Samkvæmt frétt The Athletic hefur Solskjær unnið hörðum höndum bak við tjöldin til að styrkja innviði félagsins og búa til fjölskyldustemmningu á æfingasvæðinu.
Hluti af því var að fá Keane og Giggs til að koma og ræða við yngri leikmenn United og miðla af reynslu sinni.
Solskjær hefur einnig gert breytingar á starfsliði United og ráðið sérfræðinga í tölfræði og gagnavinnslu til félagsins.
United hefur gengið vel að undanförnu og er í 2. sæti í ensku úrvalsdeildinni með jafn mörg stig og topplið Liverpool.
Næsti leikur United er gegn Manchester City á Old Trafford í undanúrslitum enska deildabikarsins á miðvikudaginn.