Einn greinst með breska afbrigðið innanlands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2021 08:23 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í fyrra. Fyrsti upplýsingafundur nýs árs verður klukkan 11:03 í dag. Vísir/Vilhelm Alls hafa sautján einstaklingar greinst með hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þar af er einn sem greindist innanlands með afbrigðið en sú manneskja var nátengd annarri sem hafði greinst á landamærunum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Umrætt afbrigði veirunnar greindist fyrst í Bretlandi fyrir nokkrum vikum og hefur valdið miklum usla þar. Talið er að það sé allt að 70 prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þórólfur kveðst vona að afbrigðið komist ekki meir inn í samfélagið hér. „Við höfum greint allt í allt eitthvað um sautján einstaklinga á landamærunum með þetta breska afbrigði. Einn greindist fyrir utan landamærin en var nátengdur landamærasmiti. Eins og við höfum séð með aðra stofna þessarar veiru þá hafa þeir greinst svona í nánasta umhverfi þeirra einstaklinga sem eru að greinast á landamærunum sem sýnir að það getur komið smit en vonandi förum við ekkert að fá það meira inn í samfélagið,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Spurður út í stöðuna á faraldrinum núna sagði hann að túlka þyrfti þær tölur sem sést hafi um áramótin með varúð þar sem ekki liggi alveg fyrir hversu mörg sýni hafi til að mynda verið tekin. Þó sé það jákvætt að fáir hafi greinst með veiruna um áramótin og að langflestir þeirra hafi verið í sóttkví. Það sem svo hafi gerst í faraldrinum milli jóla og nýárs, um áramót og við upphaf nýs árs komi í ljós í síðari hluta þessarar viku. Tilefni til tilslakana ef mjög fáir greinast Núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 12. janúar. Þórólfur kvaðst vera farinn að velta fyrir sér næstu tillögum en vill ekkert gefa upp um það enn sem komið er hvað gæti falist í þeim. „Við þurfum bara að sjá. Ég bind vonir við það ef faraldurinn hér, ef veiran greinist mjög lítið, ég held það reyni virkilega á það næstu dagana í þessari viku. Ef það eru mjög fáir sem eru að greinast, það verður bara mjög ánægjulegt og eins og við höfum alltaf sagt að þá er náttúrulega tilefni til að fara að slaka eitthvað frekar á en það er ótímabært að tala um það eitthvað í einstaka liðum núna,“ sagði hann. Þá var einnig rætt um bóluefni og stöðuna í þeim málum. Fastlega er búist við því að Evrópska lyfjastofnunin (EMA) veiti bóluefni Moderna markaðsleyfi í dag. Bóluefnið gæti því fengið markaðsleyfi hér á landi á morgun. Íslensk stjórnvöld hafa samið um 128.000 skammta sem duga fyrir um 64.000 einstaklinga en afhendingaráætlun liggur ekki fyrir. „Við erum bara í sömu sporum og allir aðrir“ Fram kom í máli Þórólfs í morgun að það eina sem fast væri í hendi núna er að síðar í þessum mánuði, væntanlega í kringum 21. janúar, fáum við næsta skammt af bóluefni Pfizer. Ástæðan er sú að önnur bóluefni eru ekki komin með markaðsleyfi í Evrópu, til dæmis fyrrnefnd bóluefni Moderna og bóluefni AstraZeneca. „Við erum bara í sömu sporum og allir aðrir. Mér finnst umræðan vera dálítið þannig að menn haldi að þetta séu bara við sem höfum ekki samning um tímaáætlun og þvíumlíkt. Það eru bara allar þjóðir sem eru þannig, þannig að við þurfum ekki endilega að kvarta þó að við vildum fá þetta miklu hraðar og svo gjarnan,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Umrætt afbrigði veirunnar greindist fyrst í Bretlandi fyrir nokkrum vikum og hefur valdið miklum usla þar. Talið er að það sé allt að 70 prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þórólfur kveðst vona að afbrigðið komist ekki meir inn í samfélagið hér. „Við höfum greint allt í allt eitthvað um sautján einstaklinga á landamærunum með þetta breska afbrigði. Einn greindist fyrir utan landamærin en var nátengdur landamærasmiti. Eins og við höfum séð með aðra stofna þessarar veiru þá hafa þeir greinst svona í nánasta umhverfi þeirra einstaklinga sem eru að greinast á landamærunum sem sýnir að það getur komið smit en vonandi förum við ekkert að fá það meira inn í samfélagið,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Spurður út í stöðuna á faraldrinum núna sagði hann að túlka þyrfti þær tölur sem sést hafi um áramótin með varúð þar sem ekki liggi alveg fyrir hversu mörg sýni hafi til að mynda verið tekin. Þó sé það jákvætt að fáir hafi greinst með veiruna um áramótin og að langflestir þeirra hafi verið í sóttkví. Það sem svo hafi gerst í faraldrinum milli jóla og nýárs, um áramót og við upphaf nýs árs komi í ljós í síðari hluta þessarar viku. Tilefni til tilslakana ef mjög fáir greinast Núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 12. janúar. Þórólfur kvaðst vera farinn að velta fyrir sér næstu tillögum en vill ekkert gefa upp um það enn sem komið er hvað gæti falist í þeim. „Við þurfum bara að sjá. Ég bind vonir við það ef faraldurinn hér, ef veiran greinist mjög lítið, ég held það reyni virkilega á það næstu dagana í þessari viku. Ef það eru mjög fáir sem eru að greinast, það verður bara mjög ánægjulegt og eins og við höfum alltaf sagt að þá er náttúrulega tilefni til að fara að slaka eitthvað frekar á en það er ótímabært að tala um það eitthvað í einstaka liðum núna,“ sagði hann. Þá var einnig rætt um bóluefni og stöðuna í þeim málum. Fastlega er búist við því að Evrópska lyfjastofnunin (EMA) veiti bóluefni Moderna markaðsleyfi í dag. Bóluefnið gæti því fengið markaðsleyfi hér á landi á morgun. Íslensk stjórnvöld hafa samið um 128.000 skammta sem duga fyrir um 64.000 einstaklinga en afhendingaráætlun liggur ekki fyrir. „Við erum bara í sömu sporum og allir aðrir“ Fram kom í máli Þórólfs í morgun að það eina sem fast væri í hendi núna er að síðar í þessum mánuði, væntanlega í kringum 21. janúar, fáum við næsta skammt af bóluefni Pfizer. Ástæðan er sú að önnur bóluefni eru ekki komin með markaðsleyfi í Evrópu, til dæmis fyrrnefnd bóluefni Moderna og bóluefni AstraZeneca. „Við erum bara í sömu sporum og allir aðrir. Mér finnst umræðan vera dálítið þannig að menn haldi að þetta séu bara við sem höfum ekki samning um tímaáætlun og þvíumlíkt. Það eru bara allar þjóðir sem eru þannig, þannig að við þurfum ekki endilega að kvarta þó að við vildum fá þetta miklu hraðar og svo gjarnan,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira