Brugðist við umsögn Ungra bænda um matvælastefnu: Dugar smábíll sem skólabíll? Kári Gautason skrifar 12. janúar 2021 13:30 Fyrir nokkru var matvælastefna fyrir Ísland fram til ársins 2030 kynnt. Í kjölfarið var stefnan sett í samráðsgátt stjórnvalda til þess að leita eftir athugasemdum og áliti almennings. Það er þegar er farið að gefa ávöxt. Samtök Ungra bænda sendu inn umsögn sem vert er að hvetja sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til þess að taka mark á. Ungu bændurnir benda á að þótt stefnan setji metnaðarfull markmið um nýliðun þá vanti aðgerðir til þess að fylgja þeim eftir. Við lestur umsagnarinnar rifjaðist upp fyrir mér að þegar ég var að byrja í grunnskóla sótti rúta okkur sveitakrakkana undir Fjöllunum. Þegar ég var kominn á efri stig grunnskólans var það orðið svokallað rúgbrauð. Í dag held ég að notaður sé fimm manna jeppi til skólaakstursins. Sú þróun í bifreiðastærð var í takti við fækkun sveitakrakka. Ég er næsta viss um að fleiri kannast við þessa þróun í dreifbýli. Samfélögin eldast og með þeim fækkar sveitakrökkunum. Nýliðun vanrækt markmið Þess vegna er ég svo innilega sammála umsögn Samtaka ungra bænda. Sem dæmi um mótsagnakenndar aðgerðir ríkisins má nefna að nýlega voru endurskoðaðir samningar við sauðfjár- og nautgripabændur án þess að stuðningur við nýliðun væri aukinn. Þeir samningar voru undirritaðir áður en matvælastefnan var kynnt. Um árabil hefur eitt af markmiðum búvörusamninga í sauðfjár- og nautgriparækt verið að auðvelda nýliðun. Það markmið hefur augljóslega verið talið léttvægara heldur en önnur markmið. Fjármagn til þess hefur alltaf verið fremur lítilfjörlegt í samhengi við aðra hluta samningsins. Enda hefur uppskeran verið í samræmi við sáninguna. Það voru undirrituðum veruleg vonbrigði þegar ekki var aukið í stuðning við nýliðun í búvörusamningum. Það voru vonbrigði vegna þess að greiðslumarkskerfi í mjólkurframleiðslu var fest kyrfilega í sessi í þessum samningum. Sá gjörningur þýðir það að meira fjármagn þarf til þess að hefja búskap og því er ennþá mikilvægara að styðja nýliðun með öflugum hætti. Landbúnaður er nú þegar ákaflega fjármagnsfrek grein miðað við tekjur. Þó að vextir séu lágir nú um stundir þá er það vont fyrir samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar að búa til handvirkt dýrt kerfi sem kemur til viðbótar þeim aukakostnaði sem mjólkurframleiðsla þarf að bera vegna óblíðrar veðráttu. Ég þori að fullyrða að ungir bændur eru ekki að óska eftir því að ríkið leysi öll þeirra vandamál - enda fara engir sem það vilja í búskap. En ég er viss um að þeir vilja að efndir fylgi orðum. Atvinnusköpun um land allt Eitt mikilvægasta fyrirheit aðgerðaráætlunarinnar sem fylgdi matvælastefnunni er það að greina hvatana sem eru í núgildandi búvörusamningum. Ég tel að sú skoðun muni leiða í ljós að markmið innbyggðra hvata séu mótsagnakennd og að sumt vinni beinlínis í gagnstæðar áttir. Til framtíðar litið þarf að endurskoða þessa hvata og fylgja þar því leiðarljósi sem matvælastefnan markar. Þannig getum við breikkað grundvöll matvælaframleiðslu í landinu, framleitt fleiri tegundir matvæla í héraði, styrkt atvinnusköpun um land allt og gert matvælaframleiðslu kolefnishlutlausa. Ef það tekst þá þarf stærri bifreiðar en smábíla til að sækja sveitakrakkana. Alþingi móti markmiðin Auk þess þreytist ég ekki á að leggja til að löggjafarvaldið fái meiri aðkomu að mótun samningsmarkmiða ríkisins við gerð búvörusamninga. Í núverandi fyrirkomulagi eru þau markmið háð skoðunum ráðherrans sem situr í landbúnaðarráðuneytinu hverju sinni. Landbúnaðarstefnan sem nú er í mótun þarf að fara fyrir Alþingi þannig að úr verði stefnuplagg sem stenst frekar tímans tönn. Slík aðkoma er fallin til þess að dýpka umræðu um landbúnaðarmál á Alþingi og á því er ekki vanþörf. Höfundur var í verkefnastjórn um mótun matvælastefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Landbúnaður Skoðun: Kosningar 2021 Kári Gautason Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru var matvælastefna fyrir Ísland fram til ársins 2030 kynnt. Í kjölfarið var stefnan sett í samráðsgátt stjórnvalda til þess að leita eftir athugasemdum og áliti almennings. Það er þegar er farið að gefa ávöxt. Samtök Ungra bænda sendu inn umsögn sem vert er að hvetja sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til þess að taka mark á. Ungu bændurnir benda á að þótt stefnan setji metnaðarfull markmið um nýliðun þá vanti aðgerðir til þess að fylgja þeim eftir. Við lestur umsagnarinnar rifjaðist upp fyrir mér að þegar ég var að byrja í grunnskóla sótti rúta okkur sveitakrakkana undir Fjöllunum. Þegar ég var kominn á efri stig grunnskólans var það orðið svokallað rúgbrauð. Í dag held ég að notaður sé fimm manna jeppi til skólaakstursins. Sú þróun í bifreiðastærð var í takti við fækkun sveitakrakka. Ég er næsta viss um að fleiri kannast við þessa þróun í dreifbýli. Samfélögin eldast og með þeim fækkar sveitakrökkunum. Nýliðun vanrækt markmið Þess vegna er ég svo innilega sammála umsögn Samtaka ungra bænda. Sem dæmi um mótsagnakenndar aðgerðir ríkisins má nefna að nýlega voru endurskoðaðir samningar við sauðfjár- og nautgripabændur án þess að stuðningur við nýliðun væri aukinn. Þeir samningar voru undirritaðir áður en matvælastefnan var kynnt. Um árabil hefur eitt af markmiðum búvörusamninga í sauðfjár- og nautgriparækt verið að auðvelda nýliðun. Það markmið hefur augljóslega verið talið léttvægara heldur en önnur markmið. Fjármagn til þess hefur alltaf verið fremur lítilfjörlegt í samhengi við aðra hluta samningsins. Enda hefur uppskeran verið í samræmi við sáninguna. Það voru undirrituðum veruleg vonbrigði þegar ekki var aukið í stuðning við nýliðun í búvörusamningum. Það voru vonbrigði vegna þess að greiðslumarkskerfi í mjólkurframleiðslu var fest kyrfilega í sessi í þessum samningum. Sá gjörningur þýðir það að meira fjármagn þarf til þess að hefja búskap og því er ennþá mikilvægara að styðja nýliðun með öflugum hætti. Landbúnaður er nú þegar ákaflega fjármagnsfrek grein miðað við tekjur. Þó að vextir séu lágir nú um stundir þá er það vont fyrir samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar að búa til handvirkt dýrt kerfi sem kemur til viðbótar þeim aukakostnaði sem mjólkurframleiðsla þarf að bera vegna óblíðrar veðráttu. Ég þori að fullyrða að ungir bændur eru ekki að óska eftir því að ríkið leysi öll þeirra vandamál - enda fara engir sem það vilja í búskap. En ég er viss um að þeir vilja að efndir fylgi orðum. Atvinnusköpun um land allt Eitt mikilvægasta fyrirheit aðgerðaráætlunarinnar sem fylgdi matvælastefnunni er það að greina hvatana sem eru í núgildandi búvörusamningum. Ég tel að sú skoðun muni leiða í ljós að markmið innbyggðra hvata séu mótsagnakennd og að sumt vinni beinlínis í gagnstæðar áttir. Til framtíðar litið þarf að endurskoða þessa hvata og fylgja þar því leiðarljósi sem matvælastefnan markar. Þannig getum við breikkað grundvöll matvælaframleiðslu í landinu, framleitt fleiri tegundir matvæla í héraði, styrkt atvinnusköpun um land allt og gert matvælaframleiðslu kolefnishlutlausa. Ef það tekst þá þarf stærri bifreiðar en smábíla til að sækja sveitakrakkana. Alþingi móti markmiðin Auk þess þreytist ég ekki á að leggja til að löggjafarvaldið fái meiri aðkomu að mótun samningsmarkmiða ríkisins við gerð búvörusamninga. Í núverandi fyrirkomulagi eru þau markmið háð skoðunum ráðherrans sem situr í landbúnaðarráðuneytinu hverju sinni. Landbúnaðarstefnan sem nú er í mótun þarf að fara fyrir Alþingi þannig að úr verði stefnuplagg sem stenst frekar tímans tönn. Slík aðkoma er fallin til þess að dýpka umræðu um landbúnaðarmál á Alþingi og á því er ekki vanþörf. Höfundur var í verkefnastjórn um mótun matvælastefnu.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun