Aukakosningarnar skipta sköpum fyrir verðandi forsetann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2021 23:26 Úrslit kosninganna í Georgíu munu koma til með að skipta miklu máli fyrir Joe Biden. Chip Somodevilla/Getty Á morgun fara fram aukakosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Tveir sitjandi öldungadeildarþingmenn Georgíuríkis, báðir Repúblikanar, sækjast eftir endurkjöri. Niðurstöður kosninganna gætu litað fyrstu ár forsetatíðar Joes Biden mikið. Þær munu ráða því hvort Repúblikanar halda meirihluta sínum í deildinni eða ekki. Kosningarnar eru því gífurlega mikilvægar og bæði Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, og Donald Trump, fráfarandi forseti, hafa ferðast til Georgíu til að taka þátt í síðustu kosningaviðburðum sinna flokka í ríkinu. Repúblikanarnir tveir sem sækjast eftir endurkjöri eru þau Kelly Loeffler og David Perdue. Mótframbjóðandi Loeffler er Demókratinn Raphael Warnock, en flokksbróðir hans, Jon Ossoff, sækist eftir því að velta Perdue úr sessi. Takist báðum Demókrötum að vinna sigur í kosningunum verður jafnt milli flokka í öldungadeildinni, þar sem fimmtíu sæti myndi falla hvorum flokki í skaut. Hvorugur flokkurinn næði þannig meirihluta en þegar svo er hefur varaforsetinn, í þessu tilfelli Kamala Harris, úrslitaatkvæði. Tæknilega séð hafa Demókratar þó aðeins tryggt sér 46 sæti í öldungadeildinni, en óháðu þingmennirnir tveir, Bernie Sanders og Angus King hafa almennt greitt atkvæði með stefnumálum Demókrata í þinginu. Kamala Harris fengi úrslitaatkvæðið Í þingkosningunum sem fóru fram samhliða forsetakosningunum í nóvember tókst Demókrötum að halda meirihluta sínum í neðri deild þingsins, fulltrúadeildinni. Nái Demókratar báðum þeim sætum sem til boða standa í öldungadeildinni myndi það þýða að Repúblikanar væru hvergi í meirihluta, og gæti það haft verulega þýðingu fyrir þau áhrif sem Joe Biden gæti haft í upphafi forsetatíðar sinnar. Það myndi þýða að Demókratar hefðu í raun algjört löggjafarvald og myndi að öllum líkindum auðvelda Biden til muna að koma sínum stefnumálum í gegnum þingið, sem og að fá samþykkta þá einstaklinga sem hann tilnefnir í ríkisstjórn sína. Sérfræðingar vestanhafs telja nánast öruggt að ef Demókrötunum tveimur tekst ekki að vinna kosningarnar myndu Repúblikanar nota meirihluta sinn í öldungadeildinni til að koma í veg fyrir að Biden kæmi mörgum af sínum stefnumálum óbreyttum í gegnum þingið. Samkvæmt reiknilíkani FiveThirtyEight mælast báðir frambjóðendur Demókrata með meira fylgi en andstæðingar sínir, þó litlu muni. Þannig mælist Ossoff með 1,6 prósentustiga forystu á Perdue, og Warnock með 2,1 prósentustiga forystu á Loeffler. Joe Biden vann ríkið í forsetakosningunum gegn Donald Trump með 11.799 atkvæðum. Var það í fyrsta sinn síðan 1992 sem Demókrati hafði betur í forsetakosningum í ríkinu. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti flokksbróður sinn í Repúblikanaflokknum og innanríkisráðherra Georgíuríkis, Brad Raffensperger, til þess að „finna“ nógu mörg atkvæði í ríkinu til þess að snúa stöðunni í forsetakosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum í nóvember. 3. janúar 2021 20:43 Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. 15. desember 2020 21:01 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Kosningarnar eru því gífurlega mikilvægar og bæði Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, og Donald Trump, fráfarandi forseti, hafa ferðast til Georgíu til að taka þátt í síðustu kosningaviðburðum sinna flokka í ríkinu. Repúblikanarnir tveir sem sækjast eftir endurkjöri eru þau Kelly Loeffler og David Perdue. Mótframbjóðandi Loeffler er Demókratinn Raphael Warnock, en flokksbróðir hans, Jon Ossoff, sækist eftir því að velta Perdue úr sessi. Takist báðum Demókrötum að vinna sigur í kosningunum verður jafnt milli flokka í öldungadeildinni, þar sem fimmtíu sæti myndi falla hvorum flokki í skaut. Hvorugur flokkurinn næði þannig meirihluta en þegar svo er hefur varaforsetinn, í þessu tilfelli Kamala Harris, úrslitaatkvæði. Tæknilega séð hafa Demókratar þó aðeins tryggt sér 46 sæti í öldungadeildinni, en óháðu þingmennirnir tveir, Bernie Sanders og Angus King hafa almennt greitt atkvæði með stefnumálum Demókrata í þinginu. Kamala Harris fengi úrslitaatkvæðið Í þingkosningunum sem fóru fram samhliða forsetakosningunum í nóvember tókst Demókrötum að halda meirihluta sínum í neðri deild þingsins, fulltrúadeildinni. Nái Demókratar báðum þeim sætum sem til boða standa í öldungadeildinni myndi það þýða að Repúblikanar væru hvergi í meirihluta, og gæti það haft verulega þýðingu fyrir þau áhrif sem Joe Biden gæti haft í upphafi forsetatíðar sinnar. Það myndi þýða að Demókratar hefðu í raun algjört löggjafarvald og myndi að öllum líkindum auðvelda Biden til muna að koma sínum stefnumálum í gegnum þingið, sem og að fá samþykkta þá einstaklinga sem hann tilnefnir í ríkisstjórn sína. Sérfræðingar vestanhafs telja nánast öruggt að ef Demókrötunum tveimur tekst ekki að vinna kosningarnar myndu Repúblikanar nota meirihluta sinn í öldungadeildinni til að koma í veg fyrir að Biden kæmi mörgum af sínum stefnumálum óbreyttum í gegnum þingið. Samkvæmt reiknilíkani FiveThirtyEight mælast báðir frambjóðendur Demókrata með meira fylgi en andstæðingar sínir, þó litlu muni. Þannig mælist Ossoff með 1,6 prósentustiga forystu á Perdue, og Warnock með 2,1 prósentustiga forystu á Loeffler. Joe Biden vann ríkið í forsetakosningunum gegn Donald Trump með 11.799 atkvæðum. Var það í fyrsta sinn síðan 1992 sem Demókrati hafði betur í forsetakosningum í ríkinu.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti flokksbróður sinn í Repúblikanaflokknum og innanríkisráðherra Georgíuríkis, Brad Raffensperger, til þess að „finna“ nógu mörg atkvæði í ríkinu til þess að snúa stöðunni í forsetakosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum í nóvember. 3. janúar 2021 20:43 Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. 15. desember 2020 21:01 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Trump þrýsti á flokksbróður og hótaði til að hagræða úrslitunum Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti flokksbróður sinn í Repúblikanaflokknum og innanríkisráðherra Georgíuríkis, Brad Raffensperger, til þess að „finna“ nógu mörg atkvæði í ríkinu til þess að snúa stöðunni í forsetakosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum í nóvember. 3. janúar 2021 20:43
Fjárframlög vegna aukakosninga enda í sjóðum Trumps Háttsettir Repúblikanar eru reiðir vegna fjáröflunar Donalds Trump, fráfarandi forseta, í tengslum við aukakosningarnar í Georgíu í næsta mánuði. Trump hefur verið duglegur við að senda stuðningsmönnum sínum skilaboð um að fjárveitinga sé þörf, svo Repúblikanaflokkurinn geti tryggt sér þau tvö öldungadeildarsæti sem kjósa á um í Georgíu. 15. desember 2020 21:01
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent