Halda undanúrslitaófarir United áfram? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2021 12:00 Harry Maguire nánast með Raheem Sterling í fanginu í leik Manchester-liðanna, United og City 12. desember síðastliðinn. Liðin mætast í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld. getty/Matt McNulty Tekst Manchester United að komast í fyrsta úrslitaleikinn undir stjórn Ole Gunnars Solskjær eða kemst Manchester City í fjórða úrslitaleikinn í enska deildabikarnum í röð? Svarið við þessu liggur fyrir í kvöld, eftir leik Manchester-liðanna á Old Trafford í undanúrslitum enska deildabikarsins. Sigurvegarinn mætir Tottenham í úrslitaleik keppninnar en enn liggur ekki fyrir hvenær hann verður. Manchester-liðin áttust einnig við í undanúrslitum deildabikarsins á síðasta tímabili þar sem City vann, 3-2 samanlagt. Strákarnir hans Peps Guardiola unnu fyrri leikinn á Old Trafford, 1-3, þar sem öll mörk þeirra komu á fyrstu 38 mínútum leiksins. Marcus Rashford gaf United svo smá von fyrir seinni leikinn þegar hann minnkaði muninn í 1-3 í seinni hálfleik. United vann seinni leikinn á Etihad, 0-1, með marki Nemanjas Matic en það dugði ekki til og City komst í úrslitaleikinn. Þar sigraði liðið Aston Villa, 1-2, og vann þar með deildabikarinn þriðja árið í röð. City hefur alls sjö sinnum unnið deildabikarinn, þar af fimm sinnum síðan 2014. United komst einnig í undanúrslit ensku bikarkeppninnar og Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili en komst í úrslit í hvorugri keppninni. Liðið tapaði því þremur undanúrslitaviðureignum í fyrra og því vill Solskjær breyta. „Við förum í þennan leik í góðu formi svo það eru engar afsakanir. Næsti leikur er alltaf mikilvægur en í undanúrslitaleik fær maður tækifæri til að komast í úrslitaleik og krækja í bikar, sem yrði mjög stórt skref fyrir þetta lið,“ sagði Solskjær. Norðmaðurinn getur teflt fram sínu sterkasta liði í kvöld fyrir utan Edinson Cavani sem er í leikbanni vegna skrifa á samfélagsmiðla eftir sigurinn á Southampton, 2-3, í lok nóvember. Öllu meiri forföll eru hjá City, flest vegna kórónuveirunnar. Gabriel Jesus, Ederson, Ferran Torres, Kyle Walker og Eric García eru allir frá vegna veirunnar og þá eru Nathan Aké og Aymeric Laporte meiddir. Í fjarveru Edersons stendur Bandaríkjamaðurinn Zack Steffen milli stanganna hjá City í kvöld, líkt og hann gerði í sigrinum á Chelsea á sunnudaginn, 1-3. Bæði Manchester-liðin hafa verið á góðri siglingu að undanförnu. United er ósigrað í síðustu sjö leikjum; hefur unnið fimm og gert tvö jafntefli. Annað þeirra var gegn City á Old Trafford í frekar tíðindalitlum leik 12. desember. City hefur unnið fjóra leiki í röð og ekki tapað síðan liðið laut í lægra haldi fyrir Tottenham, 2-0, 21. nóvember. City hefur haldið hreinu í átta af ellefu leikjum frá tapinu fyrir Spurs. Leikið verður til þrautar á Old Trafford í kvöld. Þá mega stjórarnir gera fimm skiptingar í leiknum og þá sjöttu ef grípa þarf til framlengingar. Leikur Manchester United og Manchester City hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Svarið við þessu liggur fyrir í kvöld, eftir leik Manchester-liðanna á Old Trafford í undanúrslitum enska deildabikarsins. Sigurvegarinn mætir Tottenham í úrslitaleik keppninnar en enn liggur ekki fyrir hvenær hann verður. Manchester-liðin áttust einnig við í undanúrslitum deildabikarsins á síðasta tímabili þar sem City vann, 3-2 samanlagt. Strákarnir hans Peps Guardiola unnu fyrri leikinn á Old Trafford, 1-3, þar sem öll mörk þeirra komu á fyrstu 38 mínútum leiksins. Marcus Rashford gaf United svo smá von fyrir seinni leikinn þegar hann minnkaði muninn í 1-3 í seinni hálfleik. United vann seinni leikinn á Etihad, 0-1, með marki Nemanjas Matic en það dugði ekki til og City komst í úrslitaleikinn. Þar sigraði liðið Aston Villa, 1-2, og vann þar með deildabikarinn þriðja árið í röð. City hefur alls sjö sinnum unnið deildabikarinn, þar af fimm sinnum síðan 2014. United komst einnig í undanúrslit ensku bikarkeppninnar og Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili en komst í úrslit í hvorugri keppninni. Liðið tapaði því þremur undanúrslitaviðureignum í fyrra og því vill Solskjær breyta. „Við förum í þennan leik í góðu formi svo það eru engar afsakanir. Næsti leikur er alltaf mikilvægur en í undanúrslitaleik fær maður tækifæri til að komast í úrslitaleik og krækja í bikar, sem yrði mjög stórt skref fyrir þetta lið,“ sagði Solskjær. Norðmaðurinn getur teflt fram sínu sterkasta liði í kvöld fyrir utan Edinson Cavani sem er í leikbanni vegna skrifa á samfélagsmiðla eftir sigurinn á Southampton, 2-3, í lok nóvember. Öllu meiri forföll eru hjá City, flest vegna kórónuveirunnar. Gabriel Jesus, Ederson, Ferran Torres, Kyle Walker og Eric García eru allir frá vegna veirunnar og þá eru Nathan Aké og Aymeric Laporte meiddir. Í fjarveru Edersons stendur Bandaríkjamaðurinn Zack Steffen milli stanganna hjá City í kvöld, líkt og hann gerði í sigrinum á Chelsea á sunnudaginn, 1-3. Bæði Manchester-liðin hafa verið á góðri siglingu að undanförnu. United er ósigrað í síðustu sjö leikjum; hefur unnið fimm og gert tvö jafntefli. Annað þeirra var gegn City á Old Trafford í frekar tíðindalitlum leik 12. desember. City hefur unnið fjóra leiki í röð og ekki tapað síðan liðið laut í lægra haldi fyrir Tottenham, 2-0, 21. nóvember. City hefur haldið hreinu í átta af ellefu leikjum frá tapinu fyrir Spurs. Leikið verður til þrautar á Old Trafford í kvöld. Þá mega stjórarnir gera fimm skiptingar í leiknum og þá sjöttu ef grípa þarf til framlengingar. Leikur Manchester United og Manchester City hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn