Takmarkaðar lagaheimildir hafa að miklu leyti staðið sænskum stjórnvöldum fyrir þrifum í baráttunni, en með samþykkt neyðarlaganna er vonast til að hægt verði að færa aukinn kraft í hana.
Með neyðarlögunum getur ríkisstjórnin nú tekið ákvarðanir um frekari samkomubann og takmörkun opnunartíma til dæmis leikhúsa, kvikmyndahúsa, líkamsræktarstöðva, sundlauga, tjaldsvæða, dýragarða, listasafna og í ýmslum samkomustöðum.
Sömuleiðis ná lögin til starfsemi verslana og verslunarmiðstöðva, innanlandsflugs og almenningssamgangna.
Neyðarlögin taka gildi á sunnudaginn og fram til síðasta dags septembermánaðar á þessu ári.
Alls hafa nú rúmlega níu þúsund manns látist af völdum Covid-19 í Svíþjóð og eru skráð tilfelli sjúkdómsins nú rúmlega 482 þúsund.