Tveir íslenskir strákar á lista yfir leikmennina sem eiga að „bjarga framtíð FCK“ Anton Ingi Leifsson skrifar 12. janúar 2021 07:02 Greinin sem birtist í Ekstra Bladet í desember. skjáskot/ekstra bladet Tveir ungir íslenskir piltar eru á lista Ekstra Bladet í Danmörku yfir þá leikmenn sem eiga að „bjarga framtíð FCK“, eins og stendur í fyrirsögn blaðsins. Gisle Thorsen, blaðamaður á Ekstra Bladet, gerði í desember grein í blað Ekstra Bladet þar sem hann taldi upp tíu leikmenn sem eiga að bjarga framtíð FCK. Á listanum eru tveir íslenskir dengir. Hinn sextán ára gamli Orri Stein Óskarsson af Seltjarnarnesi og hinn sautján ára Hákon Arnar Haraldsson af Akranesi. „Með fimmtán mörk í U17 deildinni er Orri ofarlega á markaskoraralistanum í deildinni. Einungis Oliver Roos í AaB og samherji hans Roony Bardghji hafa skorað jafn mörg mörk,“ stendur um Orra. „Hann fékk þrettán ára sinn fyrsta leik fyrir Gróttu í meistaraflokki og hann hefur síðan í sumar leikið með FCK eftir að hafa heimsótt félagið. Hann er með góða hæð og er fljótur og öflugur markaskorari.“ „Þegar FCK vann FC Midtjylland 8-1 skoraði hann þrjú mörk. Í síðustu viku [í desember] fékk hann sinn fyrsta leik fyrir U19 liðið og skoraði tvisvar. Í gær [í desember] skoraði hann tvisvar er þeir unnu OB 4-2.“ View this post on Instagram A post shared by KB Talent U9-U13 (@kbtalent) Í blaðinu er einnig umsögn um Hákon Arnar sem er lýst sem öflugum sóknarþenkjandi leikmann sem er öflugur með boltann í fótunum. „FCK náði í hinn íslenska Haraldsson á Akranes sumarið 2019. Íslenski sóknarmaðurinn er vanalega á hægri kantinum en er duglegur að koma inn í völlinn til að taka þátt í leiknum.“ „Hann er ekki sterkasti leikmaðurinn en hann er tæknilega góður og getur tengt vel í spili. Hákon Arnar Haraldsson getur tekið þátt í spili í litlum svæðum og kemur af mörkum af og til,“ sagði í greininni. Sá sem er talinn efnilegastur er þó hinn fimmtán ára gamli Roony Bardghji sem hefur vakið afar mikla athygli en hann skrifaði undir sinn fyrsta samning á dögunum. På sin 15-års fødselsdag har det svenske stortalent Roony Bardghji skrevet kontrakt med FCK Talent. Sidste weekend scorede han 4 (!) mål mod FCM i U17-ligaen. Det ene vildere end det andet. Se hans Messi-mål og de tre andre her... 👀😱🔥 #fcklive pic.twitter.com/3JiBrB89ri— F.C. København (@FCKobenhavn) November 15, 2020 Danski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
Gisle Thorsen, blaðamaður á Ekstra Bladet, gerði í desember grein í blað Ekstra Bladet þar sem hann taldi upp tíu leikmenn sem eiga að bjarga framtíð FCK. Á listanum eru tveir íslenskir dengir. Hinn sextán ára gamli Orri Stein Óskarsson af Seltjarnarnesi og hinn sautján ára Hákon Arnar Haraldsson af Akranesi. „Með fimmtán mörk í U17 deildinni er Orri ofarlega á markaskoraralistanum í deildinni. Einungis Oliver Roos í AaB og samherji hans Roony Bardghji hafa skorað jafn mörg mörk,“ stendur um Orra. „Hann fékk þrettán ára sinn fyrsta leik fyrir Gróttu í meistaraflokki og hann hefur síðan í sumar leikið með FCK eftir að hafa heimsótt félagið. Hann er með góða hæð og er fljótur og öflugur markaskorari.“ „Þegar FCK vann FC Midtjylland 8-1 skoraði hann þrjú mörk. Í síðustu viku [í desember] fékk hann sinn fyrsta leik fyrir U19 liðið og skoraði tvisvar. Í gær [í desember] skoraði hann tvisvar er þeir unnu OB 4-2.“ View this post on Instagram A post shared by KB Talent U9-U13 (@kbtalent) Í blaðinu er einnig umsögn um Hákon Arnar sem er lýst sem öflugum sóknarþenkjandi leikmann sem er öflugur með boltann í fótunum. „FCK náði í hinn íslenska Haraldsson á Akranes sumarið 2019. Íslenski sóknarmaðurinn er vanalega á hægri kantinum en er duglegur að koma inn í völlinn til að taka þátt í leiknum.“ „Hann er ekki sterkasti leikmaðurinn en hann er tæknilega góður og getur tengt vel í spili. Hákon Arnar Haraldsson getur tekið þátt í spili í litlum svæðum og kemur af mörkum af og til,“ sagði í greininni. Sá sem er talinn efnilegastur er þó hinn fimmtán ára gamli Roony Bardghji sem hefur vakið afar mikla athygli en hann skrifaði undir sinn fyrsta samning á dögunum. På sin 15-års fødselsdag har det svenske stortalent Roony Bardghji skrevet kontrakt med FCK Talent. Sidste weekend scorede han 4 (!) mål mod FCM i U17-ligaen. Det ene vildere end det andet. Se hans Messi-mål og de tre andre her... 👀😱🔥 #fcklive pic.twitter.com/3JiBrB89ri— F.C. København (@FCKobenhavn) November 15, 2020
Danski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira