Flokkshestar reiðir út í Trump en kjósendur ekki Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2021 11:16 Donald Trump mætti til Georgíu á mánudaginn en varði miklum tíma í að gagnrýna Repúblikana. AP/Brynn Anderson Reiðir flokkshestar í Repúblikanaflokknum eru þegar byrjaðir að kenna Donald Trump, fráfarandi forseta, um að Demókratar muni líklega ná báðum öldungadeildarsætunum í Georgíu og þar með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Kjósendur flokksins virðast þó enn standa þétt við bakið á forsetanum. Undanfarnar vikur hefur Trump varið miklu púðri í stoðlausar staðhæfingar um umfangsmikið kosningasvindl og grafið undan kjörsókn stuðningsmanna Repúblikana. Samhliða því hefur hann gagnrýnt leiðtoga flokksins í Georgíu og á landsvísu harðlega. Meðal annars hefur hann fordæmt Repúblikana fyrir að vilja ekki senda Bandaríkjamönnum tvö þúsund dala ávísanir í stað 600 dala. Sjá einnig: Stefnir í fullnaðarsigur Demókrata í Georgíu Forsetinn sinnti ekki áköllum Repúblikana um að taka fyrr þátt í kosningabaráttunni og þegar hann hélt svo kosningafund í Georgíu varði hann mest öllum tíma sínum í að gagnrýna háttsetta Repúblikana í Georgíu fyrir að vilja ekki snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu við. Í samtali við Politico segja nokkrir Repúblikanar, sem vildu ekki koma fram undir nafni, að ósigurinn væntanlegi sé Trump að kenna og gefa þeir jafnvel mismunandi ástæður. Einhverjir segja að hann hefði þurft að taka virkari þátt í baráttunni og aðrir að hann hefði átt að halda sig til hlés. Einn viðmælandi sagði þó að ljóst væri að þegar flokkurinn væri að reiða sig á mann sem hefði sjálfur tapað kosningum í ríkinu nokkrum vikum áður, væri flokkurinn ekki í góðri stöðu. Enn ein kosningin um Trump Kjósendur sem blaðamenn Washington Post ræddu við voru margir á þeirri skoðun að kosningarnar í Georgíu snerust í rauninni um Donald Trump. Margir vildu styðja forsetann og sögðu ljóst að sigrinum hefði verið stolið af honum í nóvember. Aðrir lýstu yfir andstöðu við hann. Kjósendur sem ræddu við New York Times voru á svipuðum nótum. Frambjóðendurnir sjálfir væru ekki í forgangi heldur skoðun viðkomandi kjósenda á Trump og Repúblikönum í heild. Þrír fjórðu þeirra sem kusu frambjóðendur Repúblikanaflokksins og tóku þátt í könnun AP fréttaveitunnar sögðu að sigur Joe Biden í forsetakosningunum í nóvember væri ólöglegur. Um 90 prósent þeirra sögðust viss um að atkvæði hefðu ekki verið rétt talin. Í frétt AP segir að það sé mikil aukning frá fyrri kosningum. Útlit sé fyrir að ásakanir Trumps hafi fengið góðan hljómgrunn meðal kjósenda Repúblikanaflokksins. Sjá einnig: Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði AP segir einnig að Trump auki kjörsókn hjá báðum fylkingum. Kjósendur Repúblikana vilji styðja hann en á móti virðist hann auka kjörsókn mjög meðal kjósenda Demókrataflokksins. Ein kona sem ræddi við Washington Post, sem var að greiða atkvæði í fyrsta sinn, sagðist verulega þrátt á látunum í kringum forsetann og sagðist vonast til þess að þessar kosningar myndu draga úr dramatíkinni. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. 6. janúar 2021 06:45 Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er sagður hafa tjáð forsetanum að hann muni ekki getað komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta landsins. 6. janúar 2021 06:01 „Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hélt kosningafund í Georgíu í gær, líkt og Donald Trump, fráfarandi forseti. Tilefni fundanna eru aukakosningar í ríkinu um tvö öldungadeildarþingsæti þar sem Repúblikanar sækjast eftir endurkjöri. 5. janúar 2021 08:01 Aukakosningarnar skipta sköpum fyrir verðandi forsetann Á morgun fara fram aukakosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Tveir sitjandi öldungadeildarþingmenn Georgíuríkis, báðir Repúblikanar, sækjast eftir endurkjöri. Niðurstöður kosninganna gætu litað fyrstu ár forsetatíðar Joes Biden mikið. Þær munu ráða því hvort Repúblikanar halda meirihluta sínum í deildinni eða ekki. 4. janúar 2021 23:26 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur Trump varið miklu púðri í stoðlausar staðhæfingar um umfangsmikið kosningasvindl og grafið undan kjörsókn stuðningsmanna Repúblikana. Samhliða því hefur hann gagnrýnt leiðtoga flokksins í Georgíu og á landsvísu harðlega. Meðal annars hefur hann fordæmt Repúblikana fyrir að vilja ekki senda Bandaríkjamönnum tvö þúsund dala ávísanir í stað 600 dala. Sjá einnig: Stefnir í fullnaðarsigur Demókrata í Georgíu Forsetinn sinnti ekki áköllum Repúblikana um að taka fyrr þátt í kosningabaráttunni og þegar hann hélt svo kosningafund í Georgíu varði hann mest öllum tíma sínum í að gagnrýna háttsetta Repúblikana í Georgíu fyrir að vilja ekki snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu við. Í samtali við Politico segja nokkrir Repúblikanar, sem vildu ekki koma fram undir nafni, að ósigurinn væntanlegi sé Trump að kenna og gefa þeir jafnvel mismunandi ástæður. Einhverjir segja að hann hefði þurft að taka virkari þátt í baráttunni og aðrir að hann hefði átt að halda sig til hlés. Einn viðmælandi sagði þó að ljóst væri að þegar flokkurinn væri að reiða sig á mann sem hefði sjálfur tapað kosningum í ríkinu nokkrum vikum áður, væri flokkurinn ekki í góðri stöðu. Enn ein kosningin um Trump Kjósendur sem blaðamenn Washington Post ræddu við voru margir á þeirri skoðun að kosningarnar í Georgíu snerust í rauninni um Donald Trump. Margir vildu styðja forsetann og sögðu ljóst að sigrinum hefði verið stolið af honum í nóvember. Aðrir lýstu yfir andstöðu við hann. Kjósendur sem ræddu við New York Times voru á svipuðum nótum. Frambjóðendurnir sjálfir væru ekki í forgangi heldur skoðun viðkomandi kjósenda á Trump og Repúblikönum í heild. Þrír fjórðu þeirra sem kusu frambjóðendur Repúblikanaflokksins og tóku þátt í könnun AP fréttaveitunnar sögðu að sigur Joe Biden í forsetakosningunum í nóvember væri ólöglegur. Um 90 prósent þeirra sögðust viss um að atkvæði hefðu ekki verið rétt talin. Í frétt AP segir að það sé mikil aukning frá fyrri kosningum. Útlit sé fyrir að ásakanir Trumps hafi fengið góðan hljómgrunn meðal kjósenda Repúblikanaflokksins. Sjá einnig: Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði AP segir einnig að Trump auki kjörsókn hjá báðum fylkingum. Kjósendur Repúblikana vilji styðja hann en á móti virðist hann auka kjörsókn mjög meðal kjósenda Demókrataflokksins. Ein kona sem ræddi við Washington Post, sem var að greiða atkvæði í fyrsta sinn, sagðist verulega þrátt á látunum í kringum forsetann og sagðist vonast til þess að þessar kosningar myndu draga úr dramatíkinni.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. 6. janúar 2021 06:45 Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er sagður hafa tjáð forsetanum að hann muni ekki getað komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta landsins. 6. janúar 2021 06:01 „Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hélt kosningafund í Georgíu í gær, líkt og Donald Trump, fráfarandi forseti. Tilefni fundanna eru aukakosningar í ríkinu um tvö öldungadeildarþingsæti þar sem Repúblikanar sækjast eftir endurkjöri. 5. janúar 2021 08:01 Aukakosningarnar skipta sköpum fyrir verðandi forsetann Á morgun fara fram aukakosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Tveir sitjandi öldungadeildarþingmenn Georgíuríkis, báðir Repúblikanar, sækjast eftir endurkjöri. Niðurstöður kosninganna gætu litað fyrstu ár forsetatíðar Joes Biden mikið. Þær munu ráða því hvort Repúblikanar halda meirihluta sínum í deildinni eða ekki. 4. janúar 2021 23:26 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Gríðarleg spenna í Georgíu: AP-fréttastofan lýsir yfir sigri Demókratans Raphaels Warnock Enn er afar mjótt á mununum í aukakosningum til öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru í Georgíu í gær. 6. janúar 2021 06:45
Pence tjáði Trump að hann hefði ekki vald til að breyta úrslitunum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er sagður hafa tjáð forsetanum að hann muni ekki getað komið í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti kjör Joe Biden sem næsta forseta landsins. 6. janúar 2021 06:01
„Forsetinn getur ekki krafist, tekið eða hrifsað til sín vald“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hélt kosningafund í Georgíu í gær, líkt og Donald Trump, fráfarandi forseti. Tilefni fundanna eru aukakosningar í ríkinu um tvö öldungadeildarþingsæti þar sem Repúblikanar sækjast eftir endurkjöri. 5. janúar 2021 08:01
Aukakosningarnar skipta sköpum fyrir verðandi forsetann Á morgun fara fram aukakosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Tveir sitjandi öldungadeildarþingmenn Georgíuríkis, báðir Repúblikanar, sækjast eftir endurkjöri. Niðurstöður kosninganna gætu litað fyrstu ár forsetatíðar Joes Biden mikið. Þær munu ráða því hvort Repúblikanar halda meirihluta sínum í deildinni eða ekki. 4. janúar 2021 23:26
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent