Ráðningin til marks um aukna áherslu á stafræna þróun Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2021 15:36 Óhætt er að segja að Bónus, dótturfélag Haga, sé eftirbátur margra samkeppnisaðila sinna þegar kemur að stafrænni þróun. Vísir/Vilhelm Eiður Eiðsson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá verslunarfyrirtækinu Högum. Um er að ræða nýja stöðu hjá fyrirtækinu og er breytingin sögð liður í þeirri stefnu Haga að nýta stafrænar leiðir til að gera verslun bæði einfaldari og þægilegri og bæta upplifun viðskiptavina. Hagar reka meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss, Hagkaups og Olís. Fram kemur í tilkynningu að Eiður komi frá VÍS þar sem hann var forstöðumaður stafrænna verkefna. Leiddi hann þar stærstu stafrænu umbreytingarverkefni sem félagið hefur ráðist í auk þess að hafa umsjón með vef og veflausnum tryggingafélagsins. Eiður er viðskiptafræðingur að mennt og hefur áralanga reynslu í upplýsingatækni og stafrænni þróun þar sem hann hefur komið að bæði grunnrekstri í upplýsingatækni og eins stafrænni umbreytingu fyrirtækja eins og Arion banka og VÍS. Sagði kostnaðarsamt að bjóða upp á netverslun Mikil framþróun hefur átt sér stað í netverslun á allra síðustu árum en Bónus, sem er stærsta matvörukeðja landsins, starfrækir ekki netverslun ólíkt sínum helstu samkeppnisaðilum. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, hefur áður sagt að núverandi viðskiptamódel keðjunnar henti netverslun illa og að ógerningur sé að taka til pantanir með þeirri álagningu sem þar sé unnið með. Þó hefur hann ekki útilokað að netverslun verði þar valkostur í framtíðinni. Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir að það sé mikill fengur að fá Eið til liðs við tækniteymið hjá Högum og dótturfélögum. „Hann þekkir vel til í upplýsingatækni og býr að dýrmætri reynslu af innleiðingu breytinga sem byggja á stafrænum aðferðum og hafa það að markmiði að bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina. Framundan eru fjölbreytt og spennandi verkefni sem tengjast nánara samtali okkar við viðskiptavini og stöðugri aðlögun þjónustu að þeirra þörfum, m.a. einföldun, aukin þægindi og hagkvæmni í kaupum á matvöru, eldsneyti og öðrum nauðsynjum,“ er haft eftir Finni í tilkynningu sem bætir við að upplýsingatækni og stafrænar leiðir muni gegna lykilhlutverki í þeirri vegferð. Verslun Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Sjá meira
Um er að ræða nýja stöðu hjá fyrirtækinu og er breytingin sögð liður í þeirri stefnu Haga að nýta stafrænar leiðir til að gera verslun bæði einfaldari og þægilegri og bæta upplifun viðskiptavina. Hagar reka meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss, Hagkaups og Olís. Fram kemur í tilkynningu að Eiður komi frá VÍS þar sem hann var forstöðumaður stafrænna verkefna. Leiddi hann þar stærstu stafrænu umbreytingarverkefni sem félagið hefur ráðist í auk þess að hafa umsjón með vef og veflausnum tryggingafélagsins. Eiður er viðskiptafræðingur að mennt og hefur áralanga reynslu í upplýsingatækni og stafrænni þróun þar sem hann hefur komið að bæði grunnrekstri í upplýsingatækni og eins stafrænni umbreytingu fyrirtækja eins og Arion banka og VÍS. Sagði kostnaðarsamt að bjóða upp á netverslun Mikil framþróun hefur átt sér stað í netverslun á allra síðustu árum en Bónus, sem er stærsta matvörukeðja landsins, starfrækir ekki netverslun ólíkt sínum helstu samkeppnisaðilum. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, hefur áður sagt að núverandi viðskiptamódel keðjunnar henti netverslun illa og að ógerningur sé að taka til pantanir með þeirri álagningu sem þar sé unnið með. Þó hefur hann ekki útilokað að netverslun verði þar valkostur í framtíðinni. Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir að það sé mikill fengur að fá Eið til liðs við tækniteymið hjá Högum og dótturfélögum. „Hann þekkir vel til í upplýsingatækni og býr að dýrmætri reynslu af innleiðingu breytinga sem byggja á stafrænum aðferðum og hafa það að markmiði að bæta þjónustu og upplifun viðskiptavina. Framundan eru fjölbreytt og spennandi verkefni sem tengjast nánara samtali okkar við viðskiptavini og stöðugri aðlögun þjónustu að þeirra þörfum, m.a. einföldun, aukin þægindi og hagkvæmni í kaupum á matvöru, eldsneyti og öðrum nauðsynjum,“ er haft eftir Finni í tilkynningu sem bætir við að upplýsingatækni og stafrænar leiðir muni gegna lykilhlutverki í þeirri vegferð.
Verslun Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Sjá meira