Lengi hafi legið í loftinu að Þjóðverjinn myndi fá reisupassann en skömmu fyrir áramót var það svo staðfest. Skömmu síðar var svo Mauricio Pochettino ráðinn stjóri frönsku meistaranna.
Silva lék á árunum 2012 til 2020 með PSG en samningur hans var ekki framlengdur svo hann gekk í raðir Chelsea í sumar. Silva hrökk ekki við er hann heyrði af brottrekstri Tuchel.
„Þetta var fyrirsjáanlegt, að þetta myndi enda svona. Ég veit ekki hvers vegna hann var rekinn en eftir að hafa verið þarna vissi ég að það væru vandamál innanborðs sem þyrfti að leysa,“ sagði Silva í samtali við RMC Sports.
„Þess vegna tók Leonardo þetta í sínar eigin hendur, þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið besti tímapunkturinn,“ sagði Silva en Leonardo er yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG.
Síðasti leikur Tuchel var 4-0 sigur á Strasbourg en fyrsti leikur Pochettino er á miðvikudaginn kemur.
PSG : Thiago Silva évoque le départ «prévisible» de Thomas Tuchel
— Le Parisien (@le_Parisien) January 4, 2021
https://t.co/DRGv8LxBUL pic.twitter.com/ytY4PUZKEV