Telur afstöðu ráðuneytisins í launamáli forstöðumanna ekki í samræmi við lög Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. janúar 2021 14:57 Samkvæmt nýlegu fyrirkomulagi ákveður fjármálaráðherra, sem nú er Bjarni Benediktsson, laun forstöðumanna. Vísir/vilhelm Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að synja tveimur forstöðumönnum um rökstuðning fyrir launaákvörðun var ekki í samræmi við lög. Þetta er niðurstaða setts umboðsmanns Alþingis í áliti frá 30. desember sem birt var í dag. Málið er rakið í áliti umboðsmanns. Forstöðumennirnir, sem fara fyrir ríkisstofnunum, kvörtuðu yfir ákvörðun fjármálaráðherra um laun fyrir störf þeirra. Forstöðumennirnir gerðu báðir athugasemdir við þá afstöðu ráðuneytisins að stjórnsýslulög ættu ekki við ákvarðanir um laun forstöðumanna, auk þess sem gerðar voru athugasemdir við málsmeðferð ráðuneytisins og efni ákvarðana. Athugun umboðsmanns laut einkum að því hvort ákvörðun ráðherra væri stjórnvaldsákvörðun og hvort sá sem gegnir starfinu þegar slík ákvörðun er tekin teldist aðili máls. Ósáttir við röðun á skalanum Rakið er í áliti umboðsmanns að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á því hvernig laun forstöðumanna eru ákveðin. Horfið var frá því að hið svokallaða kjararáð tæki ákvörðun um laun flestra forstöðumanna heldur í staðinn tekið upp nýtt fyrirkomulag. Samkvæmt því ákveður fjármálaráðherra laun forstöðumanna. Það verkefni annast Kjara- og mannauðssýsla ríkisins, sem starfar innan fjármálaráðuneytisins. Launaröðun embætta byggist þar með á því að fjórir þættir; færni, stjórnun, ábyrgð og umfang, eru metnir með tilliti til innbyrðis röðunar innan kerfisins. Störf forstöðumanna raðast þar með á ákveðinn skala, sem ákvarðar laun þeirra. Tilkynning um launaákvörðun ráðuneytisins barst forstöðumönnunum tveimur í desember 2018. Þar var þeim tilkynnt að ákvörðunin tæki gildi 1. janúar 2019. Forstöðumennirnir voru ósáttir við það hvar þeir röðuðust á umræddan skala og óskuðu eftir rökstuðningi. Ráðuneytið synjaði beiðnum forstöðumannanna. Ráðuneytið taki beiðnirnar til meðferðar að nýju Það er álit umboðsmanns að afstaða fjármálaráðuneytisins í málinu, þ.e. að stjórnsýslulög gildi ekki um ákvarðanir um laun forstöðumanna, hafi ekki verið í samræmi við lög. Ákvörðun ráðherra teljist ákvörðun „um rétt eða skyldu manns“ og sé þar með stjórnvaldsákvörðun. Jafnframt sé sá einstaklingur sem gegnir starfi forstöðumanns þegar ákvörðun er tekin aðili máls – og ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðnum forstöðumannanna tveggja um rökstuðning því byggðar á röngum lagagrundvelli. Umboðsmaður beinir því til ráðuneytisins að taka erindi forstöðumannanna til meðferðar að nýju, komi beiðnir þess efnis frá þeim, og að leyst verði úr þeim í samræmi við sjónarmið umboðsmanns. Þá skuli ráðuneytið framvegis taka mið af umræddum sjónarmiðum. Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Málið er rakið í áliti umboðsmanns. Forstöðumennirnir, sem fara fyrir ríkisstofnunum, kvörtuðu yfir ákvörðun fjármálaráðherra um laun fyrir störf þeirra. Forstöðumennirnir gerðu báðir athugasemdir við þá afstöðu ráðuneytisins að stjórnsýslulög ættu ekki við ákvarðanir um laun forstöðumanna, auk þess sem gerðar voru athugasemdir við málsmeðferð ráðuneytisins og efni ákvarðana. Athugun umboðsmanns laut einkum að því hvort ákvörðun ráðherra væri stjórnvaldsákvörðun og hvort sá sem gegnir starfinu þegar slík ákvörðun er tekin teldist aðili máls. Ósáttir við röðun á skalanum Rakið er í áliti umboðsmanns að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á því hvernig laun forstöðumanna eru ákveðin. Horfið var frá því að hið svokallaða kjararáð tæki ákvörðun um laun flestra forstöðumanna heldur í staðinn tekið upp nýtt fyrirkomulag. Samkvæmt því ákveður fjármálaráðherra laun forstöðumanna. Það verkefni annast Kjara- og mannauðssýsla ríkisins, sem starfar innan fjármálaráðuneytisins. Launaröðun embætta byggist þar með á því að fjórir þættir; færni, stjórnun, ábyrgð og umfang, eru metnir með tilliti til innbyrðis röðunar innan kerfisins. Störf forstöðumanna raðast þar með á ákveðinn skala, sem ákvarðar laun þeirra. Tilkynning um launaákvörðun ráðuneytisins barst forstöðumönnunum tveimur í desember 2018. Þar var þeim tilkynnt að ákvörðunin tæki gildi 1. janúar 2019. Forstöðumennirnir voru ósáttir við það hvar þeir röðuðust á umræddan skala og óskuðu eftir rökstuðningi. Ráðuneytið synjaði beiðnum forstöðumannanna. Ráðuneytið taki beiðnirnar til meðferðar að nýju Það er álit umboðsmanns að afstaða fjármálaráðuneytisins í málinu, þ.e. að stjórnsýslulög gildi ekki um ákvarðanir um laun forstöðumanna, hafi ekki verið í samræmi við lög. Ákvörðun ráðherra teljist ákvörðun „um rétt eða skyldu manns“ og sé þar með stjórnvaldsákvörðun. Jafnframt sé sá einstaklingur sem gegnir starfi forstöðumanns þegar ákvörðun er tekin aðili máls – og ákvörðun ráðuneytisins um að synja beiðnum forstöðumannanna tveggja um rökstuðning því byggðar á röngum lagagrundvelli. Umboðsmaður beinir því til ráðuneytisins að taka erindi forstöðumannanna til meðferðar að nýju, komi beiðnir þess efnis frá þeim, og að leyst verði úr þeim í samræmi við sjónarmið umboðsmanns. Þá skuli ráðuneytið framvegis taka mið af umræddum sjónarmiðum.
Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira