Pochettino var ráðinn þjálfari PSG í síðustu viku en hann tekur við liðinu af Thomas Tuchel sem var rekinn eftir að hafa unnið frönsku úrvalsdeildina og komið liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Á nítjándu mínútu kom Saint-Etienne yfir. Markið skoraði Romain Hamouma en lánsmaðurinn frá Everton, Moise Kean, jafnaði metin þremur mínútum síðar. 1-1 í hálfleik.
Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og lokatölur því 1-1.
PSG er í öðru sæti deildarinnar með 36 stig, þremur stigum á eftir toppliði Lyon, en Saint-Etienne er í fjórtánda sætinu með nítján stig.
The newest member - ! #ASSEPSG pic.twitter.com/p1pBo3eMX0
— Paris Saint-Germain (@PSG_English) January 6, 2021