Árás á bandaríska þinghúsið

Fréttamynd

Byrjuðu strax að endur­skrifa sögu á­rásarinnar

Bandarískir þingmenn munu í dag staðfesta formlega úrslit forsetakosninganna í nóvember, sem Donald Trump vann. Það gera þeir í skugga atburða þegar þetta stóð síðast til þann 6. janúar árið 2021, þegar stuðningsmenn Trumps ruddu sér leið inn í þinghúsið og reyndu að koma í veg fyrir staðfestinguna.

Erlent
Fréttamynd

Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann

Jack Smith, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem rannsakað hefur Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, og ákærði hann, hefur ákveðið að ljúka störfum sínum og segja upp áður en Trump tekur við embætti á nýjan leik. Trump hefur heitið því að fyrsta verk hans í embætti verði að reka Smith.

Erlent
Fréttamynd

Kenningin sem knúði valda­ráns­til­raunina

Í nýjasta þætti Skuggavaldsins er sagt að 6. janúar 2021 verði lengi minnst sem eins dekksta dags í sögu Bandaríkjanna. Þann dag brutust hundruð reiðra mótmælenda, sumir vopnaðir og knúnir áfram af samsæriskenningunni QAnon, inn í þinghúsið í Washington D.C.

Lífið
Fréttamynd

Trump sagði Pence að hann yrði fyrir­litinn og talinn heimskur

Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann.

Erlent
Fréttamynd

Lét sér fátt um finnast að Pence væri í hættu

„Hvað með það?“ er Donald Trump sagður hafa svarað þegar honum var sagt að Mike Pence, varaforseti hans, hefði þurft að flýja undan æstum múgi sem réðst á bandaríska þinghúsið. Þetta kemur fram í gögnum úr rannsókn á árásinni sem voru lögð fram í gær.

Erlent
Fréttamynd

Stígur ekki til hliðar vegna um­deildra fána

Samuel A. Alito, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja sig frá tveimur málum sem dómstóllinn er með til skoðunar og snúa að árásinni á þinghúsi Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Hann hefur verið krafinn um það eftir að fregnir bárust af því að eftir árásina var tveimur fánum sem stuðningsmenn Donalds Trump hafa tekið að sér, hafa verið flaggað við hús í hans eigu.

Erlent
Fréttamynd

Dómarinn í skjalamálinu harð­lega gagn­rýndur

Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð.

Erlent
Fréttamynd

Krefst einnig frið­helgi í skjalamálinu

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að dómsmál vegna opinberra gagna og leynilegra skjala sem hann tók með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og til Flórída, verði fellt niður. Lögmenn hans segja hann hafa svipt skjölin leynd sem forseti og þau hafi verið hans einkaeign, því hafi í raun aldrei átt að ákæra hann á grundvelli friðhelgi forseta.

Erlent
Fréttamynd

Trump vill frest fram yfir kosningar

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur beðið Hæstarétt Bandaríkjanna um að fresta úrskurði um hvort hann njóti friðhelgi gegn lögsókn þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Verði dómarar við þeirri kröfu verður líklega ekki hægt að rétta yfir honum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast þess að Thomas komi ekki að máli Trumps

Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins krefjast þess að hæstaréttardómarinn Clarence Thomas komi ekki að úrskurði Hæstaréttar varðandi mögulega friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Er það vegna þess að eiginkona Thomas tók þátt í tilraunum Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020.

Erlent
Fréttamynd

Saka Trump um að hafa æst fólk til of­beldis

Saksóknarar á vegum Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segja Donald Trump, fyrrverandi forseta, hafa ítrekað logið um úrslit kosninganna 2020 og æst stuðningsmenn sína til ofbeldis.

Erlent
Fréttamynd

Mike Pence hættur við for­seta­fram­boðið

Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt.

Erlent
Fréttamynd

Vill að dómarinn stígi til hliðar

Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa lagt fram kröfu um að dómarinn Tanya Chutkan stígi til hliðar. Það á hún að gera á þeim grundvelli að hún hafi sýnt fram á óhlutlægni í garð Trumps.

Erlent
Fréttamynd

Ráð­gjafi Trump dæmdur fyrir að ó­hlýðnast þinginu

Fyrrverandi viðskiptaráðgjafi Donalds Trump frá því að hann var Bandaríkjaforseti var fundinn sekur um að óhlýðnast Bandaríkjaþingi fyrir að neita að verða við stefnu í tengslum við rannsókn á árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið. Hann bar fyrir sig trúnað við Trump.

Erlent
Fréttamynd

Freista þess að tryggja að nafn Trump rati ekki á kjör­seðla

Sex kjósendur í Colorado í Bandaríkjunum hafa höfðað mál til að freista þess að koma í veg fyrir að nafn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda, nái inn á atkvæðaseðilinn í ríkinu fyrir forsetakosningarnar á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Einn leið­toga Proud Boys dæmdur í 22 ára fangelsi

Enrique Tarrio, einn leiðtoga hægriöfgahópsins Proud Boys, var í dag dæmdur til 22 ára fangelsisvistar fyrir hlut hans í árásinni á bandaríska þinghúsið í ársbyrjun 2021. Það er þyngsti dómurinn sem fallið hefur vegna árásarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Einn leið­toga Proud Boys fær sau­tján ára fangelsis­dóm

Dómstóll í Bandaríkjunum hefur dæmt einn leiðtoga bandaríska hægriöfgahópsins Proud Boys í sautján ára fangelsi fyrir hlut hans í árásinni á bandaríska þinghúsið í ársbyrjun 2021. Þetta er einn lengsti dómurinn sem fallið hefur vegna árásarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Twitter sektað fyrir að af­henda ekki gögn um Trump tíman­lega

Dómari sektaði Twitter um tugi milljóna íslenskra króna fyrir að afhenda ekki gögn um Donald Trump á réttum tíma. Sérstakur rannsakandi sem ákærði Trump fyrir að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020 fékk leitarheimild til þess að fá gögn um Twitter-notkun Trump.

Erlent
Fréttamynd

Færast nær því að ákæra Biden fyrir embættisbrot

Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafa færst nær því að hefja rannsókn á því hvort tilefni finnist til að ákæra Joe Biden, forseta, fyrir embættisbrot. Donald Trump, fyrrverandi forseti sem var tvisvar ákærður fyrir embættisbrot, vill ólmur að Biden verði einnig ákærður.

Erlent
Fréttamynd

Fang­els­i fyr­ir bar­smíð­ar með fán­a­stöng

Vörubílstjóri sem barði lögregluþjón með fánastöng í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 hefur verið dæmdur til rúmlega fjögurra ára vistar í alríkisfangelsi. Maðurinn játaði að hafa ráðist á lögregluþjón með hættulegu vopni.

Erlent
Fréttamynd

Fox enn í vanda vegna sam­særis­kenninga Carl­son

Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum.

Erlent
Fréttamynd

Stofnandi Oath Keepers dæmdur í átján ára fangelsi

Stewart Rhodes, stofnandi öfgasamtakanna Oath Keepers í Bandaríkjunum, var í gær dæmdur til átján ára fangelsisvistar vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem veittur hefur verið vegna árásarinnar.

Erlent
Fréttamynd

„Það er ekki þannig sem hvítir menn slást“

Uppgötvun skilaboða sem sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson sendi framleiðanda hjá Fox News leiddi til röð atburða sem urðu til þess að forsvarsmenn Fox ákváðu að gera dómsátt við Dominion Voting Systems og láta Carlson fjúka.

Erlent
Fréttamynd

Pence bar vitni í kosninga­máli Trump

Kviðdómendur í ákærudómstól í Washington-borg hlýddu í gær á framburð Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í tengslum við rannsókn á tilraunum Donalds Trump og bandamanna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Dómstóll hafði áður staðfest að Trump gæti ekki komið í veg fyrir vitnisburð Pence.

Erlent
Fréttamynd

Trump hóf kosninga­bar­áttuna með kór upp­reisnar­manna

Fyrsti fjöldafundur kosningabaráttu Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hófst með söng kórs stuðningsmanna hans sem voru fangelsaðir fyrir að ráðast á þinghúsið fyrir tveimur árum. Trump eyddi stórum hluta fundarins í að níða saksóknara sem rannsaka hann.

Erlent
Fréttamynd

Trump skellir skuldinni á Pence fyrir á­rásina á þing­húsið

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna.

Erlent
Fréttamynd

Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps

Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar og lögregla gagnrýna Carlson og Fox News

Öldungadeildarþingmenn úr röðum Repúblikanaflokksins og lögregluyfirvöld í Washington D.C. hafa gagnrýnt Fox News harðlega fyrir að birta myndskeið frá árásinni á þinghúsið, þar sem atburðir eru teknir úr öllu samhengi.

Erlent