Meira kemur til með að mæða á Gylfa í bikarslagnum Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2021 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar mæta Rotherham í dag. Getty/Tony McArdle Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í stóru hlutverki hjá Everton síðustu vikur og útlit er fyrir enn meira mæði á honum í dag þegar liðið freistar þess að komast áfram í ensku bikarkeppninni í fótbolta. Everton tekur á móti Rotherham kl. 12 í dag í fyrsta leiknum af átta sem sýndir verða á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag og á morgun. Kári Árnason, félagi Gylfa úr landsliðinu, gerði garðinn frægan hjá Rotherham á árunum 2012-2015 og fór með liðinu upp um tvær deildir, í þá næstefstu, þar sem það situr nú í næstneðsta sæti. Franski bakvörðurinn Lucas Digne hefur jafnað sig af ökklameiðslum, fyrr en áætlað var, og gæti spilað í dag eftir að hafa verið úr leik síðan í nóvember. Bikarleikir helgarinnar á íþróttarásum Stöðvar 2: 9. janúar: 12.00 Everton - Rotherham (Stöð 2 Sport 2) 15.00 QPR - Fulham (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Arsenal - Newcastle (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Man. Utd - Watford (Stöð 2 Sport 2) 10. janúar: 13.30 Man. City - Birmingham (Stöð 2 Sport 2) 13.30 Chelsea - Morecambe (Stöð 2 Sport 3) 17.00 Marine - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19.30 Newport - Brighton (Stöð 2 Sport 3) Carlo Ancelotti, stjóri Everton, ákvað að gefa sóknarmönnunum Dominic Calvert-Lewin og Richarlison kærkomna hvíld í dag. Þess vegna gæti Ítalinn þurft að treysta meira en ella á Gylfa í sóknarleik liðsins. Kólumbíumaðurinn James Rodriguez gæti þó leikið sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu frá því 5. desember, eftir að hafa jafnað sig af kálfameiðslum og komið inn á í síðasta leik, 1-0 tapinu gegn West Ham á nýársdag, og Alex Iwobi er einnig heill heilsu eftir að hafa misst af þeim leik. Jonjoe Kenny og markmaðurinn Jordan Pickford munu ekki spila í dag. „Sumir eru meiddir og sumir fá hvíld,“ sagði Ancelotti um fjarveru leikmanna. Hann staðfesti að Tyrkinn Cenk Tosun myndi leiða framlínu Everton og að Ben Godfrey yrði í miðri vörninni. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Sjá meira
Everton tekur á móti Rotherham kl. 12 í dag í fyrsta leiknum af átta sem sýndir verða á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag og á morgun. Kári Árnason, félagi Gylfa úr landsliðinu, gerði garðinn frægan hjá Rotherham á árunum 2012-2015 og fór með liðinu upp um tvær deildir, í þá næstefstu, þar sem það situr nú í næstneðsta sæti. Franski bakvörðurinn Lucas Digne hefur jafnað sig af ökklameiðslum, fyrr en áætlað var, og gæti spilað í dag eftir að hafa verið úr leik síðan í nóvember. Bikarleikir helgarinnar á íþróttarásum Stöðvar 2: 9. janúar: 12.00 Everton - Rotherham (Stöð 2 Sport 2) 15.00 QPR - Fulham (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Arsenal - Newcastle (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Man. Utd - Watford (Stöð 2 Sport 2) 10. janúar: 13.30 Man. City - Birmingham (Stöð 2 Sport 2) 13.30 Chelsea - Morecambe (Stöð 2 Sport 3) 17.00 Marine - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19.30 Newport - Brighton (Stöð 2 Sport 3) Carlo Ancelotti, stjóri Everton, ákvað að gefa sóknarmönnunum Dominic Calvert-Lewin og Richarlison kærkomna hvíld í dag. Þess vegna gæti Ítalinn þurft að treysta meira en ella á Gylfa í sóknarleik liðsins. Kólumbíumaðurinn James Rodriguez gæti þó leikið sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu frá því 5. desember, eftir að hafa jafnað sig af kálfameiðslum og komið inn á í síðasta leik, 1-0 tapinu gegn West Ham á nýársdag, og Alex Iwobi er einnig heill heilsu eftir að hafa misst af þeim leik. Jonjoe Kenny og markmaðurinn Jordan Pickford munu ekki spila í dag. „Sumir eru meiddir og sumir fá hvíld,“ sagði Ancelotti um fjarveru leikmanna. Hann staðfesti að Tyrkinn Cenk Tosun myndi leiða framlínu Everton og að Ben Godfrey yrði í miðri vörninni. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Bikarleikir helgarinnar á íþróttarásum Stöðvar 2: 9. janúar: 12.00 Everton - Rotherham (Stöð 2 Sport 2) 15.00 QPR - Fulham (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Arsenal - Newcastle (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Man. Utd - Watford (Stöð 2 Sport 2) 10. janúar: 13.30 Man. City - Birmingham (Stöð 2 Sport 2) 13.30 Chelsea - Morecambe (Stöð 2 Sport 3) 17.00 Marine - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19.30 Newport - Brighton (Stöð 2 Sport 3)
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Sjá meira