27 milljóna króna harmsaga sem endar vel Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2021 15:31 Hewitt spilaði fyrst á hljóðfærið á streymistónleikum í Tómasarkirkju í Leipzig í nóvember í fyrra. Myndin er hins vegar frá 2019. epa/Ricardo Maldonado Rozo Píanóleikarinn Angela Hewitt hefur fundið ástina á ný; 27 milljóna króna Fazioli flygil, sem var sérsmíðaður eftir að ástin hennar eyðilagðist í flutningum í fyrra. „Það var besti vinur minn,“ sagði tónlistarkonan um píanóið. Árið var þó ekki alslæmt. Hewitt, sem er búsett í Lundúnum, hélt geðheilsunni í Covid-19 fárinu með því að birta myndskeið af sér við hljóðfærið á Twitter og hélt þannig tengslum við áheyrendur þrátt fyrir tónleikabann. Þá hlaut hún Bach-orðuna fyrst kvenna og lauk fimmtán ára þrekvirki; að hljóðrita allar píanósónötur Beethoven. Gat valið um fimm „elskhuga“ Gamla hljóðfærið var einnig sérsmíðaður Fazioli og það var Hewitt mikill harmur þegar hljóðfæraflutningamenn misstu hann í jörðina. Í angist sinni setti tónlistarkonan sig í samband við píanósmiðinn Paolo Fazioli, sem brást skjótt við og lét sérsmíða fimm flygla í verksmiðju sinni í Feneyjum. „Undirbúningur þessara fimm píanóa setti alla verksmiðjuna á hvolf,“ sagði hann í samtali við Guardian en í júlílok flaug Hewitt til Ítalíu til að „prufukeyra“ hljóðfærin. Með í för var Gerd Finkenstein, tæknimaður og hljóðfærastillir Hewitt. Þremur var hafnað á nokkrum mínútum en eftir að hafa leikið Bach, Beethoven og Schumann á hina tvo, valdi Hewitt þann „eldri“. „Þegar ég spilaði á hann leið mér eins og ég hefði veröld hljómsins við fingurgómana,“ segir hún um nýju ástina. „Það var enginn harka (e. harshness) í honum sama hversu hátt var spilað. Það var mikið hljóð í honum en líka mýkt og vídd (e. range).“ Nýtt píanó, nýr heimur Finkenstein sagðist hafa vitað fyrirfram hvaða flygill yrði fyrir valinu. Og nýja hljóðfærið er nýr besti vinur. „Fyrirgefðu gamli,“ segir Hewitt. „Ég er ekki lauslát. Ég er nýbúin að hljóðrita Love Walked in eftir Gershwin. Og það var töfrastund. Ég á nýtt píanó og nýjan heim. Allt sem ég gef því, gefur það mér til baka og meira, þannig að ég get spilað eins og ég vil. Það er dásamleg tilfinning.“ Hewitt segir sumum þykja píanó kvenleg en fyrir henni séu þau karlmannleg. „Ef það á að vera besti vinur, elskhugi, þá verður það að vera karlmaður.“ Þvert á það sem píanóleikarinn hafði óttast reyndust tryggingarnar ekkert vandmál; tryggingafélag hljóðfæraflutningafyrirtækisins greiddi fyrir nýja flygilinn, heilar 27 milljónir króna. „Ég var ekki reið við þá en við skulum segja að ég er búin að skipta um flutningamenn.“ Nick Cave langaði líka í Fazioli en ókeypis Fyrir áhugamenn um Fazioli er hér að finna frásögn tónlistarmannsins Nick Cave af því hvernig honum farnaðist við að verða sér út um Fazioli árið 2020. Í stuttu máli reyndi Cave að verða sér úti um ókeypis flygil gegn því að auglýsa hann. Málið vandaðist þegar starfsmenn í símsvörun hjá Fazioli reyndust aldrei hafa heyrt á Cave minnst. Tvær tilraunir umboðsmanns Caves báru engan árangur og spilar Cave því enn á kínverskan garm, eins og hann orðar það. Tónlist Menning Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
„Það var besti vinur minn,“ sagði tónlistarkonan um píanóið. Árið var þó ekki alslæmt. Hewitt, sem er búsett í Lundúnum, hélt geðheilsunni í Covid-19 fárinu með því að birta myndskeið af sér við hljóðfærið á Twitter og hélt þannig tengslum við áheyrendur þrátt fyrir tónleikabann. Þá hlaut hún Bach-orðuna fyrst kvenna og lauk fimmtán ára þrekvirki; að hljóðrita allar píanósónötur Beethoven. Gat valið um fimm „elskhuga“ Gamla hljóðfærið var einnig sérsmíðaður Fazioli og það var Hewitt mikill harmur þegar hljóðfæraflutningamenn misstu hann í jörðina. Í angist sinni setti tónlistarkonan sig í samband við píanósmiðinn Paolo Fazioli, sem brást skjótt við og lét sérsmíða fimm flygla í verksmiðju sinni í Feneyjum. „Undirbúningur þessara fimm píanóa setti alla verksmiðjuna á hvolf,“ sagði hann í samtali við Guardian en í júlílok flaug Hewitt til Ítalíu til að „prufukeyra“ hljóðfærin. Með í för var Gerd Finkenstein, tæknimaður og hljóðfærastillir Hewitt. Þremur var hafnað á nokkrum mínútum en eftir að hafa leikið Bach, Beethoven og Schumann á hina tvo, valdi Hewitt þann „eldri“. „Þegar ég spilaði á hann leið mér eins og ég hefði veröld hljómsins við fingurgómana,“ segir hún um nýju ástina. „Það var enginn harka (e. harshness) í honum sama hversu hátt var spilað. Það var mikið hljóð í honum en líka mýkt og vídd (e. range).“ Nýtt píanó, nýr heimur Finkenstein sagðist hafa vitað fyrirfram hvaða flygill yrði fyrir valinu. Og nýja hljóðfærið er nýr besti vinur. „Fyrirgefðu gamli,“ segir Hewitt. „Ég er ekki lauslát. Ég er nýbúin að hljóðrita Love Walked in eftir Gershwin. Og það var töfrastund. Ég á nýtt píanó og nýjan heim. Allt sem ég gef því, gefur það mér til baka og meira, þannig að ég get spilað eins og ég vil. Það er dásamleg tilfinning.“ Hewitt segir sumum þykja píanó kvenleg en fyrir henni séu þau karlmannleg. „Ef það á að vera besti vinur, elskhugi, þá verður það að vera karlmaður.“ Þvert á það sem píanóleikarinn hafði óttast reyndust tryggingarnar ekkert vandmál; tryggingafélag hljóðfæraflutningafyrirtækisins greiddi fyrir nýja flygilinn, heilar 27 milljónir króna. „Ég var ekki reið við þá en við skulum segja að ég er búin að skipta um flutningamenn.“ Nick Cave langaði líka í Fazioli en ókeypis Fyrir áhugamenn um Fazioli er hér að finna frásögn tónlistarmannsins Nick Cave af því hvernig honum farnaðist við að verða sér út um Fazioli árið 2020. Í stuttu máli reyndi Cave að verða sér úti um ókeypis flygil gegn því að auglýsa hann. Málið vandaðist þegar starfsmenn í símsvörun hjá Fazioli reyndust aldrei hafa heyrt á Cave minnst. Tvær tilraunir umboðsmanns Caves báru engan árangur og spilar Cave því enn á kínverskan garm, eins og hann orðar það.
Tónlist Menning Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“