Eran Zahavi kom PSV yfir strax á 2. mínútu og bætti svo um betur þegar hann kom þeim í 2-0 á 21. mínútu, bæði mörkin komu eftir stoðsendingu frá Donyell Malen.
Quincy Promes minnkaði muninn fyrir Ajax á 40. mínútu og staðan 1-2 í hálfleik.
Sebastien Haller skoraði fyrir Ajax á 50. mínútu en það mark var dæmt af með aðstoð myndbandsdómgæslu. Haller er nýkominn til Ajax frá West Ham á Englandi.
Það var síðan á 65. mínútu sem Ajax náði að jafna metin en þar var að verki hinn brasilíski Antony sem skoraði eftir stoðsendingu frá Haller.
Eftir leikinn er toppbaráttan galopin, Ajax er í fyrsta sæti með 35 stig en PSV er í öðru sæti með einu stigi minna. Feyenoord og Vitesse eru síðan með 32 stig í þriðja og fjórða sæti.