Trent tókst að tapa boltanum 38 sinnum á aðeins 77 mínútum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2021 19:30 Trent Alexander-Arnold talar við Jürgen Klopp í leiknum á móti Southampton í gær. Getty/Andrew Powell Trent Alexander-Arnold hefur átt mjög erfitt uppdráttar á þessu tímabili og bakvörðurinn er að koma illa út í tölfræðinni. Það gengur lítið hjá Liverpool þessa dagana og þetta kristallast hvergi betur en í frammistöðu enska landsliðsbakvarðarins Trent Alexander-Arnold. Það hefur verið mikið látið með Trent Alexander-Arnold á undanförnum árum. Strákurinn vann sér ungur sæti í Liverpool liðinu og var síðan kominn í hóp bestu bakvarða heims. Það var útlit fyrir mjög bjarta framtíð hjá þessum strák sem hefur komið upp um unglingastarfið hjá Liverpool og er því sérstaklega vinsæll hjá stuðningsmönnum Liverpool. Lost possession 38 times in 77 minutes Made a mistake for Southampton's goal Looked completely lostWhat has happened to the best right-back in the world? #LFC https://t.co/n96Cf6ZZFP— GiveMeSport Football (@GMS__Football) January 5, 2021 Trent Alexander-Arnold var á dögunum valinn í lið ársins hjá FIFA eftir að hafa hjálpað Liverpool að vinna ensku deildina í fyrsta sinn í þrjátíu ár á síðasta tímabili. Nú virðist öldin vera önnur hjá hinum 22 ára gamla Trent Alexander-Arnold sem er annað hvort alveg útkeyrður eða búinn að missa sjálfstraustið. Liverpool liðið tapaði 1-0 á móti Southampton í gær þar sem sigurmarkið kom eftir mistök Alexander-Arnold. Alexander-Arnold átti síðan svo lélegan leik að Jürgen Klopp varð að taka hann af velli á 77. mínútu. Þá hafði stráknum tekist að tapa boltanum 38 sinnum í leiknum. Hann spilaði í 77 mínútur og missti því boltann á tveggja mínútna fresti. 23.8% - Trent Alexander-Arnold has lost possession of the ball with 23.8% of his touches in Premier League games this season (327/1372); of all outfielders with at least 500 touches, 61 players have lost possession more often in relation to their number of touches. Mythbusters. pic.twitter.com/a7ZCy1V16j— OptaJoe (@OptaJoe) January 5, 2021 Sóknarleikur Liverpool hefur verið hálflíflaus að undanförnu og liðið hefur ekki skorað í meira en fjóra klukkutíma í ensku úrvalsdeildinni. Tveir markalausir leikir í röð og þrír leikir í röð án sigurs. Það hefur ekki hjálpað til að Trent Alexander-Arnold er langt frá sínu besta. Bakverðir Liverpool hafa verið stoðsendingahæstu leikmenn liðsins og sóknin fer mikið í gegnum þá. Slök frammistaða Trent hefur því mikil áhrif. Nú hafa knattspyrnusérfræðingar kallað eftir því að Klopp þurfi að gera eitthvað til að koma Trent Alexander-Arnold aftur í gírinn. Klopp gæti tekið hann út úr liðinu og það verður að teljast líklegt eftir frammistöðuna í gær. Hvort að hann verði settur á bekkinn eða hvíldur alveg verður að koma í ljós. Það er alla vega ljóst að strákurinn upplifði sannkallaða martröð í gær og spilar ekki mikið verr. Leiðin ætti því bara vera upp á við eftir þetta. Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fleiri fréttir Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira
Það gengur lítið hjá Liverpool þessa dagana og þetta kristallast hvergi betur en í frammistöðu enska landsliðsbakvarðarins Trent Alexander-Arnold. Það hefur verið mikið látið með Trent Alexander-Arnold á undanförnum árum. Strákurinn vann sér ungur sæti í Liverpool liðinu og var síðan kominn í hóp bestu bakvarða heims. Það var útlit fyrir mjög bjarta framtíð hjá þessum strák sem hefur komið upp um unglingastarfið hjá Liverpool og er því sérstaklega vinsæll hjá stuðningsmönnum Liverpool. Lost possession 38 times in 77 minutes Made a mistake for Southampton's goal Looked completely lostWhat has happened to the best right-back in the world? #LFC https://t.co/n96Cf6ZZFP— GiveMeSport Football (@GMS__Football) January 5, 2021 Trent Alexander-Arnold var á dögunum valinn í lið ársins hjá FIFA eftir að hafa hjálpað Liverpool að vinna ensku deildina í fyrsta sinn í þrjátíu ár á síðasta tímabili. Nú virðist öldin vera önnur hjá hinum 22 ára gamla Trent Alexander-Arnold sem er annað hvort alveg útkeyrður eða búinn að missa sjálfstraustið. Liverpool liðið tapaði 1-0 á móti Southampton í gær þar sem sigurmarkið kom eftir mistök Alexander-Arnold. Alexander-Arnold átti síðan svo lélegan leik að Jürgen Klopp varð að taka hann af velli á 77. mínútu. Þá hafði stráknum tekist að tapa boltanum 38 sinnum í leiknum. Hann spilaði í 77 mínútur og missti því boltann á tveggja mínútna fresti. 23.8% - Trent Alexander-Arnold has lost possession of the ball with 23.8% of his touches in Premier League games this season (327/1372); of all outfielders with at least 500 touches, 61 players have lost possession more often in relation to their number of touches. Mythbusters. pic.twitter.com/a7ZCy1V16j— OptaJoe (@OptaJoe) January 5, 2021 Sóknarleikur Liverpool hefur verið hálflíflaus að undanförnu og liðið hefur ekki skorað í meira en fjóra klukkutíma í ensku úrvalsdeildinni. Tveir markalausir leikir í röð og þrír leikir í röð án sigurs. Það hefur ekki hjálpað til að Trent Alexander-Arnold er langt frá sínu besta. Bakverðir Liverpool hafa verið stoðsendingahæstu leikmenn liðsins og sóknin fer mikið í gegnum þá. Slök frammistaða Trent hefur því mikil áhrif. Nú hafa knattspyrnusérfræðingar kallað eftir því að Klopp þurfi að gera eitthvað til að koma Trent Alexander-Arnold aftur í gírinn. Klopp gæti tekið hann út úr liðinu og það verður að teljast líklegt eftir frammistöðuna í gær. Hvort að hann verði settur á bekkinn eða hvíldur alveg verður að koma í ljós. Það er alla vega ljóst að strákurinn upplifði sannkallaða martröð í gær og spilar ekki mikið verr. Leiðin ætti því bara vera upp á við eftir þetta.
Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fleiri fréttir Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira