Solskjær í Manchester-slaginn án afsakana Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2021 15:45 Ole Gunnar Solskjær ætlar sér að vinna titla með Manchester United. Getty/Rui Vieira Ole Gunnar Solskjær segir að það yrði stórt skref fyrir lið sitt að landa titli en Manchester United mætir Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins í fótbolta annað kvöld. United hefur ekki landað titli síðan vorið 2017 þegar liðið vann Evrópudeildina. Liðið komst í undanúrslit deildabikarsins í fyrra og mætti þá einnig City en tapaði einvíginu samanlagt 3-2 í tveimur leikjum. Vegna kórónuveirufaraldursins verða ekki tveir leikir á milli liðanna nú heldur verður leikið til þrautar á Old Trafford annað kvöld. „Við erum með gott sjálfstraust,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi fyrir leikinn á morgun. Hann er með sinn sterkasta hóp fyrir utan að Edinson Cavani tekur út annan leikinn í þriggja leikja banni sem hann fékk fyrir skrif á samfélagsmiðlum. „Við förum í þennan leik í góðu formi svo það eru engar afsakanir. Næsti leikur er alltaf mikilvægur en í undanúrslitaleik fær maður tækifæri til að komast í úrslitaleik og krækja í bikar, sem yrði mjög stórt skref fyrir þetta lið,“ sagði Solskjær. „Við höfum þróast mikið síðustu tólf mánuðina frá því að við vorum síðast í undanúrslitum deildabikarsins. En þetta snýst ekki bara um að læra að vinna undanúrslitaleiki. Við höfum líka unnið fyrir því að líða þannig að við getum farið alla leið með okkar frammistöðu. Maður spilar fótbolta til að vinna titla, jafnvel þó að þegar maður vinnur titil þá stefni maður bara á þann næsta. Þetta eykur hungrið í að fá meira. Hópurinn er einbeittur og við erum klárir í slaginn og teljum okkur vel undirbúna fyrir þennan leik,“ sagði Solskjær. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
United hefur ekki landað titli síðan vorið 2017 þegar liðið vann Evrópudeildina. Liðið komst í undanúrslit deildabikarsins í fyrra og mætti þá einnig City en tapaði einvíginu samanlagt 3-2 í tveimur leikjum. Vegna kórónuveirufaraldursins verða ekki tveir leikir á milli liðanna nú heldur verður leikið til þrautar á Old Trafford annað kvöld. „Við erum með gott sjálfstraust,“ sagði Solskjær á blaðamannafundi fyrir leikinn á morgun. Hann er með sinn sterkasta hóp fyrir utan að Edinson Cavani tekur út annan leikinn í þriggja leikja banni sem hann fékk fyrir skrif á samfélagsmiðlum. „Við förum í þennan leik í góðu formi svo það eru engar afsakanir. Næsti leikur er alltaf mikilvægur en í undanúrslitaleik fær maður tækifæri til að komast í úrslitaleik og krækja í bikar, sem yrði mjög stórt skref fyrir þetta lið,“ sagði Solskjær. „Við höfum þróast mikið síðustu tólf mánuðina frá því að við vorum síðast í undanúrslitum deildabikarsins. En þetta snýst ekki bara um að læra að vinna undanúrslitaleiki. Við höfum líka unnið fyrir því að líða þannig að við getum farið alla leið með okkar frammistöðu. Maður spilar fótbolta til að vinna titla, jafnvel þó að þegar maður vinnur titil þá stefni maður bara á þann næsta. Þetta eykur hungrið í að fá meira. Hópurinn er einbeittur og við erum klárir í slaginn og teljum okkur vel undirbúna fyrir þennan leik,“ sagði Solskjær. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira