„Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. janúar 2021 21:28 Joe Biden var ómyrkur í máli í ávarpi sínu. AP Photo/Susan Walsh Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, flutti ávarp nú fyrir stundu vegna þeirrar ringulreiðar sem nú ríkir í Washington D.C. eftir að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Biden baðst afsökunar á að hafa flutt ávarp sitt seinna en áætlað var, en upphaflega hafði hann ætlað að tala um efnahagsmál í ávarpi sínu. „Á þessari stundu sætir lýðræðið okkar fordæmalausri árás. Ólíkt nokkru sem við höfum áður séð í nútímanum,“ sagði Biden. Árásin beinist meðal annars að þeim sem eigi að vernda borgarana, lögreglu og þingvörðum. „Ég ætla að vera mjög skýr um það að atburðirnir í þinghúsinu endurspegla ekki hina raunverulegu Ameríku, stendur ekki fyrir það hver við erum. Það sem við erum vitni að er lítill hluti af öfgahyggjumönnum,“ sagði Biden. „Þetta er óregla, þetta er ringulreið,“ bætti Biden við sem var mjög ákveðinn og harðorður í ávarpi sínu. „Þessu verður að linna. Núna,“ sagði Biden um leið og hann beindi orðum sínum til þeirra sem taka þátt í óeirðunum: „Dragið ykkur í hlé og leyfið lýðræðinu að halda áfram.“ Það skipti máli hvað forseti segi, hvort sem það sé til góðs eða ills, en orð forseta geti ávallt verið innblástur. „Þess vegna skora ég á Trump forseta að koma fram í sjónvarpi núna, til að standa við þann eið sem hann hefur svarið, og vernda stjórnarskrána og krefjast þess að binda enda á þetta,“ sagði Biden. „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn,“ sagði verðandi forsetinn ennfremur. „Í gegnum stríð og átök höfum við mátt þola margt. Og við munum komast yfir þetta.“ Bandaríkin Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
„Á þessari stundu sætir lýðræðið okkar fordæmalausri árás. Ólíkt nokkru sem við höfum áður séð í nútímanum,“ sagði Biden. Árásin beinist meðal annars að þeim sem eigi að vernda borgarana, lögreglu og þingvörðum. „Ég ætla að vera mjög skýr um það að atburðirnir í þinghúsinu endurspegla ekki hina raunverulegu Ameríku, stendur ekki fyrir það hver við erum. Það sem við erum vitni að er lítill hluti af öfgahyggjumönnum,“ sagði Biden. „Þetta er óregla, þetta er ringulreið,“ bætti Biden við sem var mjög ákveðinn og harðorður í ávarpi sínu. „Þessu verður að linna. Núna,“ sagði Biden um leið og hann beindi orðum sínum til þeirra sem taka þátt í óeirðunum: „Dragið ykkur í hlé og leyfið lýðræðinu að halda áfram.“ Það skipti máli hvað forseti segi, hvort sem það sé til góðs eða ills, en orð forseta geti ávallt verið innblástur. „Þess vegna skora ég á Trump forseta að koma fram í sjónvarpi núna, til að standa við þann eið sem hann hefur svarið, og vernda stjórnarskrána og krefjast þess að binda enda á þetta,“ sagði Biden. „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn,“ sagði verðandi forsetinn ennfremur. „Í gegnum stríð og átök höfum við mátt þola margt. Og við munum komast yfir þetta.“
Bandaríkin Joe Biden Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira