Stjórnmál í sóttkví Þorsteinn Sæmundsson skrifar 11. janúar 2021 15:01 Covid faraldurinn og barátta við hann hafa litað stjórnmálin síðan faraldurinn kom upp fyrir tæpu ári síðan. Miðflokkurinn hefur staðið með ríkisstjórninni í öllum þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til og ekki staðið í vegi afgreiðslu þeirra með nokkrum hætti. Flokkurinn hefur lagt til aðrar útfærslur í sumum málum einkum er varða rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja auk þess að leggja áherslu á aðgerðir til langs tíma frá byrjun faraldurs. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa í stuttu máli fellt allar tillögur Miðflokksins og annarra stjórnarandstöðuflokka en gert sumar tillögurnar að sínum við síðari útfærslu aðgerða sem er vel en nær hefði verið að taka undir tillögurnar strax. Meðan á baráttunni við veiruna hefur staðið hefur myndast nokkurs konar pólitísk meðvirkni sem ríkisstjórnin er smám saman farin að treysta á. Ríkisstjórnin hefur kynnt tillögur sínar að mestu án samráðs með glærusýningum þar sem útfærslu hefur skort en hefur síðan ætlast til að þingið ,,stimpli“ tillögurnar umræðulítið og gagnrýnislaust. Meirihluti þingsins er þannig lítið gefinn fyrir gagnrýna pólitíska umræðu um skref sem stíga þarf í baráttunni við veiruna og áhrif hennar hvort sem er á heilsu almennings eða efnahag þjóðarinnar. Þetta kom glöggt fram í umræðu um fjárlög fyrir árið 2021 og breytingartillögur við þau nú rétt fyrir jól. Í fjárlögunum kvað við nokkuð annan tón hjá ríkisstjórninni en fyrr. Fjárlögin voru meira kosningamiðuð en covidmiðuð eins og sjá má í heimildum smáum og stórum víða í fjárlögum sem dreift er eins og karamellum úr flugvél. Allt átti þetta að samþykkjast með pólitískri meðvirkni undir yfirskini samstöðu við erfiðar aðstæður. Fór svo að vanda að allar tillögur stjórnarandstöðu voru felldar þar á meðal skynsamlegar og vandaðar tillögur Miðflokksins sem allar voru fullfjármagnaðar. Allar aðgerðir og aðgerðarleysi vegna faraldursins eru því alfarið á ábyrgð ríkisstjórnarflokkanna. Stjórnvöld hafa treyst á litla gagnrýni á framgöngu sina í baráttunni einnig undir merki nauðsynlegrar samstöðu. Í þeim anda sem að framan er lýst hefur ríkisstjórnin nú kynnt stefnu sína varðandi bólusetningar þjóðarinnar gegn Covid 19 ekki bara einu sinni heldur kemur ný stefna nánast á hverjum degi. Upplýsingaóreiðan er hrópandi og ljóst er að mistök hafa verið gerð varðandi kaup á bóluefni. Þetta birtist á ýmsan hátt. Engum er ljóst hver bar ábyrgð á gerð samninga um bóluefni. Var það heilbrigðisráðuneyti, Sjúkratryggingar, Landlæknir eða einhverjir aðrir?? Forsætisráðherra sá sig knúna að taka málið yfir að hluta úr hendi heilbrigðisráðherra. Tveir valinkunnir vísindamenn hafa hangið á húninum hjá Pfizer í von um hraðari afgreiðslu á bóluefni Íslendingum til handa. Annar þeirra hefur reyndar ýjað að því að við höfum ekki komið fram sem sjálfstæð þjóð í baráttunni fyrir að fá bóluefni afhent fljótt og vel. Hver rær í sínu horni og ekki er sýnilegt að neinn hafi nauðsynlega yfirsýn. Það er ekki vansalaust. Í ljósi takmarkaðs magns bóluefnis er forgangshópum breytt frá degi til dags og nýjustu tíðindi eru þau að lungi bóluefna berist til landsins á þriðja ársfjórðungi ársins 2021. Þar er m.a. gert ráð fyrir afhendingu bóluefna sem enn eru í þróunar og samþykktarferli. Nýjustu tíðindi benda til þess að beita eigi smáskammtalækningum. Þetta eru rándýr tíðindi miðað við að núverandi ástand og lokanir kosta þjóðfélagið um milljarð króna á dag. Það er út af fyrir sig skiljanlegt að ríkisstjórnin hafi ekki kært sig um að þing kæmi saman í jólaleyfi líkt og Miðflokkurinn lagði til í því skyni að ræða framboð á bóluefni og afhendingartíma en stórmannlegt er það ekki. Ríkisstjórnin fær þó ekki frið fyrir þeirri nauðsynlegu umræðu lengur en til 18. janúar þegar þing kemur saman að nýju. Þá verður krafist þeirra svara sem þjóðin á rétt á. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Bólusetningar Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Covid faraldurinn og barátta við hann hafa litað stjórnmálin síðan faraldurinn kom upp fyrir tæpu ári síðan. Miðflokkurinn hefur staðið með ríkisstjórninni í öllum þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til og ekki staðið í vegi afgreiðslu þeirra með nokkrum hætti. Flokkurinn hefur lagt til aðrar útfærslur í sumum málum einkum er varða rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja auk þess að leggja áherslu á aðgerðir til langs tíma frá byrjun faraldurs. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa í stuttu máli fellt allar tillögur Miðflokksins og annarra stjórnarandstöðuflokka en gert sumar tillögurnar að sínum við síðari útfærslu aðgerða sem er vel en nær hefði verið að taka undir tillögurnar strax. Meðan á baráttunni við veiruna hefur staðið hefur myndast nokkurs konar pólitísk meðvirkni sem ríkisstjórnin er smám saman farin að treysta á. Ríkisstjórnin hefur kynnt tillögur sínar að mestu án samráðs með glærusýningum þar sem útfærslu hefur skort en hefur síðan ætlast til að þingið ,,stimpli“ tillögurnar umræðulítið og gagnrýnislaust. Meirihluti þingsins er þannig lítið gefinn fyrir gagnrýna pólitíska umræðu um skref sem stíga þarf í baráttunni við veiruna og áhrif hennar hvort sem er á heilsu almennings eða efnahag þjóðarinnar. Þetta kom glöggt fram í umræðu um fjárlög fyrir árið 2021 og breytingartillögur við þau nú rétt fyrir jól. Í fjárlögunum kvað við nokkuð annan tón hjá ríkisstjórninni en fyrr. Fjárlögin voru meira kosningamiðuð en covidmiðuð eins og sjá má í heimildum smáum og stórum víða í fjárlögum sem dreift er eins og karamellum úr flugvél. Allt átti þetta að samþykkjast með pólitískri meðvirkni undir yfirskini samstöðu við erfiðar aðstæður. Fór svo að vanda að allar tillögur stjórnarandstöðu voru felldar þar á meðal skynsamlegar og vandaðar tillögur Miðflokksins sem allar voru fullfjármagnaðar. Allar aðgerðir og aðgerðarleysi vegna faraldursins eru því alfarið á ábyrgð ríkisstjórnarflokkanna. Stjórnvöld hafa treyst á litla gagnrýni á framgöngu sina í baráttunni einnig undir merki nauðsynlegrar samstöðu. Í þeim anda sem að framan er lýst hefur ríkisstjórnin nú kynnt stefnu sína varðandi bólusetningar þjóðarinnar gegn Covid 19 ekki bara einu sinni heldur kemur ný stefna nánast á hverjum degi. Upplýsingaóreiðan er hrópandi og ljóst er að mistök hafa verið gerð varðandi kaup á bóluefni. Þetta birtist á ýmsan hátt. Engum er ljóst hver bar ábyrgð á gerð samninga um bóluefni. Var það heilbrigðisráðuneyti, Sjúkratryggingar, Landlæknir eða einhverjir aðrir?? Forsætisráðherra sá sig knúna að taka málið yfir að hluta úr hendi heilbrigðisráðherra. Tveir valinkunnir vísindamenn hafa hangið á húninum hjá Pfizer í von um hraðari afgreiðslu á bóluefni Íslendingum til handa. Annar þeirra hefur reyndar ýjað að því að við höfum ekki komið fram sem sjálfstæð þjóð í baráttunni fyrir að fá bóluefni afhent fljótt og vel. Hver rær í sínu horni og ekki er sýnilegt að neinn hafi nauðsynlega yfirsýn. Það er ekki vansalaust. Í ljósi takmarkaðs magns bóluefnis er forgangshópum breytt frá degi til dags og nýjustu tíðindi eru þau að lungi bóluefna berist til landsins á þriðja ársfjórðungi ársins 2021. Þar er m.a. gert ráð fyrir afhendingu bóluefna sem enn eru í þróunar og samþykktarferli. Nýjustu tíðindi benda til þess að beita eigi smáskammtalækningum. Þetta eru rándýr tíðindi miðað við að núverandi ástand og lokanir kosta þjóðfélagið um milljarð króna á dag. Það er út af fyrir sig skiljanlegt að ríkisstjórnin hafi ekki kært sig um að þing kæmi saman í jólaleyfi líkt og Miðflokkurinn lagði til í því skyni að ræða framboð á bóluefni og afhendingartíma en stórmannlegt er það ekki. Ríkisstjórnin fær þó ekki frið fyrir þeirri nauðsynlegu umræðu lengur en til 18. janúar þegar þing kemur saman að nýju. Þá verður krafist þeirra svara sem þjóðin á rétt á. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun