Yrði hissa ef tengsl væru á milli bóluefnis og andláta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. janúar 2021 18:30 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Vísir/Vilhelm Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvort fjögur andlát megi rekja til bólusetningar við Covid-19 eiga að liggja fyrir í næstu viku. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar er hræddur um að málið verði til þess að fólk láti síður bólusetja sig. Landlæknir, sóttvarnalæknir og forstjóri Lyfjastofnunar hafa ákveðið að fá tvö sérfræðilækna á sviði öldrunar til að rannsaka fimm alvarlegar tilkynningar til Lyfjastofnunar um aukaverkanir bólusetningar við Covid-19, þar af fjögur andlát. Frumniðurstöður eiga að liggja fyrir innan viku til tíu daga. Tilkynningarnar varða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma sem búa á hjúkrunarheimilum. „Ég held að við þurfum að hafa mynd af því og ákvörðun í samræmi við það um hvort við eigum að gefa öldruðum seinni skammtinn eða hvort við eigum að nota einhverja aðra nálgun í þetta,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Öllum íbúum á hjúkrunarheimilum og á öldrunarlækningadeildum var boðin bólusetning í síðustu viku og þáðu hana langflestir, eða 2.900 manns. Þórólfur bendir á að hér sé verið að bólusetja viðkvæmasta hóp samfélagsins. „Við þurfum náttúrulega að hafa í huga að það deyja á hjúkrunarheimilum um tíu til tuttugu einstaklingar í hverri viku.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur segist ekki hafa heyrt af sambærilegum tilkynningum erlendis. Kallað verður eftir upplýsingum frá Norðurlöndum og Lyfjastofnun Evrópu um hvort dauðsföllum hjá öldruðum hafi fjölgað eftir bólusetningu og eins verður það skoðað hér á landi. Ekki liggi fyrir miklar rannsóknir á áhrifum bólusetningar á fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Þannig kannski erum við að sjá eitthvað nýtt í þessu sem ekki hefur sést áður,“ segir hann. Hræddur um að málið breyti viðhorfi fólks til bólusetninga Kári Stefánsson, fortjóri íslenskrar erfðagreiningar, telur ólíklegt að andlátin tengist bólusetningu. „Ég yrði voða hissa ef það reyndust einhver slík tengsl.“ „Það er ákveðið að bólusetja stóran hóp af fólki sem er mjög aldrað eða mjög veikt fyrir. Það er engin spurning um að fólk í þessum hópi hefur tilhneigingu til að lasnast og tilhneigingu til að deyja. Þetta bóluefni ver fólk ekki fyrir öðru en Covid-19. Það ver það ekki gegn öðrum sjúkdómum og svo sannarlega ekki fyrir dauðanum.“ Hann telur þessi mál ekki eiga að breyta viðhorfi fólks til bólusetningarinnar. „Ég er hræddur um að þetta hafi þau áhrif að það séu einhverjir í íslensku samfélagi sem vilja nú ekki láta bólusetja sig vegna þess að þeir eru hræddir um að það muni vega að lífslíkum þeirra. Sem er mjög óheppilegt.“ „Það er núna búið að bólusetja nokkrar milljónir manna með þessu bóluefni og ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að þetta vegi að heilsu þeirra,“ segir Kári. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir fulla ástæðu til að fara vel yfir málið og vonar að þátttaka í bólusetningum haldist góð. „Ég hef ekki áhyggjur af því að það dragi úr viljanum til bólusetninga. Á Íslandi höfum við verið mjög viljug til þess að fara í bólusetningu. Og enn sem komið er staðan þannig. Það skiptir ekki bara máli fyrir okkur hvert og eitt heldur einnig fyrir samfélagið allt að þátttakan sé áfram almenn,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Landlæknir, sóttvarnalæknir og forstjóri Lyfjastofnunar hafa ákveðið að fá tvö sérfræðilækna á sviði öldrunar til að rannsaka fimm alvarlegar tilkynningar til Lyfjastofnunar um aukaverkanir bólusetningar við Covid-19, þar af fjögur andlát. Frumniðurstöður eiga að liggja fyrir innan viku til tíu daga. Tilkynningarnar varða aldraða einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma sem búa á hjúkrunarheimilum. „Ég held að við þurfum að hafa mynd af því og ákvörðun í samræmi við það um hvort við eigum að gefa öldruðum seinni skammtinn eða hvort við eigum að nota einhverja aðra nálgun í þetta,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Öllum íbúum á hjúkrunarheimilum og á öldrunarlækningadeildum var boðin bólusetning í síðustu viku og þáðu hana langflestir, eða 2.900 manns. Þórólfur bendir á að hér sé verið að bólusetja viðkvæmasta hóp samfélagsins. „Við þurfum náttúrulega að hafa í huga að það deyja á hjúkrunarheimilum um tíu til tuttugu einstaklingar í hverri viku.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur segist ekki hafa heyrt af sambærilegum tilkynningum erlendis. Kallað verður eftir upplýsingum frá Norðurlöndum og Lyfjastofnun Evrópu um hvort dauðsföllum hjá öldruðum hafi fjölgað eftir bólusetningu og eins verður það skoðað hér á landi. Ekki liggi fyrir miklar rannsóknir á áhrifum bólusetningar á fólk með undirliggjandi sjúkdóma. „Þannig kannski erum við að sjá eitthvað nýtt í þessu sem ekki hefur sést áður,“ segir hann. Hræddur um að málið breyti viðhorfi fólks til bólusetninga Kári Stefánsson, fortjóri íslenskrar erfðagreiningar, telur ólíklegt að andlátin tengist bólusetningu. „Ég yrði voða hissa ef það reyndust einhver slík tengsl.“ „Það er ákveðið að bólusetja stóran hóp af fólki sem er mjög aldrað eða mjög veikt fyrir. Það er engin spurning um að fólk í þessum hópi hefur tilhneigingu til að lasnast og tilhneigingu til að deyja. Þetta bóluefni ver fólk ekki fyrir öðru en Covid-19. Það ver það ekki gegn öðrum sjúkdómum og svo sannarlega ekki fyrir dauðanum.“ Hann telur þessi mál ekki eiga að breyta viðhorfi fólks til bólusetningarinnar. „Ég er hræddur um að þetta hafi þau áhrif að það séu einhverjir í íslensku samfélagi sem vilja nú ekki láta bólusetja sig vegna þess að þeir eru hræddir um að það muni vega að lífslíkum þeirra. Sem er mjög óheppilegt.“ „Það er núna búið að bólusetja nokkrar milljónir manna með þessu bóluefni og ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að þetta vegi að heilsu þeirra,“ segir Kári. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir fulla ástæðu til að fara vel yfir málið og vonar að þátttaka í bólusetningum haldist góð. „Ég hef ekki áhyggjur af því að það dragi úr viljanum til bólusetninga. Á Íslandi höfum við verið mjög viljug til þess að fara í bólusetningu. Og enn sem komið er staðan þannig. Það skiptir ekki bara máli fyrir okkur hvert og eitt heldur einnig fyrir samfélagið allt að þátttakan sé áfram almenn,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira