Bólusetti kærastann og fékk bónorð í leiðinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. janúar 2021 13:04 Bólusetningin tók óvæntan snúning með bónorði. Getty Robby Vargas-Cortes, sem starfar sem yfirmaður sjúkraflutninga, kom kærasta sínum, hjúkrunarfræðinginum Eric Vanderlee, heldur betur á óvart þegar hann mætti til hans til að fá bóluefni gegn covid-19. Vargas-Cortes mætti í bólusetningu á Þorláksmessu til Vanderlee, sem starfar sem hjúkrunarfræðingur í Canton í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum. Vargas-Cortes hafði falið trúlofunarhring upp í vinstri ermi klæða sinna og dró hringinn fram þegar hans heittelskaði gerði sig reiðubúinn til að bólusetja hann. „Já“ svaraði Vanderlee áður en hann gaf unnusta sínum bóluefnið gegn covid-19. Bónorðið náðist á myndband og af því að dæma má ætla að samstarfsmenn Vanderlee hafi verið alveg jafn hissa og hann sjálfur við að heyra bónorðið. „Þetta hefur verið frekar klikkað ár, og þú veist, það hefur verið skemmtilegt að hafa þig í lífi mínu,“ sagði Vargas-Cortes, er hann bar upp bónorðið. Síðan föðmuðust þeir innilega en enginn koss náðist þó á myndband enda voru þeir báðir með andlitsgrímu. Vanderlee segist engan veginn hafa átt von á bónorðinu að því er segir í frétt New York Times. Þeir hafa verið saman í næstum fimm ár og segjast þeir oft hafa grínast með það að trúlofa sig, en í ljósi kórónuveirufaraldursins hafi reynst erfitt að skipuleggja óvænt bónorð. En þegar Vanderlee bauðst til að aðstoða við bólusetninguna sá Vargas-Cortes sér leik á borði. Árið 2020 reyndist þeim erfitt líkt og svo mörgum öðrum en afi Vanderlee er einn af þeim um það bil 347 þúsund sem hafa látist af völdum covid-19 í Bandaríkjunum. „Hann var allra manna hraustastur,“ segir Vanderlee. „Hann átti ekki við nein vandamál að stríða og svo allt í einu var hann farinn.“ Þeir segjast hrærðir yfir viðbrögðunum sem þeir hafi fengið vegna trúlofunnar sinnar og þeir hafi fundið fyrir mikilli ást og stuðningi, en myndbandið af trúlofun þeirra hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum. „Þetta færir okkur nýja bylgju af gleði,“ sagði Vanderlee. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástin og lífið Bólusetningar Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Vargas-Cortes hafði falið trúlofunarhring upp í vinstri ermi klæða sinna og dró hringinn fram þegar hans heittelskaði gerði sig reiðubúinn til að bólusetja hann. „Já“ svaraði Vanderlee áður en hann gaf unnusta sínum bóluefnið gegn covid-19. Bónorðið náðist á myndband og af því að dæma má ætla að samstarfsmenn Vanderlee hafi verið alveg jafn hissa og hann sjálfur við að heyra bónorðið. „Þetta hefur verið frekar klikkað ár, og þú veist, það hefur verið skemmtilegt að hafa þig í lífi mínu,“ sagði Vargas-Cortes, er hann bar upp bónorðið. Síðan föðmuðust þeir innilega en enginn koss náðist þó á myndband enda voru þeir báðir með andlitsgrímu. Vanderlee segist engan veginn hafa átt von á bónorðinu að því er segir í frétt New York Times. Þeir hafa verið saman í næstum fimm ár og segjast þeir oft hafa grínast með það að trúlofa sig, en í ljósi kórónuveirufaraldursins hafi reynst erfitt að skipuleggja óvænt bónorð. En þegar Vanderlee bauðst til að aðstoða við bólusetninguna sá Vargas-Cortes sér leik á borði. Árið 2020 reyndist þeim erfitt líkt og svo mörgum öðrum en afi Vanderlee er einn af þeim um það bil 347 þúsund sem hafa látist af völdum covid-19 í Bandaríkjunum. „Hann var allra manna hraustastur,“ segir Vanderlee. „Hann átti ekki við nein vandamál að stríða og svo allt í einu var hann farinn.“ Þeir segjast hrærðir yfir viðbrögðunum sem þeir hafi fengið vegna trúlofunnar sinnar og þeir hafi fundið fyrir mikilli ást og stuðningi, en myndbandið af trúlofun þeirra hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum. „Þetta færir okkur nýja bylgju af gleði,“ sagði Vanderlee.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástin og lífið Bólusetningar Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira