Borgaryfirvöld í Seúl til óléttra kvenna: Hugaðu að útlitinu og eldaðu mat fyrir karlinn fyrir fæðinguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2021 08:42 Það er að mörgu að huga í Seúl þegar barn er í vændum. Unsplash/rawkkim Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í Suður-Kóreu þegar borgaryfirvöld í Seúl gáfu út leiðbeiningar til óléttra kvenna, þar sem þeir var meðal annars ráðlagt að huga að útlitinu og hafa tilbúnar máltíðir og hrein föt fyrir karlinn fyrir fæðingu. Samkvæmt Guardian virðast ráðleggingarnar aðallega hafa verið gagnrýndar fyrir kvenfyrirlitningu en þær eru þó ekki síður niðrandi fyrir karlmenn, sem eru samkvæmt þeim algjörlega ósjálfbjarga. Leiðbeiningarnar voru birtar á opinberri heimasíðu og voru meðal annars þess efnis að á fyrstu mánuðum ættu konur alls ekki að forðast húsverk, þar sem þau hjálpuðu við að halda þeim í formi. Þá var konum ráðlagt að hafa „gömlu“ fötin hangandi fyrir augunum, sem hvatningu til að halda sér í hæfilegri þyngd á meðgöngu og ná fyrri þyngd eftir fæðingu. „Ef það freistar þín að borða of mikið eða hreyfa þig ekki, líttu þá á fötin.“ Ekki vera sjúskuð: Kauptu hárband fyrir fæðinguna Þegar líða fer að fæðingu er rétt að huga að því að taka til í ísskápnum og undirbúa þrjár til fjórar máltíðir fyrir karlmanninn, „sem er óvanur því að elda“. Eitthvað sem hann getur hitað upp sjálfur. Þá þarf hin ólétta kona að sjá til þess að eiginmaðurinn og börn eigi hrein föt til nokkurra daga og ekki síst: Kaupa hárband til að líta ekki sjúskuð út eftir fæðinguna. Samkvæmt Korea Herald voru ráðleggingarnar unnar af landssamtökum fæðinga- og kvenlækna. Þær voru fjarlægðar í kjölfar gagnrýninnar á samfélagsmiðlum. „Halda þeir enn að giftar konur séu húshjálp eiginmanna sinna?“ spurði einn. „Undir lok meðgöngunnar á maður erfitt með að ná andanum og þeir gera ráð fyrir því að maður sé að taka til nærföt og undirbúa mat fyrir eiginmanninn!?“ spurði annar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld eru gagnrýnd fyrir ráðleggingar af þessu tagi en árið 2018 var það mjög gagnrýnt þegar þau birtu leiðbeiningar til framhaldsskólanema þar sem konum var ráðlagt að huga að útlitinu en körlum að því að bæta efnahagslega stöðu sína. Þá stóð í leiðbeiningunum að menn sem eyddu miklum peningum í stefnumót gerðu þær kröfur að vera launaður greiðinn. Suður-Kórea Jafnréttismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Samkvæmt Guardian virðast ráðleggingarnar aðallega hafa verið gagnrýndar fyrir kvenfyrirlitningu en þær eru þó ekki síður niðrandi fyrir karlmenn, sem eru samkvæmt þeim algjörlega ósjálfbjarga. Leiðbeiningarnar voru birtar á opinberri heimasíðu og voru meðal annars þess efnis að á fyrstu mánuðum ættu konur alls ekki að forðast húsverk, þar sem þau hjálpuðu við að halda þeim í formi. Þá var konum ráðlagt að hafa „gömlu“ fötin hangandi fyrir augunum, sem hvatningu til að halda sér í hæfilegri þyngd á meðgöngu og ná fyrri þyngd eftir fæðingu. „Ef það freistar þín að borða of mikið eða hreyfa þig ekki, líttu þá á fötin.“ Ekki vera sjúskuð: Kauptu hárband fyrir fæðinguna Þegar líða fer að fæðingu er rétt að huga að því að taka til í ísskápnum og undirbúa þrjár til fjórar máltíðir fyrir karlmanninn, „sem er óvanur því að elda“. Eitthvað sem hann getur hitað upp sjálfur. Þá þarf hin ólétta kona að sjá til þess að eiginmaðurinn og börn eigi hrein föt til nokkurra daga og ekki síst: Kaupa hárband til að líta ekki sjúskuð út eftir fæðinguna. Samkvæmt Korea Herald voru ráðleggingarnar unnar af landssamtökum fæðinga- og kvenlækna. Þær voru fjarlægðar í kjölfar gagnrýninnar á samfélagsmiðlum. „Halda þeir enn að giftar konur séu húshjálp eiginmanna sinna?“ spurði einn. „Undir lok meðgöngunnar á maður erfitt með að ná andanum og þeir gera ráð fyrir því að maður sé að taka til nærföt og undirbúa mat fyrir eiginmanninn!?“ spurði annar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem yfirvöld eru gagnrýnd fyrir ráðleggingar af þessu tagi en árið 2018 var það mjög gagnrýnt þegar þau birtu leiðbeiningar til framhaldsskólanema þar sem konum var ráðlagt að huga að útlitinu en körlum að því að bæta efnahagslega stöðu sína. Þá stóð í leiðbeiningunum að menn sem eyddu miklum peningum í stefnumót gerðu þær kröfur að vera launaður greiðinn.
Suður-Kórea Jafnréttismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira