Bólusetti kærastann og fékk bónorð í leiðinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. janúar 2021 13:04 Bólusetningin tók óvæntan snúning með bónorði. Getty Robby Vargas-Cortes, sem starfar sem yfirmaður sjúkraflutninga, kom kærasta sínum, hjúkrunarfræðinginum Eric Vanderlee, heldur betur á óvart þegar hann mætti til hans til að fá bóluefni gegn covid-19. Vargas-Cortes mætti í bólusetningu á Þorláksmessu til Vanderlee, sem starfar sem hjúkrunarfræðingur í Canton í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum. Vargas-Cortes hafði falið trúlofunarhring upp í vinstri ermi klæða sinna og dró hringinn fram þegar hans heittelskaði gerði sig reiðubúinn til að bólusetja hann. „Já“ svaraði Vanderlee áður en hann gaf unnusta sínum bóluefnið gegn covid-19. Bónorðið náðist á myndband og af því að dæma má ætla að samstarfsmenn Vanderlee hafi verið alveg jafn hissa og hann sjálfur við að heyra bónorðið. „Þetta hefur verið frekar klikkað ár, og þú veist, það hefur verið skemmtilegt að hafa þig í lífi mínu,“ sagði Vargas-Cortes, er hann bar upp bónorðið. Síðan föðmuðust þeir innilega en enginn koss náðist þó á myndband enda voru þeir báðir með andlitsgrímu. Vanderlee segist engan veginn hafa átt von á bónorðinu að því er segir í frétt New York Times. Þeir hafa verið saman í næstum fimm ár og segjast þeir oft hafa grínast með það að trúlofa sig, en í ljósi kórónuveirufaraldursins hafi reynst erfitt að skipuleggja óvænt bónorð. En þegar Vanderlee bauðst til að aðstoða við bólusetninguna sá Vargas-Cortes sér leik á borði. Árið 2020 reyndist þeim erfitt líkt og svo mörgum öðrum en afi Vanderlee er einn af þeim um það bil 347 þúsund sem hafa látist af völdum covid-19 í Bandaríkjunum. „Hann var allra manna hraustastur,“ segir Vanderlee. „Hann átti ekki við nein vandamál að stríða og svo allt í einu var hann farinn.“ Þeir segjast hrærðir yfir viðbrögðunum sem þeir hafi fengið vegna trúlofunnar sinnar og þeir hafi fundið fyrir mikilli ást og stuðningi, en myndbandið af trúlofun þeirra hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum. „Þetta færir okkur nýja bylgju af gleði,“ sagði Vanderlee. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástin og lífið Bólusetningar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Vargas-Cortes hafði falið trúlofunarhring upp í vinstri ermi klæða sinna og dró hringinn fram þegar hans heittelskaði gerði sig reiðubúinn til að bólusetja hann. „Já“ svaraði Vanderlee áður en hann gaf unnusta sínum bóluefnið gegn covid-19. Bónorðið náðist á myndband og af því að dæma má ætla að samstarfsmenn Vanderlee hafi verið alveg jafn hissa og hann sjálfur við að heyra bónorðið. „Þetta hefur verið frekar klikkað ár, og þú veist, það hefur verið skemmtilegt að hafa þig í lífi mínu,“ sagði Vargas-Cortes, er hann bar upp bónorðið. Síðan föðmuðust þeir innilega en enginn koss náðist þó á myndband enda voru þeir báðir með andlitsgrímu. Vanderlee segist engan veginn hafa átt von á bónorðinu að því er segir í frétt New York Times. Þeir hafa verið saman í næstum fimm ár og segjast þeir oft hafa grínast með það að trúlofa sig, en í ljósi kórónuveirufaraldursins hafi reynst erfitt að skipuleggja óvænt bónorð. En þegar Vanderlee bauðst til að aðstoða við bólusetninguna sá Vargas-Cortes sér leik á borði. Árið 2020 reyndist þeim erfitt líkt og svo mörgum öðrum en afi Vanderlee er einn af þeim um það bil 347 þúsund sem hafa látist af völdum covid-19 í Bandaríkjunum. „Hann var allra manna hraustastur,“ segir Vanderlee. „Hann átti ekki við nein vandamál að stríða og svo allt í einu var hann farinn.“ Þeir segjast hrærðir yfir viðbrögðunum sem þeir hafi fengið vegna trúlofunnar sinnar og þeir hafi fundið fyrir mikilli ást og stuðningi, en myndbandið af trúlofun þeirra hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum. „Þetta færir okkur nýja bylgju af gleði,“ sagði Vanderlee.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástin og lífið Bólusetningar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira