Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2021 06:01 Pence er sagður hafa tjáð Trump að hann hefði ekki vald til að hafa áhrif á þau úrslit sem ríkin skila inn en á sama tíma sagt að hann myndi liggja yfir málinu fram á síðustu mínútu. epa/J. Scott Applewhite Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er sagður hafa tjáð forsetanum að hann muni ekki getað komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta landsins. Donald Trump hefur ítrekað haldið því fram og farið fram á að Pence hafi vald til að snúa niðurstöðu forsetakosninganna sér í vil. Samkvæmt New York Times áttu Pence og Trump samtal yfir hádegismat í gær, eftir að síðarnefndi hélt því fram á Twitter að varaforsetinn gæti hafnað kjörmönnum sem hefðu verið valdir „með sviksamlegum hætti“. The Vice President has the power to reject fraudulently chosen electors.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2021 Varaforsetinn mun stjórna þingfundi í dag þar sem báðar deildir munu „telja“ og staðfesta atkvæði kjörmanna en útlit er fyrir að þingmenn repúblikana muni gera athugasemdir við niðurstöður að minnsta kosti þriggja ríkja. Ítrekað hefur komið fram að forsetinn og stuðningsmenn hans hafa ekki lagt fram neinar sannanir sem styðja fullyrðingar sínar um kosningasvik og þá hefur Pence ekki vald til að breyta þeim úrslitum sem einstaka ríki hafa staðfest og sent þinginu. Atkvæðum kjörmanna verður ekki hafnað nema með samþykki meirihluta beggja þingdeilda og engar líkur eru á að það gerist. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og margir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst því yfir að þeir styðji ekki tilraunir til að koma í veg fyrir að Joe Biden verði settur í embætti 20. janúar næstkomandi. Pence er sagður hafa varið síðust dögum í að dansa á línunni; að koma Trump í skilning um að hann hafi ekki þau völd sem forsetinn telur hann hafa en friðþægja hann á sama tíma, til að geta haldið í vonina um forsetaframboð að fjórum árum liðnum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump sigraði öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Donald Trump hefur ítrekað haldið því fram og farið fram á að Pence hafi vald til að snúa niðurstöðu forsetakosninganna sér í vil. Samkvæmt New York Times áttu Pence og Trump samtal yfir hádegismat í gær, eftir að síðarnefndi hélt því fram á Twitter að varaforsetinn gæti hafnað kjörmönnum sem hefðu verið valdir „með sviksamlegum hætti“. The Vice President has the power to reject fraudulently chosen electors.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2021 Varaforsetinn mun stjórna þingfundi í dag þar sem báðar deildir munu „telja“ og staðfesta atkvæði kjörmanna en útlit er fyrir að þingmenn repúblikana muni gera athugasemdir við niðurstöður að minnsta kosti þriggja ríkja. Ítrekað hefur komið fram að forsetinn og stuðningsmenn hans hafa ekki lagt fram neinar sannanir sem styðja fullyrðingar sínar um kosningasvik og þá hefur Pence ekki vald til að breyta þeim úrslitum sem einstaka ríki hafa staðfest og sent þinginu. Atkvæðum kjörmanna verður ekki hafnað nema með samþykki meirihluta beggja þingdeilda og engar líkur eru á að það gerist. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og margir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst því yfir að þeir styðji ekki tilraunir til að koma í veg fyrir að Joe Biden verði settur í embætti 20. janúar næstkomandi. Pence er sagður hafa varið síðust dögum í að dansa á línunni; að koma Trump í skilning um að hann hafi ekki þau völd sem forsetinn telur hann hafa en friðþægja hann á sama tíma, til að geta haldið í vonina um forsetaframboð að fjórum árum liðnum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump sigraði öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira