Van Dijk sleit krossband er hann lenti í samstuði við Jordan Pickford, markvörð Everton, í grannaslag liðanna þann 17. október. Hann var borinn af velli og síðar kom í ljós að krossbandið værið slitið.
„Ég á í engum vandræðum með að tala um Virgil van Dijk. Þetta gengur vel hjá honum en það er enn langt þangað til að hann verður heill. Svona er það með meiðsli af þessu tagi,“ sagði Klopp.
Það birtust svo myndbönd af Hollendingnum á dögunum þar sem hann sást hjóla og leika sér aðeins með bolta.
„Til þess að vera hreinskilinn þá verð ég glaður þegar ég sé myndbönd af honum því það sýnir að hann er á réttri leið. En þetta mun samt taka langan tíma. Þannig er þetta bara. Ég væri gjarnan til í að segja eitthvað annað en svona er þetta.“
Liverpool er á flæðiskeri statt með miðverði eins og er því einnig eru Joe Gomez og Joel Matip á meiðslalistanum.
— Virgil van Dijk (@VirgilvDijk) December 29, 2020