Starfandi fólki fækkar um tæp átta prósent milli ára Heimir Már Pétursson skrifar 12. janúar 2021 12:06 Rúmlega fjórtán þúsund færri voru starfandi á vinnumarkaði í október 2020 en í sama mánuði árið 2019. Vísir/Vilhelm Tæplega átta prósent færri voru starfandi á vinnumarkaði hér á landi í október í fyrra en í október árið 2019. Þá fækkaði starfandi fólki einnig milli mánaðanna september og október. Formaður samfylkingarinnar segir núverandi kreppu vera ójafnaðarkreppu. Í september á síðasta ári voru rétt rúmlega 183 þúsund manns starfandi á íslenskum vinnumarkaði en rétt tæplega 177 þúsund í október og fækkaði því um 2,8 prósentustig milli mánaða. Kreppan á vinnumarkaðnum vegna kórónuveirufaraldursins er hins vegar enn meira áberandi þegar horft er til október árið 2019 og október í fyrra samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Starfandi á vinnumarkaði milli þessarra tveggja októbermánaða fækkaði um 14.600 manns eða 7,6 prósentustig. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir atvinnuleysi hafa aukist fyrir kórónufaraldurinn en yfirstandandi kreppa væri ójafnaðarkreppu. Formaður Samfylkingarinnar segir að fyrst þurfi að tryggja að þeir sem misst hafi vinnuna komist í gegnum það og svo þurfi að eyða öllu púðri í að fjölga störfum.Vísir/Vilhelm „Það þarf að eyða öllu púðri sem stjórnvöld hafa í að verja heimili sem verða fyrir þessu. En fyrst og fremst þarf að skapa störf. Þar er auðvitað lukilatriði endurreisn lítilla fyrirtækja sem hafa orðið fyrir mestum skaðanum en munu þurfa að leika mjög stórt hlutverk í endurreisninni okkar,“ segir Logi. Verkalýðshreyfingin hefur á undanförnum mánuðum þrýst á stjórnvöld að grípa til aðgerða til að fjölga stöfum á komandi misserum og hefur Alþýðusambandið til að mynda sett fram kröfur í þeim efnum. Könnun sambandsins leiddi einnig í ljós að kreppan kemur verst niður á þeim lægst launuðu þar sem flestir hafa misst vinnuna út af kórónuveirufaraldrinum. Logi segir kreppuna einnig koma ver niður á konum en körlum, komi illa niður á ungu fólki og fólki af erlendum uppruna. „Í fyrsta lagi höfum við bent á að það þarf að tryggja að þetta fólk þoli það að ganga í gegnum þessa kreppu á meðan það fær ekki vinnu. Þá þarf að gera betur. Hins vegar höfum við bent á að það þarf að beita ívilnun og skapa möguleika fyrir lítil fyrirtæki að halda sér gangandi og vaxa. Samhliða því að það þarf að fara markvisst yfir hvar við höfum verið vanhaldin af mannafla í mikilvægum opinberum stofnunum síðustu ár,“ segir Logi Einarsson. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Atvinnulaus um áramót Heimsfaraldur, kreppur, bankahrun….. ekkert af þessu breytir því að áramótin eru ákveðin tímamót fyrir okkur. Þetta eru tímamótin þar sem við setjum okkur ný markmið, horfum bjartsýn fram á veginn og gleðjumst yfir því sem áunnist hefur. 30. desember 2020 07:01 Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Í september á síðasta ári voru rétt rúmlega 183 þúsund manns starfandi á íslenskum vinnumarkaði en rétt tæplega 177 þúsund í október og fækkaði því um 2,8 prósentustig milli mánaða. Kreppan á vinnumarkaðnum vegna kórónuveirufaraldursins er hins vegar enn meira áberandi þegar horft er til október árið 2019 og október í fyrra samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Starfandi á vinnumarkaði milli þessarra tveggja októbermánaða fækkaði um 14.600 manns eða 7,6 prósentustig. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir atvinnuleysi hafa aukist fyrir kórónufaraldurinn en yfirstandandi kreppa væri ójafnaðarkreppu. Formaður Samfylkingarinnar segir að fyrst þurfi að tryggja að þeir sem misst hafi vinnuna komist í gegnum það og svo þurfi að eyða öllu púðri í að fjölga störfum.Vísir/Vilhelm „Það þarf að eyða öllu púðri sem stjórnvöld hafa í að verja heimili sem verða fyrir þessu. En fyrst og fremst þarf að skapa störf. Þar er auðvitað lukilatriði endurreisn lítilla fyrirtækja sem hafa orðið fyrir mestum skaðanum en munu þurfa að leika mjög stórt hlutverk í endurreisninni okkar,“ segir Logi. Verkalýðshreyfingin hefur á undanförnum mánuðum þrýst á stjórnvöld að grípa til aðgerða til að fjölga stöfum á komandi misserum og hefur Alþýðusambandið til að mynda sett fram kröfur í þeim efnum. Könnun sambandsins leiddi einnig í ljós að kreppan kemur verst niður á þeim lægst launuðu þar sem flestir hafa misst vinnuna út af kórónuveirufaraldrinum. Logi segir kreppuna einnig koma ver niður á konum en körlum, komi illa niður á ungu fólki og fólki af erlendum uppruna. „Í fyrsta lagi höfum við bent á að það þarf að tryggja að þetta fólk þoli það að ganga í gegnum þessa kreppu á meðan það fær ekki vinnu. Þá þarf að gera betur. Hins vegar höfum við bent á að það þarf að beita ívilnun og skapa möguleika fyrir lítil fyrirtæki að halda sér gangandi og vaxa. Samhliða því að það þarf að fara markvisst yfir hvar við höfum verið vanhaldin af mannafla í mikilvægum opinberum stofnunum síðustu ár,“ segir Logi Einarsson.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Atvinnulaus um áramót Heimsfaraldur, kreppur, bankahrun….. ekkert af þessu breytir því að áramótin eru ákveðin tímamót fyrir okkur. Þetta eru tímamótin þar sem við setjum okkur ný markmið, horfum bjartsýn fram á veginn og gleðjumst yfir því sem áunnist hefur. 30. desember 2020 07:01 Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Atvinnulaus um áramót Heimsfaraldur, kreppur, bankahrun….. ekkert af þessu breytir því að áramótin eru ákveðin tímamót fyrir okkur. Þetta eru tímamótin þar sem við setjum okkur ný markmið, horfum bjartsýn fram á veginn og gleðjumst yfir því sem áunnist hefur. 30. desember 2020 07:01
Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24