Mega konur ekki lengur taka ábyrgð á eigin heilsu? Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 11. janúar 2021 15:32 Árið 2019 stóð Krabbameinsfélagið fyrir tilraunaverkefni þar sem konur á aldrinum 23 til 40 ára fengu boð um ókeypis skimun fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstum. Óhætt er að segja að verkefnið hafi gengið framar vonum þar sem þátttaka 23 ára kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini jókst um 132% á milli ára og þátttaka 40 ára kvenna í skimun fyrir brjóstakrabbameini jókst um 124% á milli ára. Þetta framtak Krabbameinsfélagsins var og er lofsvert en nú bregður svo við að hækka á aldursviðmið skimana vegna brjóstakrabbameina úr 40 árum í 50 ár, engin haldbær rök hafa verið sett fram. Það voru að meðaltali 31 kona sem greindist með brjóstakrabbamein á aldrinum 40 – 49 ára á árunum 2015-2019. Það hlýtur að skipta máli, þessar konur skipta máli. Nú á að ríkisvæða forvarnir. Færa á framkvæmdina inn í dýrustu úrræði heilbrigðiskerfisins, sjúkrahúsin. Landspítala er ætlað að skima fyrir brjóstakrabbameinum í samvinnu við sjúkrahúsið á Akureyri. Ef á að finna einhverja rökrétta leið í þessu þá velti ég því fyrir mér af hverju heilsugæslan var ekki valin sem fyrsti viðkomustaður, þar verða skimanir fyrir leghálskrabbameinum. Af hverju er ekki hægt að sjá hagræðið í því fyrir konur að þurfa aðeins á einn stað, af hverju er verið að stefna konum inn á sjúkrahús? Konurnar eru ekki veikar, þær fara í skimun vegna þess að þær vilja taka ábyrgð á eigin heilsu, nær hefði verið að lækka aldurinn niður fyrir 40 árin í stað þess að hækka hann. Ég hef áður skrifað um þá reynslu að greinast með brjóstakrabbamein og ég verð að segja það að þessar fréttir um breytingar á fyrirkomulagi skimana fylla mig mikilli ónotakennd. Mér finnst mjög hæpið að halda því fram að of margar skimanir geri ógagn. Mín saga er sú að ég hafði bókað tíma í brjóstaskoðun en náði aldrei að nýta hann þar sem ég fann allt í einu fyrir einkennum í brjósti sem ágerðust hratt og þremur vikum síðar var ég komin í lyfjameðferð vegna krabbameins sem var dreift, langt gengið, þetta var árið 2011 og ég þá 41 árs. Ég er enn í lyfjameðferð og verð í henni um ókomna tíð. Ég hugsa um konur framtíðarinnar, konur sem ekki hafa náð 50 ára aldri, fá þær aðeins að komast í skimun fyrir brjóstakrabbameinum ef þær finna fyrir einkennum. Þurfa þær þá fyrst að fá tíma hjá heimilislækni til þess að fá tilvísun í klíníska skoðun á vegum LSH? Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu þá er biðtími eftir greiningu 5 – 6 vikur hér á landi sem er með öllu óásættanlegt. Einkenni koma fram þegar meinið er orðið að veruleika, það virðist gleymast í réttlætingunni. Það má aldrei gleymast að brjóstakrabbamein er langalgengasta krabbamein kvenna, hvaða skilaboð er verið að senda? Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Sjá meira
Árið 2019 stóð Krabbameinsfélagið fyrir tilraunaverkefni þar sem konur á aldrinum 23 til 40 ára fengu boð um ókeypis skimun fyrir krabbameini í leghálsi og brjóstum. Óhætt er að segja að verkefnið hafi gengið framar vonum þar sem þátttaka 23 ára kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini jókst um 132% á milli ára og þátttaka 40 ára kvenna í skimun fyrir brjóstakrabbameini jókst um 124% á milli ára. Þetta framtak Krabbameinsfélagsins var og er lofsvert en nú bregður svo við að hækka á aldursviðmið skimana vegna brjóstakrabbameina úr 40 árum í 50 ár, engin haldbær rök hafa verið sett fram. Það voru að meðaltali 31 kona sem greindist með brjóstakrabbamein á aldrinum 40 – 49 ára á árunum 2015-2019. Það hlýtur að skipta máli, þessar konur skipta máli. Nú á að ríkisvæða forvarnir. Færa á framkvæmdina inn í dýrustu úrræði heilbrigðiskerfisins, sjúkrahúsin. Landspítala er ætlað að skima fyrir brjóstakrabbameinum í samvinnu við sjúkrahúsið á Akureyri. Ef á að finna einhverja rökrétta leið í þessu þá velti ég því fyrir mér af hverju heilsugæslan var ekki valin sem fyrsti viðkomustaður, þar verða skimanir fyrir leghálskrabbameinum. Af hverju er ekki hægt að sjá hagræðið í því fyrir konur að þurfa aðeins á einn stað, af hverju er verið að stefna konum inn á sjúkrahús? Konurnar eru ekki veikar, þær fara í skimun vegna þess að þær vilja taka ábyrgð á eigin heilsu, nær hefði verið að lækka aldurinn niður fyrir 40 árin í stað þess að hækka hann. Ég hef áður skrifað um þá reynslu að greinast með brjóstakrabbamein og ég verð að segja það að þessar fréttir um breytingar á fyrirkomulagi skimana fylla mig mikilli ónotakennd. Mér finnst mjög hæpið að halda því fram að of margar skimanir geri ógagn. Mín saga er sú að ég hafði bókað tíma í brjóstaskoðun en náði aldrei að nýta hann þar sem ég fann allt í einu fyrir einkennum í brjósti sem ágerðust hratt og þremur vikum síðar var ég komin í lyfjameðferð vegna krabbameins sem var dreift, langt gengið, þetta var árið 2011 og ég þá 41 árs. Ég er enn í lyfjameðferð og verð í henni um ókomna tíð. Ég hugsa um konur framtíðarinnar, konur sem ekki hafa náð 50 ára aldri, fá þær aðeins að komast í skimun fyrir brjóstakrabbameinum ef þær finna fyrir einkennum. Þurfa þær þá fyrst að fá tíma hjá heimilislækni til þess að fá tilvísun í klíníska skoðun á vegum LSH? Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu þá er biðtími eftir greiningu 5 – 6 vikur hér á landi sem er með öllu óásættanlegt. Einkenni koma fram þegar meinið er orðið að veruleika, það virðist gleymast í réttlætingunni. Það má aldrei gleymast að brjóstakrabbamein er langalgengasta krabbamein kvenna, hvaða skilaboð er verið að senda? Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar