Yfirlæknir á Grund segir ekkert hægt að segja um bein tengsl milli bólusetningar og andláts Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. janúar 2021 19:07 Yfirlæknir á Grund segir fulla ástæðu til að fylgjast vel með áhrifum bólusetninga á fólk í viðkvæmum hópum. Þrjú andlát eftir bólusetningu gegn Covid-19 hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands. Karlmaður á hjúkrunarheimili lést nokkrum dögum eftir bólusetningu og segir yfirlæknir á Grund mikilvægt að fylgjast vel með áhrifum bólusetninga á fólkið í viðkvæmasta hópnum. Lyfjastofnun hefur alls borist sextán tilkynningar um mögulegar aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni. Fjórar teljast alvarlegar og þar af eru dauðsföllin þrjú. Í öllum tilfellum var um að ræða aldraða einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma. Einn þeirra var karlmaður á níræðisaldri sem var bólusettur var á hjúkrunarheimilinu Mörk á miðvikudag líkt og aðrir heimilismenn. Hann lést um helgina. Mörkin er hluti af Grundarheimilunum og segir yfirlæknir þar andlátið hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands, þar sem stofnunin heldur utan um aukaverkanir lyfja. „En það er ekki þar með sagt að við teljum að það sé beint orsakasamband þarna á milli. Við erum með mjög viðkvæman hóp, hvort sem það er fyrir covid eða öðru,“ segir Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund. Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund.vísir/skjáskot Hún segir að öll andlát sem munu eiga sér stað í kringum bólusetningar verði tilkynnt. Hún telur að yfir 95 prósent heimilismanna hafi nú fengið fyrri skammt af bóluefni.„ Þetta eru örfáir sem annað hvort vildu ekki eða voru of veikir til að fá það.“ Bólusetning hafi annars gengið vel og algengustu aukaverkanir voru vægur hiti og beinverkir. „En það eru kannski nokkur tilfelli þar sem eru roði á stungustað, vöðvaverkir, nefrennsli og eitthvað slíkt. Annars vitum við ekki af neinu öruggu alvarlegu tilfelli.“ Helga segir fulla ástæðu til að fylgjast sérstaklega vel með áhrifum bólusetningar á fólk á hjúkrunarheimilum. „Það hefði svo sem verið ágætt ef það hefði náðst tími fyrir bólusetninguna, að við hefðum getað haft standardíserað eyðublað, til þess að fylla út fyrir hvern og einn. Vegna þess að það er ekki mikið af rannsóknum sem hafa verið gerðar á þessum hópum í heiminum. Það hefur verið eitthvað af eldra fólki í rannsóknum en ekki mikið á hjúkrunarheimilum, sem er náttúrulega viðkvæmasti hópurinn fyrir vondri útkomu á öllu sem við gerum. Þess vegnar finnst mér full ástæða til þess að það sé skoðað sérstaklega.“ Getty Þrátt fyrir mögulega áhættu efast hún ekki um að rétt sé að bólusetja hópinn. „Í mínum huga er engin spurning að bólusetningin sé betri en það ástand sem verið hefur. Jafnvel þó einhverjir örfáir myndu fara illa út úr því. Þetta hefur verið mjög erfitt ár á hjúkrunarheimilum og erlendis hefur því verið lýst að allt að fjörtíu prósent af þeim sem hafa látist vegna Covid hafi verið fólk á á hjúkrunarheimilum. Þessu hefur fylgt veruleg félagsleg einangrun þar sem við höfum þurft að takmarka og jafnvel banna heimsóknir. Þetta hefur allt haft veruleg áhrif á lífsgæði fólks,“ segir Helga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Lyfjastofnun hefur alls borist sextán tilkynningar um mögulegar aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni. Fjórar teljast alvarlegar og þar af eru dauðsföllin þrjú. Í öllum tilfellum var um að ræða aldraða einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma. Einn þeirra var karlmaður á níræðisaldri sem var bólusettur var á hjúkrunarheimilinu Mörk á miðvikudag líkt og aðrir heimilismenn. Hann lést um helgina. Mörkin er hluti af Grundarheimilunum og segir yfirlæknir þar andlátið hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands, þar sem stofnunin heldur utan um aukaverkanir lyfja. „En það er ekki þar með sagt að við teljum að það sé beint orsakasamband þarna á milli. Við erum með mjög viðkvæman hóp, hvort sem það er fyrir covid eða öðru,“ segir Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund. Helga Hansdóttir, yfirlæknir á Grund.vísir/skjáskot Hún segir að öll andlát sem munu eiga sér stað í kringum bólusetningar verði tilkynnt. Hún telur að yfir 95 prósent heimilismanna hafi nú fengið fyrri skammt af bóluefni.„ Þetta eru örfáir sem annað hvort vildu ekki eða voru of veikir til að fá það.“ Bólusetning hafi annars gengið vel og algengustu aukaverkanir voru vægur hiti og beinverkir. „En það eru kannski nokkur tilfelli þar sem eru roði á stungustað, vöðvaverkir, nefrennsli og eitthvað slíkt. Annars vitum við ekki af neinu öruggu alvarlegu tilfelli.“ Helga segir fulla ástæðu til að fylgjast sérstaklega vel með áhrifum bólusetningar á fólk á hjúkrunarheimilum. „Það hefði svo sem verið ágætt ef það hefði náðst tími fyrir bólusetninguna, að við hefðum getað haft standardíserað eyðublað, til þess að fylla út fyrir hvern og einn. Vegna þess að það er ekki mikið af rannsóknum sem hafa verið gerðar á þessum hópum í heiminum. Það hefur verið eitthvað af eldra fólki í rannsóknum en ekki mikið á hjúkrunarheimilum, sem er náttúrulega viðkvæmasti hópurinn fyrir vondri útkomu á öllu sem við gerum. Þess vegnar finnst mér full ástæða til þess að það sé skoðað sérstaklega.“ Getty Þrátt fyrir mögulega áhættu efast hún ekki um að rétt sé að bólusetja hópinn. „Í mínum huga er engin spurning að bólusetningin sé betri en það ástand sem verið hefur. Jafnvel þó einhverjir örfáir myndu fara illa út úr því. Þetta hefur verið mjög erfitt ár á hjúkrunarheimilum og erlendis hefur því verið lýst að allt að fjörtíu prósent af þeim sem hafa látist vegna Covid hafi verið fólk á á hjúkrunarheimilum. Þessu hefur fylgt veruleg félagsleg einangrun þar sem við höfum þurft að takmarka og jafnvel banna heimsóknir. Þetta hefur allt haft veruleg áhrif á lífsgæði fólks,“ segir Helga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira