„Hillir undir það að þetta muni klárast“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. janúar 2021 12:12 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Þótt það hilli undir endalok kórónuveirufaraldursins með tilkomu bóluefnis er mikilvægt að sýna þolinmæði. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Áfram sé mikilvægt að fara varlega til að koma í veg fyrir að veiran fari á flug. Hann segir að almennt virðist hafa gengið vel að hefta útbreiðslu veirunnar um jólin. „Aðventan og jólin sjálf virðast hafa gengið vel, sem að náttúrlega er bara fagnaðarefni, við virðumst ekki vera að sjá smit fara á flug eftir það eins og var óttast og okkur sýnist bara að fólk hafi verið mjög duglegt að taka þátt í þessu með okkur og við höfum gert þetta bara saman,“ segir Rögnvaldur. Svo virðist sem flestir hafi farið eftir leiðbeiningum varandi persónubundnar smitvarnir og haldið sig í sínum jólakúlum. Þó eigi eftir að koma betur í ljós eftir nokkra daga hvort smit hafi farið á flug um áramótin. „Við höfum náttúrlega allan tímann búist við því að þetta myndi fara á flug, bara í og á aðventunni og í kringum áramótin. En enn sem komið er þá virðist það ekki vera að rætast sem er bara fagnaðarefni. Svo munum við sjá á næstu dögum og vikum hvernig við komum í rauninni heilt yfir undan þessu. Bæði með áramótin og líka þegar fólk fer að snúa aftur heim úr sínum jólaferðalögum erlendis. Þannig að þetta mun svolítið koma í ljós í janúar, hvernig hefur í raun og veru gengið,“ segir Rögnvaldur. Hann hafi ekki heyrt af mikilli hópamyndun um áramótin umfram það sem sagt hafi verið frá í fjölmiðlum. „Fólk var hittast eins og niðri við Hallgrímskirkju og á fleiri stöðum en svo vonum við bara að það muni ekki skila okkur í fjölda smita,“ segir Rögnvaldur. Hann segir mikilvægt að slaka ekki á núna þegar bóluefni er loksins komið í umferð. „Síðan er það bara næsta verkefni okkar í rauninni að halda áfram í rauninni á þessari braut því að þetta er ekki búið eins og hefur margoft komið fram. Við náttúrlega erum búin að sjá að bóluefnið er byrjað að koma til landsins en það er ennþá langt í land að við náum að bólusetja þann fjölda sem við ætlum okkur og þá þarf bara að halda út,“ segir Rögnvaldur. „Og við vitum náttúrlega ekki alveg nákvæmlega með afhendingartímann á bóluefninu þannig að hvort þetta klárist í vor eða í haust, það verður bara tíminn að leiða í ljós en það alla veganna hillir undir það að þetta muni klárast. Lausnin er í raun og veru komin en svo þurfum við bara að hafa þolinmæði til að bíða eftir henni og ekki missa faraldurinn í einhvern veldisvöxt eða áflug á þeim tíma,“ segir Rögnvaldur. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Aðventan og jólin sjálf virðast hafa gengið vel, sem að náttúrlega er bara fagnaðarefni, við virðumst ekki vera að sjá smit fara á flug eftir það eins og var óttast og okkur sýnist bara að fólk hafi verið mjög duglegt að taka þátt í þessu með okkur og við höfum gert þetta bara saman,“ segir Rögnvaldur. Svo virðist sem flestir hafi farið eftir leiðbeiningum varandi persónubundnar smitvarnir og haldið sig í sínum jólakúlum. Þó eigi eftir að koma betur í ljós eftir nokkra daga hvort smit hafi farið á flug um áramótin. „Við höfum náttúrlega allan tímann búist við því að þetta myndi fara á flug, bara í og á aðventunni og í kringum áramótin. En enn sem komið er þá virðist það ekki vera að rætast sem er bara fagnaðarefni. Svo munum við sjá á næstu dögum og vikum hvernig við komum í rauninni heilt yfir undan þessu. Bæði með áramótin og líka þegar fólk fer að snúa aftur heim úr sínum jólaferðalögum erlendis. Þannig að þetta mun svolítið koma í ljós í janúar, hvernig hefur í raun og veru gengið,“ segir Rögnvaldur. Hann hafi ekki heyrt af mikilli hópamyndun um áramótin umfram það sem sagt hafi verið frá í fjölmiðlum. „Fólk var hittast eins og niðri við Hallgrímskirkju og á fleiri stöðum en svo vonum við bara að það muni ekki skila okkur í fjölda smita,“ segir Rögnvaldur. Hann segir mikilvægt að slaka ekki á núna þegar bóluefni er loksins komið í umferð. „Síðan er það bara næsta verkefni okkar í rauninni að halda áfram í rauninni á þessari braut því að þetta er ekki búið eins og hefur margoft komið fram. Við náttúrlega erum búin að sjá að bóluefnið er byrjað að koma til landsins en það er ennþá langt í land að við náum að bólusetja þann fjölda sem við ætlum okkur og þá þarf bara að halda út,“ segir Rögnvaldur. „Og við vitum náttúrlega ekki alveg nákvæmlega með afhendingartímann á bóluefninu þannig að hvort þetta klárist í vor eða í haust, það verður bara tíminn að leiða í ljós en það alla veganna hillir undir það að þetta muni klárast. Lausnin er í raun og veru komin en svo þurfum við bara að hafa þolinmæði til að bíða eftir henni og ekki missa faraldurinn í einhvern veldisvöxt eða áflug á þeim tíma,“ segir Rögnvaldur.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira