Heimsmeistari sex árum eftir að hann hætti í ruðningi og byrjaði í pílukasti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2021 08:31 Gerwyn Price með Sid Waddell bikarinn. getty/Luke Walker Aðeins sex ár eru síðan nýkrýndi heimsmeistarinn Gerwyn Price hætti að spila ruðning og byrjaði að keppa í pílukasti. Price varð í gær fyrsti Walesverjinn til að verða heimsmeistari í pílukasti þegar hann sigraði Gary Anderson, 7-3, í úrslitaleik HM í Alexandra höllinni í London. Klippa: Gerwyn Price verður heimsmeistari Price fékk fimm hundruð þúsund pund, eða rúmlega 87 milljónir íslenskra króna, fyrir sigurinn og komst einnig upp fyrir Michael van Gerwen á toppi heimslistans. Uppgangur Prices hefur verið mjög hraður en hann byrjaði ekki að einbeita sér að pílukasti fyrr en 2014. Áður var hann atvinnumaður í ruðningi og lék með Neath, Cross Keys og South Wales Scorpions í Wales og Glasgow Warriors í Skotlandi. 2012: Scores a try in a Welsh cup final at the Millennium Stadium 2021: Wins World Darts Championship and becomes world number one! Gerwyn Price's decision to switch rugby for darts back in 2014 was a pretty wise one! @Gezzyprice pic.twitter.com/Ygxl8PDjh0— Sporting Life (@SportingLife) January 3, 2021 Ári eftir að Price hellti sér á fullu út í pílukastið komst hann á HM og 2016 vann Walesverjinn sitt fyrsta mót á Pro Tour mótaröðinni. Árið 2018 vann Price svo sitt fyrsta mót í sjónvarpi þegar hann sigraði á Grand Slam of Darts. Í frægum úrslitaleik bar hann sigurorð af Anderson. Price komst í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrra og í ár fór hann svo alla leið í úrslitaleikinn og vann hann. Price var sterkari aðilinn í úrslitaleiknum en gekk samt brösuglega að klára dæmið og klúðraði ellefu pílum sem hann hefði getað tryggt sér sigurinn með. „Ég hef aldrei verið svona stressaður áður,“ sagði Walesverjinn eftir úrslitaleikinn. „Þetta síast inn á næstu dögum. Ég er himinlifandi núna.“ Price setti met á HM með því leika á meðaltalinu 136,64 í sjötta settinu. Hann lék á meðaltalinu 100,08 í úrslitaleiknum og fékk 180 þrettán sinnum. This. Is. Astounding. Gerwyn Price averages 136.64 in that set, the highest set average in World Championship history!11 darts. 12 darts. 10 darts. pic.twitter.com/m7J0Hm6tPH— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2021 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Wales Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Sjá meira
Price varð í gær fyrsti Walesverjinn til að verða heimsmeistari í pílukasti þegar hann sigraði Gary Anderson, 7-3, í úrslitaleik HM í Alexandra höllinni í London. Klippa: Gerwyn Price verður heimsmeistari Price fékk fimm hundruð þúsund pund, eða rúmlega 87 milljónir íslenskra króna, fyrir sigurinn og komst einnig upp fyrir Michael van Gerwen á toppi heimslistans. Uppgangur Prices hefur verið mjög hraður en hann byrjaði ekki að einbeita sér að pílukasti fyrr en 2014. Áður var hann atvinnumaður í ruðningi og lék með Neath, Cross Keys og South Wales Scorpions í Wales og Glasgow Warriors í Skotlandi. 2012: Scores a try in a Welsh cup final at the Millennium Stadium 2021: Wins World Darts Championship and becomes world number one! Gerwyn Price's decision to switch rugby for darts back in 2014 was a pretty wise one! @Gezzyprice pic.twitter.com/Ygxl8PDjh0— Sporting Life (@SportingLife) January 3, 2021 Ári eftir að Price hellti sér á fullu út í pílukastið komst hann á HM og 2016 vann Walesverjinn sitt fyrsta mót á Pro Tour mótaröðinni. Árið 2018 vann Price svo sitt fyrsta mót í sjónvarpi þegar hann sigraði á Grand Slam of Darts. Í frægum úrslitaleik bar hann sigurorð af Anderson. Price komst í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrra og í ár fór hann svo alla leið í úrslitaleikinn og vann hann. Price var sterkari aðilinn í úrslitaleiknum en gekk samt brösuglega að klára dæmið og klúðraði ellefu pílum sem hann hefði getað tryggt sér sigurinn með. „Ég hef aldrei verið svona stressaður áður,“ sagði Walesverjinn eftir úrslitaleikinn. „Þetta síast inn á næstu dögum. Ég er himinlifandi núna.“ Price setti met á HM með því leika á meðaltalinu 136,64 í sjötta settinu. Hann lék á meðaltalinu 100,08 í úrslitaleiknum og fékk 180 þrettán sinnum. This. Is. Astounding. Gerwyn Price averages 136.64 in that set, the highest set average in World Championship history!11 darts. 12 darts. 10 darts. pic.twitter.com/m7J0Hm6tPH— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2021 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Wales Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Sjá meira