. maí 2020 22:29 Elliði Vignisson segir það vera hagsmuni Vestmannaeyinga sem skipta máli. Vísir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, telur nýju merki Samfylkingarinnar svipa til nokkurra merkja nasista sem notuð hafa verið í gegnum tíðina. Þessar vangaveltur viðrar Elliði í Facebook-færslu í dag en hlýtur misjafnar undirtektir. Margir telja þar nokkuð langt seilst. Samfylkingin fagnar 20 ára afmæli sínu í dag og svipti í tilefni þess hulunni af nýju merki flokksins. Áður hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sent flokknum hamingjuóskir og líkt nýja merkinu við merki Byggðastofnunar. Mismunandi útgáfur nýja merkisins. Elliði gerði merkið einnig að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og birti mynd af því ásamt þremur merkjum nasista, þ. á m. fána Þýskalands og nasista, skreyttum hakakrossinum. „Í dag kynnti Samfylkingin nýtt merki, þar er um að ræða hvítan hring á rauðum fleti. Ætli þeim hafi á einhverjum tímapunkti dottið í huga að googla hverskonar samtök noti helst það myndmál? Samfylkingin á ekkert skylt við þessi samtök og þess vegna veltir maður fyrir sér afhverju þetta myndmál sé notað,“ skrifar Elliði. Margir taka fálega í þennan samanburð Elliða og sumir segja hann jafnvel ósmekklegan í athugasemdum við færsluna. Þá er Elliða jafnframt bent á að færa megi rök fyrir því að fálkinn í merki Sjálfstæðisflokksins, fyrir hvern Elliði sat í bæjarstjórn Vestmannaeyja um árabil, eigi einmitt margt skylt við örninn, sem nasistar notuðu sjálfir í merkjum sínum. Elliði kvað merki Sjálfstæðisflokksins, sem væri að fyrirmynd Ríkarðs Jónssonar, vissulega sótt í sama brunn og mörg merki þriðja ríkisins. En lagði áherslu á að hér væri hann aðeins að velta fyrir sér myndmálinu. „Bíddu, bíddu - allir rólegir. Ég er hreint ekki að líkja Samfylkingunni við neinn þessara samtaka, tek þvert á móti fram að hún eigi EKKERT skylt við þau. Bara að velta fyrir mér myndmálinu líkt og svo oft er gert þegar samtök velja sér merki,“ segir Elliði í athugasemd við færslu sína. Samfylkingin Ölfus Tengdar fréttir Afmælisbarn dagsins „eldgamall unglingur“ sem heldur partý síðar Samfylkingin fagnar tuttugu ára afmæli í dag. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður það að bíða betri tíma að halda veislu í tilefni af afmælinu að sögn Loga Einarssonar, formanns flokksins. 5. maí 2020 21:00 Snúðugar afmæliskveðjur til Samfylkingar frá Sigmundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sneiðugur í árnaðaróskum sínum til Samfylkingarinnar. 5. maí 2020 17:16 Samfylkingin tekur upp nýtt merki Samfylkingin sker á kúluna 5. maí 2020 13:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, telur nýju merki Samfylkingarinnar svipa til nokkurra merkja nasista sem notuð hafa verið í gegnum tíðina. Þessar vangaveltur viðrar Elliði í Facebook-færslu í dag en hlýtur misjafnar undirtektir. Margir telja þar nokkuð langt seilst. Samfylkingin fagnar 20 ára afmæli sínu í dag og svipti í tilefni þess hulunni af nýju merki flokksins. Áður hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sent flokknum hamingjuóskir og líkt nýja merkinu við merki Byggðastofnunar. Mismunandi útgáfur nýja merkisins. Elliði gerði merkið einnig að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og birti mynd af því ásamt þremur merkjum nasista, þ. á m. fána Þýskalands og nasista, skreyttum hakakrossinum. „Í dag kynnti Samfylkingin nýtt merki, þar er um að ræða hvítan hring á rauðum fleti. Ætli þeim hafi á einhverjum tímapunkti dottið í huga að googla hverskonar samtök noti helst það myndmál? Samfylkingin á ekkert skylt við þessi samtök og þess vegna veltir maður fyrir sér afhverju þetta myndmál sé notað,“ skrifar Elliði. Margir taka fálega í þennan samanburð Elliða og sumir segja hann jafnvel ósmekklegan í athugasemdum við færsluna. Þá er Elliða jafnframt bent á að færa megi rök fyrir því að fálkinn í merki Sjálfstæðisflokksins, fyrir hvern Elliði sat í bæjarstjórn Vestmannaeyja um árabil, eigi einmitt margt skylt við örninn, sem nasistar notuðu sjálfir í merkjum sínum. Elliði kvað merki Sjálfstæðisflokksins, sem væri að fyrirmynd Ríkarðs Jónssonar, vissulega sótt í sama brunn og mörg merki þriðja ríkisins. En lagði áherslu á að hér væri hann aðeins að velta fyrir sér myndmálinu. „Bíddu, bíddu - allir rólegir. Ég er hreint ekki að líkja Samfylkingunni við neinn þessara samtaka, tek þvert á móti fram að hún eigi EKKERT skylt við þau. Bara að velta fyrir mér myndmálinu líkt og svo oft er gert þegar samtök velja sér merki,“ segir Elliði í athugasemd við færslu sína.
Samfylkingin Ölfus Tengdar fréttir Afmælisbarn dagsins „eldgamall unglingur“ sem heldur partý síðar Samfylkingin fagnar tuttugu ára afmæli í dag. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður það að bíða betri tíma að halda veislu í tilefni af afmælinu að sögn Loga Einarssonar, formanns flokksins. 5. maí 2020 21:00 Snúðugar afmæliskveðjur til Samfylkingar frá Sigmundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sneiðugur í árnaðaróskum sínum til Samfylkingarinnar. 5. maí 2020 17:16 Samfylkingin tekur upp nýtt merki Samfylkingin sker á kúluna 5. maí 2020 13:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Afmælisbarn dagsins „eldgamall unglingur“ sem heldur partý síðar Samfylkingin fagnar tuttugu ára afmæli í dag. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu verður það að bíða betri tíma að halda veislu í tilefni af afmælinu að sögn Loga Einarssonar, formanns flokksins. 5. maí 2020 21:00
Snúðugar afmæliskveðjur til Samfylkingar frá Sigmundi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sneiðugur í árnaðaróskum sínum til Samfylkingarinnar. 5. maí 2020 17:16
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent