Trent tókst að tapa boltanum 38 sinnum á aðeins 77 mínútum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2021 19:30 Trent Alexander-Arnold talar við Jürgen Klopp í leiknum á móti Southampton í gær. Getty/Andrew Powell Trent Alexander-Arnold hefur átt mjög erfitt uppdráttar á þessu tímabili og bakvörðurinn er að koma illa út í tölfræðinni. Það gengur lítið hjá Liverpool þessa dagana og þetta kristallast hvergi betur en í frammistöðu enska landsliðsbakvarðarins Trent Alexander-Arnold. Það hefur verið mikið látið með Trent Alexander-Arnold á undanförnum árum. Strákurinn vann sér ungur sæti í Liverpool liðinu og var síðan kominn í hóp bestu bakvarða heims. Það var útlit fyrir mjög bjarta framtíð hjá þessum strák sem hefur komið upp um unglingastarfið hjá Liverpool og er því sérstaklega vinsæll hjá stuðningsmönnum Liverpool. Lost possession 38 times in 77 minutes Made a mistake for Southampton's goal Looked completely lostWhat has happened to the best right-back in the world? #LFC https://t.co/n96Cf6ZZFP— GiveMeSport Football (@GMS__Football) January 5, 2021 Trent Alexander-Arnold var á dögunum valinn í lið ársins hjá FIFA eftir að hafa hjálpað Liverpool að vinna ensku deildina í fyrsta sinn í þrjátíu ár á síðasta tímabili. Nú virðist öldin vera önnur hjá hinum 22 ára gamla Trent Alexander-Arnold sem er annað hvort alveg útkeyrður eða búinn að missa sjálfstraustið. Liverpool liðið tapaði 1-0 á móti Southampton í gær þar sem sigurmarkið kom eftir mistök Alexander-Arnold. Alexander-Arnold átti síðan svo lélegan leik að Jürgen Klopp varð að taka hann af velli á 77. mínútu. Þá hafði stráknum tekist að tapa boltanum 38 sinnum í leiknum. Hann spilaði í 77 mínútur og missti því boltann á tveggja mínútna fresti. 23.8% - Trent Alexander-Arnold has lost possession of the ball with 23.8% of his touches in Premier League games this season (327/1372); of all outfielders with at least 500 touches, 61 players have lost possession more often in relation to their number of touches. Mythbusters. pic.twitter.com/a7ZCy1V16j— OptaJoe (@OptaJoe) January 5, 2021 Sóknarleikur Liverpool hefur verið hálflíflaus að undanförnu og liðið hefur ekki skorað í meira en fjóra klukkutíma í ensku úrvalsdeildinni. Tveir markalausir leikir í röð og þrír leikir í röð án sigurs. Það hefur ekki hjálpað til að Trent Alexander-Arnold er langt frá sínu besta. Bakverðir Liverpool hafa verið stoðsendingahæstu leikmenn liðsins og sóknin fer mikið í gegnum þá. Slök frammistaða Trent hefur því mikil áhrif. Nú hafa knattspyrnusérfræðingar kallað eftir því að Klopp þurfi að gera eitthvað til að koma Trent Alexander-Arnold aftur í gírinn. Klopp gæti tekið hann út úr liðinu og það verður að teljast líklegt eftir frammistöðuna í gær. Hvort að hann verði settur á bekkinn eða hvíldur alveg verður að koma í ljós. Það er alla vega ljóst að strákurinn upplifði sannkallaða martröð í gær og spilar ekki mikið verr. Leiðin ætti því bara vera upp á við eftir þetta. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Það gengur lítið hjá Liverpool þessa dagana og þetta kristallast hvergi betur en í frammistöðu enska landsliðsbakvarðarins Trent Alexander-Arnold. Það hefur verið mikið látið með Trent Alexander-Arnold á undanförnum árum. Strákurinn vann sér ungur sæti í Liverpool liðinu og var síðan kominn í hóp bestu bakvarða heims. Það var útlit fyrir mjög bjarta framtíð hjá þessum strák sem hefur komið upp um unglingastarfið hjá Liverpool og er því sérstaklega vinsæll hjá stuðningsmönnum Liverpool. Lost possession 38 times in 77 minutes Made a mistake for Southampton's goal Looked completely lostWhat has happened to the best right-back in the world? #LFC https://t.co/n96Cf6ZZFP— GiveMeSport Football (@GMS__Football) January 5, 2021 Trent Alexander-Arnold var á dögunum valinn í lið ársins hjá FIFA eftir að hafa hjálpað Liverpool að vinna ensku deildina í fyrsta sinn í þrjátíu ár á síðasta tímabili. Nú virðist öldin vera önnur hjá hinum 22 ára gamla Trent Alexander-Arnold sem er annað hvort alveg útkeyrður eða búinn að missa sjálfstraustið. Liverpool liðið tapaði 1-0 á móti Southampton í gær þar sem sigurmarkið kom eftir mistök Alexander-Arnold. Alexander-Arnold átti síðan svo lélegan leik að Jürgen Klopp varð að taka hann af velli á 77. mínútu. Þá hafði stráknum tekist að tapa boltanum 38 sinnum í leiknum. Hann spilaði í 77 mínútur og missti því boltann á tveggja mínútna fresti. 23.8% - Trent Alexander-Arnold has lost possession of the ball with 23.8% of his touches in Premier League games this season (327/1372); of all outfielders with at least 500 touches, 61 players have lost possession more often in relation to their number of touches. Mythbusters. pic.twitter.com/a7ZCy1V16j— OptaJoe (@OptaJoe) January 5, 2021 Sóknarleikur Liverpool hefur verið hálflíflaus að undanförnu og liðið hefur ekki skorað í meira en fjóra klukkutíma í ensku úrvalsdeildinni. Tveir markalausir leikir í röð og þrír leikir í röð án sigurs. Það hefur ekki hjálpað til að Trent Alexander-Arnold er langt frá sínu besta. Bakverðir Liverpool hafa verið stoðsendingahæstu leikmenn liðsins og sóknin fer mikið í gegnum þá. Slök frammistaða Trent hefur því mikil áhrif. Nú hafa knattspyrnusérfræðingar kallað eftir því að Klopp þurfi að gera eitthvað til að koma Trent Alexander-Arnold aftur í gírinn. Klopp gæti tekið hann út úr liðinu og það verður að teljast líklegt eftir frammistöðuna í gær. Hvort að hann verði settur á bekkinn eða hvíldur alveg verður að koma í ljós. Það er alla vega ljóst að strákurinn upplifði sannkallaða martröð í gær og spilar ekki mikið verr. Leiðin ætti því bara vera upp á við eftir þetta.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira