Brugðist við umsögn Ungra bænda um matvælastefnu: Dugar smábíll sem skólabíll? Kári Gautason skrifar 12. janúar 2021 13:30 Fyrir nokkru var matvælastefna fyrir Ísland fram til ársins 2030 kynnt. Í kjölfarið var stefnan sett í samráðsgátt stjórnvalda til þess að leita eftir athugasemdum og áliti almennings. Það er þegar er farið að gefa ávöxt. Samtök Ungra bænda sendu inn umsögn sem vert er að hvetja sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til þess að taka mark á. Ungu bændurnir benda á að þótt stefnan setji metnaðarfull markmið um nýliðun þá vanti aðgerðir til þess að fylgja þeim eftir. Við lestur umsagnarinnar rifjaðist upp fyrir mér að þegar ég var að byrja í grunnskóla sótti rúta okkur sveitakrakkana undir Fjöllunum. Þegar ég var kominn á efri stig grunnskólans var það orðið svokallað rúgbrauð. Í dag held ég að notaður sé fimm manna jeppi til skólaakstursins. Sú þróun í bifreiðastærð var í takti við fækkun sveitakrakka. Ég er næsta viss um að fleiri kannast við þessa þróun í dreifbýli. Samfélögin eldast og með þeim fækkar sveitakrökkunum. Nýliðun vanrækt markmið Þess vegna er ég svo innilega sammála umsögn Samtaka ungra bænda. Sem dæmi um mótsagnakenndar aðgerðir ríkisins má nefna að nýlega voru endurskoðaðir samningar við sauðfjár- og nautgripabændur án þess að stuðningur við nýliðun væri aukinn. Þeir samningar voru undirritaðir áður en matvælastefnan var kynnt. Um árabil hefur eitt af markmiðum búvörusamninga í sauðfjár- og nautgriparækt verið að auðvelda nýliðun. Það markmið hefur augljóslega verið talið léttvægara heldur en önnur markmið. Fjármagn til þess hefur alltaf verið fremur lítilfjörlegt í samhengi við aðra hluta samningsins. Enda hefur uppskeran verið í samræmi við sáninguna. Það voru undirrituðum veruleg vonbrigði þegar ekki var aukið í stuðning við nýliðun í búvörusamningum. Það voru vonbrigði vegna þess að greiðslumarkskerfi í mjólkurframleiðslu var fest kyrfilega í sessi í þessum samningum. Sá gjörningur þýðir það að meira fjármagn þarf til þess að hefja búskap og því er ennþá mikilvægara að styðja nýliðun með öflugum hætti. Landbúnaður er nú þegar ákaflega fjármagnsfrek grein miðað við tekjur. Þó að vextir séu lágir nú um stundir þá er það vont fyrir samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar að búa til handvirkt dýrt kerfi sem kemur til viðbótar þeim aukakostnaði sem mjólkurframleiðsla þarf að bera vegna óblíðrar veðráttu. Ég þori að fullyrða að ungir bændur eru ekki að óska eftir því að ríkið leysi öll þeirra vandamál - enda fara engir sem það vilja í búskap. En ég er viss um að þeir vilja að efndir fylgi orðum. Atvinnusköpun um land allt Eitt mikilvægasta fyrirheit aðgerðaráætlunarinnar sem fylgdi matvælastefnunni er það að greina hvatana sem eru í núgildandi búvörusamningum. Ég tel að sú skoðun muni leiða í ljós að markmið innbyggðra hvata séu mótsagnakennd og að sumt vinni beinlínis í gagnstæðar áttir. Til framtíðar litið þarf að endurskoða þessa hvata og fylgja þar því leiðarljósi sem matvælastefnan markar. Þannig getum við breikkað grundvöll matvælaframleiðslu í landinu, framleitt fleiri tegundir matvæla í héraði, styrkt atvinnusköpun um land allt og gert matvælaframleiðslu kolefnishlutlausa. Ef það tekst þá þarf stærri bifreiðar en smábíla til að sækja sveitakrakkana. Alþingi móti markmiðin Auk þess þreytist ég ekki á að leggja til að löggjafarvaldið fái meiri aðkomu að mótun samningsmarkmiða ríkisins við gerð búvörusamninga. Í núverandi fyrirkomulagi eru þau markmið háð skoðunum ráðherrans sem situr í landbúnaðarráðuneytinu hverju sinni. Landbúnaðarstefnan sem nú er í mótun þarf að fara fyrir Alþingi þannig að úr verði stefnuplagg sem stenst frekar tímans tönn. Slík aðkoma er fallin til þess að dýpka umræðu um landbúnaðarmál á Alþingi og á því er ekki vanþörf. Höfundur var í verkefnastjórn um mótun matvælastefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Landbúnaður Skoðun: Kosningar 2021 Kári Gautason Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru var matvælastefna fyrir Ísland fram til ársins 2030 kynnt. Í kjölfarið var stefnan sett í samráðsgátt stjórnvalda til þess að leita eftir athugasemdum og áliti almennings. Það er þegar er farið að gefa ávöxt. Samtök Ungra bænda sendu inn umsögn sem vert er að hvetja sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til þess að taka mark á. Ungu bændurnir benda á að þótt stefnan setji metnaðarfull markmið um nýliðun þá vanti aðgerðir til þess að fylgja þeim eftir. Við lestur umsagnarinnar rifjaðist upp fyrir mér að þegar ég var að byrja í grunnskóla sótti rúta okkur sveitakrakkana undir Fjöllunum. Þegar ég var kominn á efri stig grunnskólans var það orðið svokallað rúgbrauð. Í dag held ég að notaður sé fimm manna jeppi til skólaakstursins. Sú þróun í bifreiðastærð var í takti við fækkun sveitakrakka. Ég er næsta viss um að fleiri kannast við þessa þróun í dreifbýli. Samfélögin eldast og með þeim fækkar sveitakrökkunum. Nýliðun vanrækt markmið Þess vegna er ég svo innilega sammála umsögn Samtaka ungra bænda. Sem dæmi um mótsagnakenndar aðgerðir ríkisins má nefna að nýlega voru endurskoðaðir samningar við sauðfjár- og nautgripabændur án þess að stuðningur við nýliðun væri aukinn. Þeir samningar voru undirritaðir áður en matvælastefnan var kynnt. Um árabil hefur eitt af markmiðum búvörusamninga í sauðfjár- og nautgriparækt verið að auðvelda nýliðun. Það markmið hefur augljóslega verið talið léttvægara heldur en önnur markmið. Fjármagn til þess hefur alltaf verið fremur lítilfjörlegt í samhengi við aðra hluta samningsins. Enda hefur uppskeran verið í samræmi við sáninguna. Það voru undirrituðum veruleg vonbrigði þegar ekki var aukið í stuðning við nýliðun í búvörusamningum. Það voru vonbrigði vegna þess að greiðslumarkskerfi í mjólkurframleiðslu var fest kyrfilega í sessi í þessum samningum. Sá gjörningur þýðir það að meira fjármagn þarf til þess að hefja búskap og því er ennþá mikilvægara að styðja nýliðun með öflugum hætti. Landbúnaður er nú þegar ákaflega fjármagnsfrek grein miðað við tekjur. Þó að vextir séu lágir nú um stundir þá er það vont fyrir samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar að búa til handvirkt dýrt kerfi sem kemur til viðbótar þeim aukakostnaði sem mjólkurframleiðsla þarf að bera vegna óblíðrar veðráttu. Ég þori að fullyrða að ungir bændur eru ekki að óska eftir því að ríkið leysi öll þeirra vandamál - enda fara engir sem það vilja í búskap. En ég er viss um að þeir vilja að efndir fylgi orðum. Atvinnusköpun um land allt Eitt mikilvægasta fyrirheit aðgerðaráætlunarinnar sem fylgdi matvælastefnunni er það að greina hvatana sem eru í núgildandi búvörusamningum. Ég tel að sú skoðun muni leiða í ljós að markmið innbyggðra hvata séu mótsagnakennd og að sumt vinni beinlínis í gagnstæðar áttir. Til framtíðar litið þarf að endurskoða þessa hvata og fylgja þar því leiðarljósi sem matvælastefnan markar. Þannig getum við breikkað grundvöll matvælaframleiðslu í landinu, framleitt fleiri tegundir matvæla í héraði, styrkt atvinnusköpun um land allt og gert matvælaframleiðslu kolefnishlutlausa. Ef það tekst þá þarf stærri bifreiðar en smábíla til að sækja sveitakrakkana. Alþingi móti markmiðin Auk þess þreytist ég ekki á að leggja til að löggjafarvaldið fái meiri aðkomu að mótun samningsmarkmiða ríkisins við gerð búvörusamninga. Í núverandi fyrirkomulagi eru þau markmið háð skoðunum ráðherrans sem situr í landbúnaðarráðuneytinu hverju sinni. Landbúnaðarstefnan sem nú er í mótun þarf að fara fyrir Alþingi þannig að úr verði stefnuplagg sem stenst frekar tímans tönn. Slík aðkoma er fallin til þess að dýpka umræðu um landbúnaðarmál á Alþingi og á því er ekki vanþörf. Höfundur var í verkefnastjórn um mótun matvælastefnu.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun