Fjörutíu fengu jákvæða niðurstöðu í smitprófum ensku úrvalsdeildarinnar í síðustu viku.
Það hefur verið mikið aukning á kórónuveirusmitum að undanförnu í Bretland sem hefur kallað á mun harðari aðgerðir bresku ríkisstjórnarinnar.
Enska úrvalsdeildin hefur líka fundið fyrir þessu þó að forráðamenn hennar ætli að halda ótrauðir áfram og ekki gera neitt hlé á keppni. Síðasta vika var samt fyrsta vikan þar sem leikmenn voru prófaðir tvisvar sinnum í sömu vikunni.
BREAKING: The Premier League has confirmed a season-high 40 positive coronavirus cases were recorded in the latest week of testing.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 5, 2021
Nýtt met var sett í greindum kórónvuveirusmitum í ensku úrvalsdeildinni í síðustu viku en upp komu meðal annars hópsmit hjá tveimur félögum.
Enska úrvalsdeildin hefur nú staðfest að það hafi verið fjörutíu kórónuveirusmit hjá aðilum í deildinni í síðustu viku.
Þetta er meira tvöföldum á smitum frá vikunni á undan og meira en fjórföldun á smitum frá því í vikunni þar á undan.
Hópsmit komu upp hjá bæði Manchester City og Fulham. Það þurfti að fresta þremur leikjum. Leikur Everton og Manchester City 28. desember fór ekki fram ekki frekar en leikir Fulham á móti Tottenham 30. desember og á móti Burnley 3. janúar. Alls hefur fjórum leikjum verið frestað en leik Newcastle og Aston Villa 4. desember síðastliðinn var einnig frestað.