Tilkynnt um þrjú dauðsföll í kjölfar bólusetningar Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2021 16:58 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Egill Þrír sjúklingar með undirliggjandi sjúkdóma létust hér á landi eftir að hafa verið bólusettir við kórónuveirunni í síðustu viku. Ekki er þó hægt að staðfesta að andlátin tengist bólusetningunni. Þetta kom fram í máli Rúnu Hauksdóttur forstjóra Lyfjastofnunar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Alma Möller landlæknir minntist á að Lyfjastofnun hefði í morgun fengið sjö tilkynningar um aukaverkanir eftir fyrstu bólusetningu af bóluefni Pfizer, sem hófst hér á landi 29. desember. Þar af væri ein „hugsanlega alvarleg“ tilkynning en orsakasamhengið lægi þó ekki fyrir vegna undirliggjandi sjúkdóma. Tíu af tólf minniháttar Rúna sagði í Reykjavík síðdegis í dag að nú hefðu Lyfjastofnun borist tólf tilkynningar þar sem grunur væri um aukaverkanir. Tíu af tólf væru minniháttar og dæmi um „klassískar“ aukaverkanir af bólusetningu; einkenni á stungustað, svimi, þreyta, höfuðverkur og ógleði. Í tveimur tilfellum, þar sem sjúklingar létust, hafi verið tilkynnt um andlátin sem hugsanlegar alvarlegar aukaverkanir. Annað tilfellið hefði landlæknir minnst á á upplýsingafundi í morgun. „Það er dauðsfall sem átti sér stað og það var aldraður sjúklingur með undirliggjandi sjúkdóm. Það eru óljós tengsl milli bólusetningarinnar og þessa,“ sagði Rúna. Hin tilkynningin sneri að einstaklingi sem lenti á gjörgæslu en sá hefði einnig verið með undirliggjandi sjúkdóm. Mikilvægt að tilkynna aukaverkanir Rúna benti á að í þessari fyrstu umferð væri verið að bólusetja elsta og veikasta hóp þjóðarinnar; margir séu aldraðir með undirliggjandi sjúkdóma og langvinn veikindi. Í tilvikum sem þessum væri jafnframt oft ekki hægt að finna orsakasamhengi. Þegar tilkynningar berist fari ferli í gang hjá Lyfjastofnun, embætti landlæknis og Lyfjastofnun Evrópu. „En þetta verður allt skoðað og þess vegna leggjum við mikla áherslu á að aukaverkanir séu tilkynntar, það er mjög mikilvægt að fá þær inn til að safna þessum upplýsingum,“ sagði Rúna. Þá áréttaði hún að í alvarlegu tilfellunum væri alls ekki víst að um aukaverkun af bóluefninu væri að ræða. „Það er ekki víst að þetta sé aukaverkun af lyfinu, alls ekki, að það sé orsakasamhengi við það. En það er mikilvægt að tilkynna þetta svo þetta sé skoðað, því það er orsakasamhengi í tíma. Þó að þetta séu einstaklingar sem eru aldraðir og með undirliggjandi sjúkdóma. Þannig að það er mikilvægt að safna þessum upplýsingum,“ sagði Rúna. Innt eftir því hvort einhver leið væri að tengja dauðsfallið og bóluefnið saman með óyggjandi hætti, þ.e. að bóluefnið hafi mögulega orsakað andlátið eða átt þátt í því, sagði Rúna að á því væru hverfandi líkur. „Í þessu tilviki eru það hverfandi líkur. Ég get í rauninni ekkert sagt um það eins og er.“ Ráða mátti af orðum Rúnu í Reykjavík síðdegis að aðeins hefði verið tilkynnt um eitt andlát í kjölfar bólusetningar hér á landi. Rúna staðfestir þó í samtali við fréttastofu að andlátin séu þrjú. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 17:50. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Jafnvel von á meira bóluefni fyrr en búist var við Sóttvarnalæknir telur að vonast megi til þess að meira bóluefni berist til landsins fyrr en talið hefur verið til þessa. Þá sé „mjög óráðlegt“ að hans mati að gefa bóluefni á annan máta en framleiðendur og rannsóknir mæla með, til dæmis í hálfum skömmtum. 4. janúar 2021 12:30 „Hugsanlega ein alvarleg“ tilkynning um aukaverkanir vegna bólusetningar Sjö tilkynningar um aukaverkanir í kjölfar bólusetningar við kórónuveirunni hafa borist Lyfjastofnun Íslands, þar af „hugsanlega ein alvarleg“. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 4. janúar 2021 11:36 Tíu greindust innanlands í gær Alls greindust tíu með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra voru í sóttkví. Þá greindust þrettán manns á landamærunum. Þrír þeirra reyndust með virkt smit, hjá hinum er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. 4. janúar 2021 10:48 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Alma Möller landlæknir minntist á að Lyfjastofnun hefði í morgun fengið sjö tilkynningar um aukaverkanir eftir fyrstu bólusetningu af bóluefni Pfizer, sem hófst hér á landi 29. desember. Þar af væri ein „hugsanlega alvarleg“ tilkynning en orsakasamhengið lægi þó ekki fyrir vegna undirliggjandi sjúkdóma. Tíu af tólf minniháttar Rúna sagði í Reykjavík síðdegis í dag að nú hefðu Lyfjastofnun borist tólf tilkynningar þar sem grunur væri um aukaverkanir. Tíu af tólf væru minniháttar og dæmi um „klassískar“ aukaverkanir af bólusetningu; einkenni á stungustað, svimi, þreyta, höfuðverkur og ógleði. Í tveimur tilfellum, þar sem sjúklingar létust, hafi verið tilkynnt um andlátin sem hugsanlegar alvarlegar aukaverkanir. Annað tilfellið hefði landlæknir minnst á á upplýsingafundi í morgun. „Það er dauðsfall sem átti sér stað og það var aldraður sjúklingur með undirliggjandi sjúkdóm. Það eru óljós tengsl milli bólusetningarinnar og þessa,“ sagði Rúna. Hin tilkynningin sneri að einstaklingi sem lenti á gjörgæslu en sá hefði einnig verið með undirliggjandi sjúkdóm. Mikilvægt að tilkynna aukaverkanir Rúna benti á að í þessari fyrstu umferð væri verið að bólusetja elsta og veikasta hóp þjóðarinnar; margir séu aldraðir með undirliggjandi sjúkdóma og langvinn veikindi. Í tilvikum sem þessum væri jafnframt oft ekki hægt að finna orsakasamhengi. Þegar tilkynningar berist fari ferli í gang hjá Lyfjastofnun, embætti landlæknis og Lyfjastofnun Evrópu. „En þetta verður allt skoðað og þess vegna leggjum við mikla áherslu á að aukaverkanir séu tilkynntar, það er mjög mikilvægt að fá þær inn til að safna þessum upplýsingum,“ sagði Rúna. Þá áréttaði hún að í alvarlegu tilfellunum væri alls ekki víst að um aukaverkun af bóluefninu væri að ræða. „Það er ekki víst að þetta sé aukaverkun af lyfinu, alls ekki, að það sé orsakasamhengi við það. En það er mikilvægt að tilkynna þetta svo þetta sé skoðað, því það er orsakasamhengi í tíma. Þó að þetta séu einstaklingar sem eru aldraðir og með undirliggjandi sjúkdóma. Þannig að það er mikilvægt að safna þessum upplýsingum,“ sagði Rúna. Innt eftir því hvort einhver leið væri að tengja dauðsfallið og bóluefnið saman með óyggjandi hætti, þ.e. að bóluefnið hafi mögulega orsakað andlátið eða átt þátt í því, sagði Rúna að á því væru hverfandi líkur. „Í þessu tilviki eru það hverfandi líkur. Ég get í rauninni ekkert sagt um það eins og er.“ Ráða mátti af orðum Rúnu í Reykjavík síðdegis að aðeins hefði verið tilkynnt um eitt andlát í kjölfar bólusetningar hér á landi. Rúna staðfestir þó í samtali við fréttastofu að andlátin séu þrjú. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við það. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 17:50.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Jafnvel von á meira bóluefni fyrr en búist var við Sóttvarnalæknir telur að vonast megi til þess að meira bóluefni berist til landsins fyrr en talið hefur verið til þessa. Þá sé „mjög óráðlegt“ að hans mati að gefa bóluefni á annan máta en framleiðendur og rannsóknir mæla með, til dæmis í hálfum skömmtum. 4. janúar 2021 12:30 „Hugsanlega ein alvarleg“ tilkynning um aukaverkanir vegna bólusetningar Sjö tilkynningar um aukaverkanir í kjölfar bólusetningar við kórónuveirunni hafa borist Lyfjastofnun Íslands, þar af „hugsanlega ein alvarleg“. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 4. janúar 2021 11:36 Tíu greindust innanlands í gær Alls greindust tíu með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra voru í sóttkví. Þá greindust þrettán manns á landamærunum. Þrír þeirra reyndust með virkt smit, hjá hinum er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. 4. janúar 2021 10:48 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Jafnvel von á meira bóluefni fyrr en búist var við Sóttvarnalæknir telur að vonast megi til þess að meira bóluefni berist til landsins fyrr en talið hefur verið til þessa. Þá sé „mjög óráðlegt“ að hans mati að gefa bóluefni á annan máta en framleiðendur og rannsóknir mæla með, til dæmis í hálfum skömmtum. 4. janúar 2021 12:30
„Hugsanlega ein alvarleg“ tilkynning um aukaverkanir vegna bólusetningar Sjö tilkynningar um aukaverkanir í kjölfar bólusetningar við kórónuveirunni hafa borist Lyfjastofnun Íslands, þar af „hugsanlega ein alvarleg“. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 4. janúar 2021 11:36
Tíu greindust innanlands í gær Alls greindust tíu með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra voru í sóttkví. Þá greindust þrettán manns á landamærunum. Þrír þeirra reyndust með virkt smit, hjá hinum er beðið niðurstöðu mótefnamælingar. 4. janúar 2021 10:48