Eminem sakar Snoop Dogg um virðingarleysi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2021 22:24 Eminem er af mörgum talinn einn færasti rappari sögunnar. Kevin Winter/Getty Bandaríski rapparinn Eminem hefur nú brugðist við ummælum sem samlandi hans og starfsbróðir, Snoop Dogg, lét falla um hann á síðasta ári. Þá sagði Snoop Dogg að Eminem kæmist í hans huga ekki á lista yfir tíu bestu rappara sögunnar. Þetta sagði Snoop í viðtali í útvarpsþættinum The Breakfast Club og bætti við að honum dyttu í hug nokkrir rapparar frá níunda áratug síðustu aldar sem Eminem „gæti ekki fokkað í.“ Með öðrum orðum, þeir væru betri rapparar en hann. Þá sagðist hann telja rapparann og tónlistarmanninn Dr. Dre hafa átt stóran þátt í því að byggja upp feril Eminem, sem af mörgum er talinn einn færasti textasmiður og besti rappari heims. Snoop Dogg er, rétt eins og Eminem, frægur rappari.Bennett Raglin/Getty Eminem sagði í viðtali við Shade 45 að ummælin bæru vott um virðingarleysi, þó þau væru „ágæt, upp að vissu marki.“ „Hann sagði að Dr. Dre hefði gert mig að bestu útgáfunni að sjálfum mér, sem er algjörlega rétt og ég hef ekkert út á það að setja. Væri ég hér án Dr. Dre? Alls ekki,“ sagði Eminem. Hann hafði hins vegar sitthvað að athuga við „tóninn“ sem Snoop setti ummæli sín fram í. „Ég hefði örugglega getað komist yfir þetta með tóninn í honum og allt það. En það voru síðustu ummælin, þar sem hann sagði „Talandi um tónlist sem ég get verið án, ég get verið án [tónlistar Eminem].“ Þetta er bara virðingarleysi. Þetta kom mér bara á óvart,“ sagði Eminem. Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og og vera í forystu“ Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Sjá meira
Þetta sagði Snoop í viðtali í útvarpsþættinum The Breakfast Club og bætti við að honum dyttu í hug nokkrir rapparar frá níunda áratug síðustu aldar sem Eminem „gæti ekki fokkað í.“ Með öðrum orðum, þeir væru betri rapparar en hann. Þá sagðist hann telja rapparann og tónlistarmanninn Dr. Dre hafa átt stóran þátt í því að byggja upp feril Eminem, sem af mörgum er talinn einn færasti textasmiður og besti rappari heims. Snoop Dogg er, rétt eins og Eminem, frægur rappari.Bennett Raglin/Getty Eminem sagði í viðtali við Shade 45 að ummælin bæru vott um virðingarleysi, þó þau væru „ágæt, upp að vissu marki.“ „Hann sagði að Dr. Dre hefði gert mig að bestu útgáfunni að sjálfum mér, sem er algjörlega rétt og ég hef ekkert út á það að setja. Væri ég hér án Dr. Dre? Alls ekki,“ sagði Eminem. Hann hafði hins vegar sitthvað að athuga við „tóninn“ sem Snoop setti ummæli sín fram í. „Ég hefði örugglega getað komist yfir þetta með tóninn í honum og allt það. En það voru síðustu ummælin, þar sem hann sagði „Talandi um tónlist sem ég get verið án, ég get verið án [tónlistar Eminem].“ Þetta er bara virðingarleysi. Þetta kom mér bara á óvart,“ sagði Eminem.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og og vera í forystu“ Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Sjá meira