Viðurkennir að það hafi verið mistök að reka ekki Pickford út af fyrir brotið á Van Dijk Anton Ingi Leifsson skrifar 10. janúar 2021 12:00 Brotið umdeilda í leik liðanna þann 17. október. John Powell/Liverpool FC Enski dómarinn Michael Oliver viðurkennir að hann hafi gert mistök með því að gefa Jordan Pickford ekki rauða spjaldið fyrir brot hans á Virgil Van Dijk í leik liðanna í október. Brot sem heldur Hollendingnum frá fótboltavellinum í nokkra mánuði. Mikið var rætt og ritað um atvikið en Pickford æddi út úr marki sínu og tæklaði Van Dijk. Hollendingurinn var hins vegar rangstæður svo dæmd var rangstaða og enski landsliðsmarkvörðurinn slapp með skrekkinn. Van Dijk var hins vegar borinn af velli en hann hefur ekkert leikið síðan liðin mættust í október. Það kom síðar í ljós að hann sleit krossbönd en dómari leiksins hefur nú viðurkennt mistök sín. „Við hugsuðum að þetta gæti ekki verið vítaspyrna ef hann væri rangstæður. Þannig við skoðuðum rangstæðuna og ég sagði við VAR-teymið að ég myndi dæma vítaspyrnu ef þetta væri ekki rangstaða,“ sagði Oliver og hélt áfram. „Ég hef horft á þetta svo oft. Í raun og veru finnst mér Pickford ekki gera neitt nema reyna breiða úr sér en hann gerir það ekki á réttan hátt, eins og sést í meiðslunum. Við höfum hugsað mikið um þetta og við hefðum átt að dæma rangstæðu og reka Pickford út af.“ „Það sem kom mér á óvart þegar ég horfði á þetta aftur var að enginn leikmaður var að biðja um rautt spjald. Við gleymdum okkur í smáatriðunum í stað þess að hugsa um stóru myndina; sem var að hugsa um brotið líka en ekki bara hvort þetta hafi verið víti.“ „Leikurinn hefði átt að byrja aftur með rangstöðu en með annarri refsingu á Pickford en hann fékk,“ bætti Oliver við. Premier League referee Michael Oliver has admitted he made a mistake by not sending off Jordan Pickford for a challenge that led to a serious knee injury for Virgil van Dijk.— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 10, 2021 Enski boltinn Tengdar fréttir Ederson kemur Pickford til varnar eftir tæklinguna á Van Dijk Ederson, markvörður Man. City, kemur Jordan Pickford, markverði Everton, til varnar eftir tæklingu hans á Virgil Van Dijk í síðasta mánuði. 8. nóvember 2020 23:01 Southgate hughreysti Pickford eftir leikinn gegn Liverpool Landsliðsþjálfari Englands hringdi í Jordan Pickford eftir leik Everton og Liverpool þar sem hann meiddi Virgil van Dijk. 6. nóvember 2020 09:01 Aðgerð Van Dijk gekk vel Virgil van Dijk er kominn af skurðarborðinu og læknar hans voru ánægðir með árangurinn. 30. október 2020 11:26 Pickford réði lífverði vegna morðhótana Markvörður Everton óttaðist um öryggi sitt vegna morðhótana sem honum bárust eftir grannaslaginn gegn Liverpool. 28. október 2020 15:00 Sakar Pickford um „algjöra heimsku“ og Everton um að ganga of langt Georginio Wijnaldum segir að leikmenn Everton gangi of langt í nágrannarimmum við Liverpool. Brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk hafi verið „algjör heimska“. 21. október 2020 10:31 Óvíst hvort Virgil van Dijk spili meira á tímabilinu Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool og einn besti varnarmaður heims, gæti verið frá út tímabilið en hann er með sködduð liðbönd. 18. október 2020 17:19 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Mikið var rætt og ritað um atvikið en Pickford æddi út úr marki sínu og tæklaði Van Dijk. Hollendingurinn var hins vegar rangstæður svo dæmd var rangstaða og enski landsliðsmarkvörðurinn slapp með skrekkinn. Van Dijk var hins vegar borinn af velli en hann hefur ekkert leikið síðan liðin mættust í október. Það kom síðar í ljós að hann sleit krossbönd en dómari leiksins hefur nú viðurkennt mistök sín. „Við hugsuðum að þetta gæti ekki verið vítaspyrna ef hann væri rangstæður. Þannig við skoðuðum rangstæðuna og ég sagði við VAR-teymið að ég myndi dæma vítaspyrnu ef þetta væri ekki rangstaða,“ sagði Oliver og hélt áfram. „Ég hef horft á þetta svo oft. Í raun og veru finnst mér Pickford ekki gera neitt nema reyna breiða úr sér en hann gerir það ekki á réttan hátt, eins og sést í meiðslunum. Við höfum hugsað mikið um þetta og við hefðum átt að dæma rangstæðu og reka Pickford út af.“ „Það sem kom mér á óvart þegar ég horfði á þetta aftur var að enginn leikmaður var að biðja um rautt spjald. Við gleymdum okkur í smáatriðunum í stað þess að hugsa um stóru myndina; sem var að hugsa um brotið líka en ekki bara hvort þetta hafi verið víti.“ „Leikurinn hefði átt að byrja aftur með rangstöðu en með annarri refsingu á Pickford en hann fékk,“ bætti Oliver við. Premier League referee Michael Oliver has admitted he made a mistake by not sending off Jordan Pickford for a challenge that led to a serious knee injury for Virgil van Dijk.— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 10, 2021
Enski boltinn Tengdar fréttir Ederson kemur Pickford til varnar eftir tæklinguna á Van Dijk Ederson, markvörður Man. City, kemur Jordan Pickford, markverði Everton, til varnar eftir tæklingu hans á Virgil Van Dijk í síðasta mánuði. 8. nóvember 2020 23:01 Southgate hughreysti Pickford eftir leikinn gegn Liverpool Landsliðsþjálfari Englands hringdi í Jordan Pickford eftir leik Everton og Liverpool þar sem hann meiddi Virgil van Dijk. 6. nóvember 2020 09:01 Aðgerð Van Dijk gekk vel Virgil van Dijk er kominn af skurðarborðinu og læknar hans voru ánægðir með árangurinn. 30. október 2020 11:26 Pickford réði lífverði vegna morðhótana Markvörður Everton óttaðist um öryggi sitt vegna morðhótana sem honum bárust eftir grannaslaginn gegn Liverpool. 28. október 2020 15:00 Sakar Pickford um „algjöra heimsku“ og Everton um að ganga of langt Georginio Wijnaldum segir að leikmenn Everton gangi of langt í nágrannarimmum við Liverpool. Brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk hafi verið „algjör heimska“. 21. október 2020 10:31 Óvíst hvort Virgil van Dijk spili meira á tímabilinu Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool og einn besti varnarmaður heims, gæti verið frá út tímabilið en hann er með sködduð liðbönd. 18. október 2020 17:19 Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Joshua kjálkabraut Paul Sport Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Ederson kemur Pickford til varnar eftir tæklinguna á Van Dijk Ederson, markvörður Man. City, kemur Jordan Pickford, markverði Everton, til varnar eftir tæklingu hans á Virgil Van Dijk í síðasta mánuði. 8. nóvember 2020 23:01
Southgate hughreysti Pickford eftir leikinn gegn Liverpool Landsliðsþjálfari Englands hringdi í Jordan Pickford eftir leik Everton og Liverpool þar sem hann meiddi Virgil van Dijk. 6. nóvember 2020 09:01
Aðgerð Van Dijk gekk vel Virgil van Dijk er kominn af skurðarborðinu og læknar hans voru ánægðir með árangurinn. 30. október 2020 11:26
Pickford réði lífverði vegna morðhótana Markvörður Everton óttaðist um öryggi sitt vegna morðhótana sem honum bárust eftir grannaslaginn gegn Liverpool. 28. október 2020 15:00
Sakar Pickford um „algjöra heimsku“ og Everton um að ganga of langt Georginio Wijnaldum segir að leikmenn Everton gangi of langt í nágrannarimmum við Liverpool. Brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk hafi verið „algjör heimska“. 21. október 2020 10:31
Óvíst hvort Virgil van Dijk spili meira á tímabilinu Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool og einn besti varnarmaður heims, gæti verið frá út tímabilið en hann er með sködduð liðbönd. 18. október 2020 17:19