Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi handtekinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2021 19:38 Sótt var að þingsalnum og lögregla innandyra var tilneydd til að grípa til vopna. AP/ANDREW HARNIK Maðurinn sem kom sér fyrir í stól Pelosi þegar múgur réðst inn í þinghúsið hefur verið handekinn og ákærður fyrir brot á alríkislögum. Þetta kemur fram á vef fréttaveitunnar CNN. Maðurinn heitir Richard Barnett en ljósmynd af honum fór mikinn á samfélagsmiðlum og fréttaveitum þar sem hann situr í stól forseta fulltrúardeildar Bandaríkjaþings á þeim tíma er múgur réðst inn í þinghúsið. Alríkislögreglumaður sagði að Richard Barnett hafi verið færður í gæsluvarðhald í morgun. A supporter of President Trump sits inside Speaker Pelosi's office. pic.twitter.com/xyhj0Lziro— NBC News (@NBCNews) January 6, 2021 „Ég kom öskrandi og sparkandi inn í þennan heim, ataður blóði annarar manneskju. Ég óttast ekki að yfirgefa hann með sama hætti.“ Þetta sagði Richard nokkur Barnett á Facebook í desember en nú er hann þekktur sem maðurinn sem kom sér makindalega fyrir á skrifstofu Nancy Pelosi þegar hann og fleiri réðust inn í þinghúsið. Barnett hefur líklega þótt stundin sæt en síðastliðinn laugardag gagnrýndi hann Pelosi á samskiptamiðlinum, fyrir að nota „hvítur þjóðernissinni“ sem niðrandi hugtak. „Ég er hvítur. Því er ekki að neita. Ég er þjóðernissinni. Ég set þjóð mína í fyrsta sæti. Það gerir mig hvítan þjóðernissinna,“ sagði Barnett og bætti við að þeir sem væru ekki þjóðernissinnar ættu að hypja sig úr landi. Trump hefur sætt mikilli gagnrýni vegna innrásar stuðningsmanna hans í bandaríska þinghúsið á miðvikudag. Í aðdragandanum hvatti hann fólk til mótmæla við bandaríska þinghúsið en sagðist svo í yfirlýsingu í gær fordæma þá sem hefðu brotið lög umrætt sinn. Fjórir mótmælendur og einn lögreglumaður létu lífið í átökum. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sagður íhuga að náða sjálfan sig Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt til við ráðgjafa sína að hann hafi áhuga á að veita sjálfum sér forsetanáðun á lokadögum forsetatíðar sinnar. Forsetinn mun vera sannfærður um að óvinir sínir muni beita dómskerfinu gegn sér eftir að hann fer úr Hvíta húsinu. 8. janúar 2021 11:40 Lögreglan hafnaði boðum um aðstoð Nokkrum dögum fyrir óeirðirnar í þinghúsi Bandaríkjanna höfðu embættismenn í varnarmálaráðuneytinu samband við lögreglu þingsins og buðu þeim aðstoð þjóðvarðliðs Washington DC við að halda aftur af mótmælendum. Þegar þúsundir stuðningsmanna Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, umkringdu húsið á miðvikudaginn bauð dómsmálaráðuneytið aðstoð Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 08:54 Lögreglumaður lést af sárum sínum eftir árásina á þinghúsið Lögreglumaður sem starfaði í þinghúsi Bandaríkjanna, Capitol Hill, er látinn. Hann lést af sárum sem hann hlaut þegar æstur múgur réðst inn í þinghúsið síðastliðinn miðvikudag og truflaði þingfund þar sem átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 06:45 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Þetta kemur fram á vef fréttaveitunnar CNN. Maðurinn heitir Richard Barnett en ljósmynd af honum fór mikinn á samfélagsmiðlum og fréttaveitum þar sem hann situr í stól forseta fulltrúardeildar Bandaríkjaþings á þeim tíma er múgur réðst inn í þinghúsið. Alríkislögreglumaður sagði að Richard Barnett hafi verið færður í gæsluvarðhald í morgun. A supporter of President Trump sits inside Speaker Pelosi's office. pic.twitter.com/xyhj0Lziro— NBC News (@NBCNews) January 6, 2021 „Ég kom öskrandi og sparkandi inn í þennan heim, ataður blóði annarar manneskju. Ég óttast ekki að yfirgefa hann með sama hætti.“ Þetta sagði Richard nokkur Barnett á Facebook í desember en nú er hann þekktur sem maðurinn sem kom sér makindalega fyrir á skrifstofu Nancy Pelosi þegar hann og fleiri réðust inn í þinghúsið. Barnett hefur líklega þótt stundin sæt en síðastliðinn laugardag gagnrýndi hann Pelosi á samskiptamiðlinum, fyrir að nota „hvítur þjóðernissinni“ sem niðrandi hugtak. „Ég er hvítur. Því er ekki að neita. Ég er þjóðernissinni. Ég set þjóð mína í fyrsta sæti. Það gerir mig hvítan þjóðernissinna,“ sagði Barnett og bætti við að þeir sem væru ekki þjóðernissinnar ættu að hypja sig úr landi. Trump hefur sætt mikilli gagnrýni vegna innrásar stuðningsmanna hans í bandaríska þinghúsið á miðvikudag. Í aðdragandanum hvatti hann fólk til mótmæla við bandaríska þinghúsið en sagðist svo í yfirlýsingu í gær fordæma þá sem hefðu brotið lög umrætt sinn. Fjórir mótmælendur og einn lögreglumaður létu lífið í átökum.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sagður íhuga að náða sjálfan sig Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt til við ráðgjafa sína að hann hafi áhuga á að veita sjálfum sér forsetanáðun á lokadögum forsetatíðar sinnar. Forsetinn mun vera sannfærður um að óvinir sínir muni beita dómskerfinu gegn sér eftir að hann fer úr Hvíta húsinu. 8. janúar 2021 11:40 Lögreglan hafnaði boðum um aðstoð Nokkrum dögum fyrir óeirðirnar í þinghúsi Bandaríkjanna höfðu embættismenn í varnarmálaráðuneytinu samband við lögreglu þingsins og buðu þeim aðstoð þjóðvarðliðs Washington DC við að halda aftur af mótmælendum. Þegar þúsundir stuðningsmanna Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, umkringdu húsið á miðvikudaginn bauð dómsmálaráðuneytið aðstoð Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 08:54 Lögreglumaður lést af sárum sínum eftir árásina á þinghúsið Lögreglumaður sem starfaði í þinghúsi Bandaríkjanna, Capitol Hill, er látinn. Hann lést af sárum sem hann hlaut þegar æstur múgur réðst inn í þinghúsið síðastliðinn miðvikudag og truflaði þingfund þar sem átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 06:45 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Trump sagður íhuga að náða sjálfan sig Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt til við ráðgjafa sína að hann hafi áhuga á að veita sjálfum sér forsetanáðun á lokadögum forsetatíðar sinnar. Forsetinn mun vera sannfærður um að óvinir sínir muni beita dómskerfinu gegn sér eftir að hann fer úr Hvíta húsinu. 8. janúar 2021 11:40
Lögreglan hafnaði boðum um aðstoð Nokkrum dögum fyrir óeirðirnar í þinghúsi Bandaríkjanna höfðu embættismenn í varnarmálaráðuneytinu samband við lögreglu þingsins og buðu þeim aðstoð þjóðvarðliðs Washington DC við að halda aftur af mótmælendum. Þegar þúsundir stuðningsmanna Donalds Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, umkringdu húsið á miðvikudaginn bauð dómsmálaráðuneytið aðstoð Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 08:54
Lögreglumaður lést af sárum sínum eftir árásina á þinghúsið Lögreglumaður sem starfaði í þinghúsi Bandaríkjanna, Capitol Hill, er látinn. Hann lést af sárum sem hann hlaut þegar æstur múgur réðst inn í þinghúsið síðastliðinn miðvikudag og truflaði þingfund þar sem átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. 8. janúar 2021 06:45