Lorenzo Pellegrini kom Roma yfir á sautjándu mínútu. Arkitektinn var Henrikh Mkhitaryan en hann hefur farið á kostum á tímabilinu. Staðan 1-0 í leikhléi.
Króatinn Milan Skriniar jafnaði metin á 56. mínútu og sjö mínútum síðar skoraði Achraf Hakimi annað markið. Markið var einkar fallegt en vinstri fótar skot hans fór í slá og inn.
Það reyndist þó ekki sigurmarkið þar sem Gianluca Mancini skoraði jöfnunarmarkið á 86. mínútu og lokatölur 2-2.
Staða liðanna er því að mestu óbreytt eftir leikinn. Inter er með 37 stig, þremur stigum frá toppliði AC Milan, en Roma er í þriðja sætinu með 34 stig.