Enginn á að verða útundan í bólusetningu Heimir Már Pétursson skrifar 12. janúar 2021 19:22 Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bindur enn vonir við að hægt verði að bólusetja stærstan hluta þjóðarinnar á stuttum tíma. Gætt verði að því að enginn verði útundan þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana. Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að nú sé verið að klára að bólusetja forgangshópa í samfélaginu og síðan verði eldra fólk bólusett. Þegar komi síðan að almenningi í yngri hópum verði stuðst við upplýsingar um sjúkdómsgreiningar úr sjúkraskrám. Hins vegar geta verið til einstaklingar sem telji sig vera í forgangshópi en séu ekki endilega skráðir með þeim hætti. Geta þeir á einhvern hátt gefið sig fram til að komast í bólusetningu þegar kemur að almenningi? Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mikla hagsæld og heilsuvernd felast í því ef hægt yrði að bólusetja stærsta hluta þjóðarinnar hratt.Stöð 2/Sigurjón „Ég held að það væri eðlilegast að vera í samráði við sinn heimilislækni um að þetta sé allt skráð,“ segir Óskar. Allir væru skráðir á heilsugæslustöð og eða hjá sérfræðilækni. Í fyrsta kastinu verði farið heim til eldra fólks í heimahjúkrun og íbúakjörnum sem ekki komist á staðinn eftir kvaðningu. Aðrir í efri aldurshópum fái tíma með skilaboðum í heilsuveru. „Og síðan til að tryggja að allir fái sama möguleika munum við sjá til þess að það verði auglýstur ákveðinn tími dagsins þar sem þeir sem ekki hafa fengið boð en eru samt í þeim aldurshópi muni mæta,“ segir forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sami háttur verði væntanlega hafður á þegar komi að öllum almenningi. En Óskar sagði fyrir nokkrum vikum að best yrði ef nægt bóluefni væri til, að ljúka bólusetningum af á nokkrum helgum og styðjast þar við kjörstaðafyrirkomulag almennra kosninga. „Já ég lifi í voninni. Það er ekki búið að slökkva þá von að þetta sé mögulegt. Það eru þeir Þórólfur og Kári sem eru að vinna í því máli. Ég vona það innilega. Það væri mikill léttir fyrir okkur Íslendinga og verulega mikil hagsæld líka fólgin í því. Ef við lítum líka á fjárhagslegu hliðina fyrir uitan allan heilsufars ávinninginn sem við fáum af því,“ segir Óskar Reykdalsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Bólusetningar Tengdar fréttir Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Bóluefni Moderna komið til landsins Bóluefni Moderna gegn Covid-19 er komið til landsins. Um er að ræða 1200 skammta af efninu sem verða notaðir til þess að ljúka bólusetningu einstaklinga í framlínu. Í kjölfarið munu svo berast 1200 skammtar af bóluefninu á tveggja vikna fresti. 12. janúar 2021 09:29 Þrjár leiðir heilsugæslunnar til að ná til eldra fólks vegna bólusetningar Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan vinni eftir þremur leiðum til þess að hafa samband við eldra fólk vegna bólusetningar gegn Covid-19. 12. janúar 2021 07:38 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að nú sé verið að klára að bólusetja forgangshópa í samfélaginu og síðan verði eldra fólk bólusett. Þegar komi síðan að almenningi í yngri hópum verði stuðst við upplýsingar um sjúkdómsgreiningar úr sjúkraskrám. Hins vegar geta verið til einstaklingar sem telji sig vera í forgangshópi en séu ekki endilega skráðir með þeim hætti. Geta þeir á einhvern hátt gefið sig fram til að komast í bólusetningu þegar kemur að almenningi? Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mikla hagsæld og heilsuvernd felast í því ef hægt yrði að bólusetja stærsta hluta þjóðarinnar hratt.Stöð 2/Sigurjón „Ég held að það væri eðlilegast að vera í samráði við sinn heimilislækni um að þetta sé allt skráð,“ segir Óskar. Allir væru skráðir á heilsugæslustöð og eða hjá sérfræðilækni. Í fyrsta kastinu verði farið heim til eldra fólks í heimahjúkrun og íbúakjörnum sem ekki komist á staðinn eftir kvaðningu. Aðrir í efri aldurshópum fái tíma með skilaboðum í heilsuveru. „Og síðan til að tryggja að allir fái sama möguleika munum við sjá til þess að það verði auglýstur ákveðinn tími dagsins þar sem þeir sem ekki hafa fengið boð en eru samt í þeim aldurshópi muni mæta,“ segir forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sami háttur verði væntanlega hafður á þegar komi að öllum almenningi. En Óskar sagði fyrir nokkrum vikum að best yrði ef nægt bóluefni væri til, að ljúka bólusetningum af á nokkrum helgum og styðjast þar við kjörstaðafyrirkomulag almennra kosninga. „Já ég lifi í voninni. Það er ekki búið að slökkva þá von að þetta sé mögulegt. Það eru þeir Þórólfur og Kári sem eru að vinna í því máli. Ég vona það innilega. Það væri mikill léttir fyrir okkur Íslendinga og verulega mikil hagsæld líka fólgin í því. Ef við lítum líka á fjárhagslegu hliðina fyrir uitan allan heilsufars ávinninginn sem við fáum af því,“ segir Óskar Reykdalsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Bólusetningar Tengdar fréttir Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Bóluefni Moderna komið til landsins Bóluefni Moderna gegn Covid-19 er komið til landsins. Um er að ræða 1200 skammta af efninu sem verða notaðir til þess að ljúka bólusetningu einstaklinga í framlínu. Í kjölfarið munu svo berast 1200 skammtar af bóluefninu á tveggja vikna fresti. 12. janúar 2021 09:29 Þrjár leiðir heilsugæslunnar til að ná til eldra fólks vegna bólusetningar Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan vinni eftir þremur leiðum til þess að hafa samband við eldra fólk vegna bólusetningar gegn Covid-19. 12. janúar 2021 07:38 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30
Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30
Bóluefni Moderna komið til landsins Bóluefni Moderna gegn Covid-19 er komið til landsins. Um er að ræða 1200 skammta af efninu sem verða notaðir til þess að ljúka bólusetningu einstaklinga í framlínu. Í kjölfarið munu svo berast 1200 skammtar af bóluefninu á tveggja vikna fresti. 12. janúar 2021 09:29
Þrjár leiðir heilsugæslunnar til að ná til eldra fólks vegna bólusetningar Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan vinni eftir þremur leiðum til þess að hafa samband við eldra fólk vegna bólusetningar gegn Covid-19. 12. janúar 2021 07:38