Aston Villa á að mæta Liverpool í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar á föstudagskvöldið en nú er sá leikur í hættu.
Aston Villa can confirm that the Club has closed its Bodymoor Heath training ground after a significant Coronavirus outbreak.
— Aston Villa (@AVFCOfficial) January 7, 2021
Aston Villa staðfesti í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum að fjöldi kórónuveirusmita hafi komið upp meðal leikmanna og starfsmanna aðalliðsins sem höfðu verið prófaðir bæði á mánudaginn og þriðjudaginn.
Síðasta æfing liðsins, fyrir leikinn á móti Liverpool á morgun, átti að fara fram í dag en var frestað. Blaðamannafundi knattspyrnustjóra liðsins var einnig frestað.
Viðræður eru nú í gangi milli félagsins, enska knattspyrnusambandsins og ensku úrvalsdeildarinnar um hvernig eigi að bregðast við þessu og hvort þurfi nú að fresta leikjum Villa á næstunni.
Aston Villa's Covid outbreak leaves Liverpool FA Cup tie in doubt and first-team squad in isolation https://t.co/VKA3MTP4ho
— Guardian sport (@guardian_sport) January 7, 2021