Forstjóri almannavarna Svíþjóðar taldi jólaferð til Kanaríeyja nauðsynlega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2021 20:18 Dan Eliasson, forstjóri almannavarna í Svíþjóð. JANERIK HENRIKSSON/EPA Dan Eliasson, framkvæmdastjóri almannavarna í Svíþjóð, hefur verið harðlega gagnrýndur í heimalandinu fyrir ferð sína til Las Palmas um jólin. Sjálfur segir hann ferðina hafa verið nauðsynlega. Sænski miðillinn Expressen greinir frá og segir að almannvarnastofnun Svíþjóðar, MSB, sem leikið hefur stórt hlutverk í baráttu við útbreiðslu veirunnar í Svíþjóð, hafi ítrekað ráðið fólki frá óþarfa ferðalögum. Þar að auki hafi Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, bent á að ferðalög út fyrir landsteinana gætu verið varasöm þar sem ferðatakmarkanir mismunandi landa gætu breyst með litlum fyrirvara. Þrátt fyrir þetta virðist Eliasson hafa ákveðið að ferðast til Kanaríeyjunnar Las Palmas fyrir jólin. Frá þessu var greint á næst síðasta degi síðasta árs. Hann hefur nú tjáð sig um ferðalag sitt, sem hann segir hafa verið nauðsynlegt. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að ferðalagið hafi verið nauðsynlegt. Ég á dóttur sem býr hér og starfar. Ég fagnaði jólunum með henni og fjölskyldu minni,“ hefur Expressen eftir Eliasson. Íhugaði ekki að hætta við eftir útgáfu nýrra ráðlegginga Expressen bendir þá á ráðleggingar Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar um ferðalög sem gefnar voru út 14. desember, þar sem allir voru hvattir til þess að ferðast með fyllstu varúð og reyna að draga sem mest úr ferðalögum. Auk þess var fólk hvatt til þess að spyrja sig hvort fyrirhugaðar ferðir væru raunverulega nauðsynlegar. Eliasson kveðst hafa bókað ferðina, sem farin var 19. desember, tíu til fjórtán dögum fyrir brottför. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa íhugað að hætta við ferðina eftir að lýðheilsustofnunin gaf út sínar ferðaráðleggingar. „Við verðum alltaf að forðast ónauðsynleg ferðalög. Ég er búinn að hætta við fjölda ferðalaga. En í þetta skiptið vildum við fagna jólunum saman,“ sagði Eliasson sem kvaðst hafa unnið í jólafríinu með hjálp fjarfundabúnaðar. Þá sagðist hann þegar hafa gert ráðstafanir um hvernig heimferðinni yrði háttað ef ferðatakmarkanir til Svíþjóðar eða frá Las Palmas myndu skyndilega breytast. Hann sagðist þá taka faraldur kórónuveirunnar afar alvarlega, en sagðist telja að Las Palmas væri einn öruggasti staðurinn í Evrópu með tilliti til þess. Eliasson var einnig spurður hvort hann teldi ferð sína réttlætanlega. „Algjörlega,“ svaraði Eliasson. Forsætisráðherrann einnig verið gagnrýndur Á dögunum fyrir jól var Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, harðlega gagnrýndur eftir að til hans sást í Gallerian, verslunarmiðstöð í miðborg Stokkhólms, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur. Haft var eftir Mikael Lindström upplýsingafulltrúa Löfven að forsætisráðherra hafi verið í verslunarmiðstöðinni í „vandlega skipulögðum erindagjörðum“ umræddan dag. Expressen greindi þá frá því að hann hafi jafnframt gert sér ferð í Gallerian tvisvar áður í desember. Morgan Johansson dómsmálaráðherra Svía hefur einnig sætt gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. Löfven, sem er samflokksmaður dómsmálaráðherrans, hafði í aðdraganda jóla sagt að falla ætti frá útsölum þetta árið vegna kórónuveirufaraldursins. Löfven sagði jafnframt að Johansson hefði verið „óvarkár“ með verslunarferð sinni. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fór sjálfur í verslunarmiðstöð eftir að hafa beðið Svía að gera það ekki Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar fór í verslunarmiðstöðina Gallerian í miðborg Stokkhólms 20. desember síðastliðinn, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur vegna faraldurs kórónuveiru. 29. desember 2020 17:36 Dómsmálaráðherra Svía sætir gagnrýni: Skrapp á útsölur til að kaupa jólagjöf handa mömmu og pabba Dómsmálaráðherra Svía sætir nú gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. 28. desember 2020 10:27 Svíar takmarka samkomur við átta manns Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. 16. nóvember 2020 13:48 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Sænski miðillinn Expressen greinir frá og segir að almannvarnastofnun Svíþjóðar, MSB, sem leikið hefur stórt hlutverk í baráttu við útbreiðslu veirunnar í Svíþjóð, hafi ítrekað ráðið fólki frá óþarfa ferðalögum. Þar að auki hafi Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, bent á að ferðalög út fyrir landsteinana gætu verið varasöm þar sem ferðatakmarkanir mismunandi landa gætu breyst með litlum fyrirvara. Þrátt fyrir þetta virðist Eliasson hafa ákveðið að ferðast til Kanaríeyjunnar Las Palmas fyrir jólin. Frá þessu var greint á næst síðasta degi síðasta árs. Hann hefur nú tjáð sig um ferðalag sitt, sem hann segir hafa verið nauðsynlegt. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að ferðalagið hafi verið nauðsynlegt. Ég á dóttur sem býr hér og starfar. Ég fagnaði jólunum með henni og fjölskyldu minni,“ hefur Expressen eftir Eliasson. Íhugaði ekki að hætta við eftir útgáfu nýrra ráðlegginga Expressen bendir þá á ráðleggingar Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar um ferðalög sem gefnar voru út 14. desember, þar sem allir voru hvattir til þess að ferðast með fyllstu varúð og reyna að draga sem mest úr ferðalögum. Auk þess var fólk hvatt til þess að spyrja sig hvort fyrirhugaðar ferðir væru raunverulega nauðsynlegar. Eliasson kveðst hafa bókað ferðina, sem farin var 19. desember, tíu til fjórtán dögum fyrir brottför. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa íhugað að hætta við ferðina eftir að lýðheilsustofnunin gaf út sínar ferðaráðleggingar. „Við verðum alltaf að forðast ónauðsynleg ferðalög. Ég er búinn að hætta við fjölda ferðalaga. En í þetta skiptið vildum við fagna jólunum saman,“ sagði Eliasson sem kvaðst hafa unnið í jólafríinu með hjálp fjarfundabúnaðar. Þá sagðist hann þegar hafa gert ráðstafanir um hvernig heimferðinni yrði háttað ef ferðatakmarkanir til Svíþjóðar eða frá Las Palmas myndu skyndilega breytast. Hann sagðist þá taka faraldur kórónuveirunnar afar alvarlega, en sagðist telja að Las Palmas væri einn öruggasti staðurinn í Evrópu með tilliti til þess. Eliasson var einnig spurður hvort hann teldi ferð sína réttlætanlega. „Algjörlega,“ svaraði Eliasson. Forsætisráðherrann einnig verið gagnrýndur Á dögunum fyrir jól var Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, harðlega gagnrýndur eftir að til hans sást í Gallerian, verslunarmiðstöð í miðborg Stokkhólms, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur. Haft var eftir Mikael Lindström upplýsingafulltrúa Löfven að forsætisráðherra hafi verið í verslunarmiðstöðinni í „vandlega skipulögðum erindagjörðum“ umræddan dag. Expressen greindi þá frá því að hann hafi jafnframt gert sér ferð í Gallerian tvisvar áður í desember. Morgan Johansson dómsmálaráðherra Svía hefur einnig sætt gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. Löfven, sem er samflokksmaður dómsmálaráðherrans, hafði í aðdraganda jóla sagt að falla ætti frá útsölum þetta árið vegna kórónuveirufaraldursins. Löfven sagði jafnframt að Johansson hefði verið „óvarkár“ með verslunarferð sinni.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fór sjálfur í verslunarmiðstöð eftir að hafa beðið Svía að gera það ekki Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar fór í verslunarmiðstöðina Gallerian í miðborg Stokkhólms 20. desember síðastliðinn, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur vegna faraldurs kórónuveiru. 29. desember 2020 17:36 Dómsmálaráðherra Svía sætir gagnrýni: Skrapp á útsölur til að kaupa jólagjöf handa mömmu og pabba Dómsmálaráðherra Svía sætir nú gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. 28. desember 2020 10:27 Svíar takmarka samkomur við átta manns Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. 16. nóvember 2020 13:48 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Fór sjálfur í verslunarmiðstöð eftir að hafa beðið Svía að gera það ekki Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar fór í verslunarmiðstöðina Gallerian í miðborg Stokkhólms 20. desember síðastliðinn, tveimur dögum eftir að ríkisstjórn hans hvatti fólk til að forðast verslunarmiðstöðvar og hvers kyns mannmargar samkomur vegna faraldurs kórónuveiru. 29. desember 2020 17:36
Dómsmálaráðherra Svía sætir gagnrýni: Skrapp á útsölur til að kaupa jólagjöf handa mömmu og pabba Dómsmálaráðherra Svía sætir nú gagnrýni eftir að hafa skellt sér á útsölur í Nova-verslanamiðstöðinni í Lundi á annan í jólum. 28. desember 2020 10:27
Svíar takmarka samkomur við átta manns Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. 16. nóvember 2020 13:48