Hasenhüttl féll niður á hnén og grét gleðitárum eftir að lokaflautið gall. Þetta var í fyrsta sinn sem lið undir hans stjórn nær í stig gegn liði Jürgens Klopp.
Capello furðaði sig á fagnaðarlátum Austurríkismannsins eftir leikinn. „Ég skil ekki svona lagað,“ sagði hann á Sky Italia.
„Hann var í vinnunni. Það er allt í lagi að sýna smá tilfinningar en þetta var yfirdrifið. Af hverju í ósköpunum ferðu að gráta?“ spurðu Capello forviða.
Strákarnir hans Hasenhüttls hafa leikið vel á tímabilinu og eru í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Liverpool.
Hasenhüttl tók við Southampton af Mark Hughes í desember 2018. Hann var áður stjóri RB Leipzig í Þýskalandi.