Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2021 06:01 Pence er sagður hafa tjáð Trump að hann hefði ekki vald til að hafa áhrif á þau úrslit sem ríkin skila inn en á sama tíma sagt að hann myndi liggja yfir málinu fram á síðustu mínútu. epa/J. Scott Applewhite Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er sagður hafa tjáð forsetanum að hann muni ekki getað komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta landsins. Donald Trump hefur ítrekað haldið því fram og farið fram á að Pence hafi vald til að snúa niðurstöðu forsetakosninganna sér í vil. Samkvæmt New York Times áttu Pence og Trump samtal yfir hádegismat í gær, eftir að síðarnefndi hélt því fram á Twitter að varaforsetinn gæti hafnað kjörmönnum sem hefðu verið valdir „með sviksamlegum hætti“. The Vice President has the power to reject fraudulently chosen electors.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2021 Varaforsetinn mun stjórna þingfundi í dag þar sem báðar deildir munu „telja“ og staðfesta atkvæði kjörmanna en útlit er fyrir að þingmenn repúblikana muni gera athugasemdir við niðurstöður að minnsta kosti þriggja ríkja. Ítrekað hefur komið fram að forsetinn og stuðningsmenn hans hafa ekki lagt fram neinar sannanir sem styðja fullyrðingar sínar um kosningasvik og þá hefur Pence ekki vald til að breyta þeim úrslitum sem einstaka ríki hafa staðfest og sent þinginu. Atkvæðum kjörmanna verður ekki hafnað nema með samþykki meirihluta beggja þingdeilda og engar líkur eru á að það gerist. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og margir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst því yfir að þeir styðji ekki tilraunir til að koma í veg fyrir að Joe Biden verði settur í embætti 20. janúar næstkomandi. Pence er sagður hafa varið síðust dögum í að dansa á línunni; að koma Trump í skilning um að hann hafi ekki þau völd sem forsetinn telur hann hafa en friðþægja hann á sama tíma, til að geta haldið í vonina um forsetaframboð að fjórum árum liðnum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira
Donald Trump hefur ítrekað haldið því fram og farið fram á að Pence hafi vald til að snúa niðurstöðu forsetakosninganna sér í vil. Samkvæmt New York Times áttu Pence og Trump samtal yfir hádegismat í gær, eftir að síðarnefndi hélt því fram á Twitter að varaforsetinn gæti hafnað kjörmönnum sem hefðu verið valdir „með sviksamlegum hætti“. The Vice President has the power to reject fraudulently chosen electors.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2021 Varaforsetinn mun stjórna þingfundi í dag þar sem báðar deildir munu „telja“ og staðfesta atkvæði kjörmanna en útlit er fyrir að þingmenn repúblikana muni gera athugasemdir við niðurstöður að minnsta kosti þriggja ríkja. Ítrekað hefur komið fram að forsetinn og stuðningsmenn hans hafa ekki lagt fram neinar sannanir sem styðja fullyrðingar sínar um kosningasvik og þá hefur Pence ekki vald til að breyta þeim úrslitum sem einstaka ríki hafa staðfest og sent þinginu. Atkvæðum kjörmanna verður ekki hafnað nema með samþykki meirihluta beggja þingdeilda og engar líkur eru á að það gerist. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og margir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst því yfir að þeir styðji ekki tilraunir til að koma í veg fyrir að Joe Biden verði settur í embætti 20. janúar næstkomandi. Pence er sagður hafa varið síðust dögum í að dansa á línunni; að koma Trump í skilning um að hann hafi ekki þau völd sem forsetinn telur hann hafa en friðþægja hann á sama tíma, til að geta haldið í vonina um forsetaframboð að fjórum árum liðnum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira