Stjórnvöld hafni of oft beiðnum umsækjenda um gögn í ráðningarmálum Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2021 13:00 Kjartan Bjarni Björgvinsson var settur umboðsmaður Alþingis í október á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld hér á landi eiga almennt nokkuð í land með að beita reglum um aðgang að gögnum með viðunandi hætti. Þörf er bæði á viðhorfsbreytingu og aukinni fræðslu innan stjórnsýslunnar að því er fram kemur í áliti setts umboðsmanns Alþingis. Í álitinu er fjallað um „óviðunandi“ afgreiðslur stjórnvalda á beiðnum um upplýsingar og gögn í ráðningarmálum. Þar segir meðal annars að stjórnvöld hafni of oft beiðnum um upplýsingar og gögn í ráðningarmálum án þess að slíkar synjanir byggi á fullnægjandi lagagrundvelli og að vísað sé til réttra lagareglna. Kvörtunum til umboðsmanns sem varða slík ráðningarmál hefur fjölgað nokkuð síðustu misseri og var álit Kjartans Bjarna Björgvinssonar, setts umboðsmaður Alþingis, gefið út í kjölfar frumkvæðisathugunar sem beindist að upplýsingarétti aðila máls í ráðningarmálum. Persónuverndarlög takmarki ekki rétt umsækjanda Í álitinu sem birt var í gær er meðal annars bent á að upplýsingaréttur umsækjanda í ráðningarmálum fylgi sömu reglum og almennt gilda um upplýsingarétt aðila stjórnsýslumáls. Þegar reyni á samspil stjórnsýslulaga og annarra laga þurfi að gæta þess að upplýsingaréttur aðila máls samkvæmt stjórnsýslulögum sé mun ríkari en réttur almennings samkvæmt upplýsingalögum. Þá takmarki persónuverndarlögin ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í stjórnsýslulögum. Að sögn umboðsmanns er algengt að stjórnvöld synji beiðni umsækjenda um gögn og upplýsingar með vísan til þess að þau teljist vinnugögn eða takmarki aðgang vegna meintra einkahagsmuna annarra umsækjenda. Slíkt rök eigi þó alla jafna ekki við í slíkum málum og umsækjendur eigi rétt á gögnunum sem aðili máls. Nái einnig til samskipta stofnunar við ráðningarskrifstofu Þá segir í álitinu að í stjórnsýslulögum komi fram sú meginregla að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum er mál varða. Í því felist að hann eigi rétti á öllum gögnum stjórnsýslumálsins, nema sá réttur sæti takmörkunum samkvæmt lögum. „Af þessu leiðir að meðal gagna máls þar sem til greina kemur að ráða einstakling í opinbert starf eru umsóknargögn allra umsækjenda um starfið, enda teljast þeir aðilar að sama málinu, svo sem ferilskrár, kynningarbréf, prófskírteini, meðmæli og umsagnir um þá.“ Jafnframt séu gögn er varða málið sem verða til hjá stjórnvaldinu sem og aðila sem aðstoðar það við meðferð málsins, þegar það á við, hluti af gögnum málsins. Þetta geti til að mynda átt við um samskipti við stofnunar við ráðningarskrifstofu, ráðgjafa eða aðra aðila sem tengjast málinu. „Það verður því ekki annað ráðið en að almennt sé full ástæða til að ætla að samningur stjórnvalds við einkaaðila um ráðgjöf eða aðstoð við meðferð ráðningarmáls sé hluti af gögnum þess, enda getur slíkur samningur beinlínis fjallað um meðferð málsins, svo sem hvernig aðkomu og verkaskiptingu stjórnvaldsins og einkaaðilans er háttað.“ Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vinnumarkaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í álitinu er fjallað um „óviðunandi“ afgreiðslur stjórnvalda á beiðnum um upplýsingar og gögn í ráðningarmálum. Þar segir meðal annars að stjórnvöld hafni of oft beiðnum um upplýsingar og gögn í ráðningarmálum án þess að slíkar synjanir byggi á fullnægjandi lagagrundvelli og að vísað sé til réttra lagareglna. Kvörtunum til umboðsmanns sem varða slík ráðningarmál hefur fjölgað nokkuð síðustu misseri og var álit Kjartans Bjarna Björgvinssonar, setts umboðsmaður Alþingis, gefið út í kjölfar frumkvæðisathugunar sem beindist að upplýsingarétti aðila máls í ráðningarmálum. Persónuverndarlög takmarki ekki rétt umsækjanda Í álitinu sem birt var í gær er meðal annars bent á að upplýsingaréttur umsækjanda í ráðningarmálum fylgi sömu reglum og almennt gilda um upplýsingarétt aðila stjórnsýslumáls. Þegar reyni á samspil stjórnsýslulaga og annarra laga þurfi að gæta þess að upplýsingaréttur aðila máls samkvæmt stjórnsýslulögum sé mun ríkari en réttur almennings samkvæmt upplýsingalögum. Þá takmarki persónuverndarlögin ekki þann rétt til aðgangs að gögnum sem mælt er fyrir um í stjórnsýslulögum. Að sögn umboðsmanns er algengt að stjórnvöld synji beiðni umsækjenda um gögn og upplýsingar með vísan til þess að þau teljist vinnugögn eða takmarki aðgang vegna meintra einkahagsmuna annarra umsækjenda. Slíkt rök eigi þó alla jafna ekki við í slíkum málum og umsækjendur eigi rétt á gögnunum sem aðili máls. Nái einnig til samskipta stofnunar við ráðningarskrifstofu Þá segir í álitinu að í stjórnsýslulögum komi fram sú meginregla að aðili máls eigi rétt á aðgangi að skjölum og öðrum gögnum er mál varða. Í því felist að hann eigi rétti á öllum gögnum stjórnsýslumálsins, nema sá réttur sæti takmörkunum samkvæmt lögum. „Af þessu leiðir að meðal gagna máls þar sem til greina kemur að ráða einstakling í opinbert starf eru umsóknargögn allra umsækjenda um starfið, enda teljast þeir aðilar að sama málinu, svo sem ferilskrár, kynningarbréf, prófskírteini, meðmæli og umsagnir um þá.“ Jafnframt séu gögn er varða málið sem verða til hjá stjórnvaldinu sem og aðila sem aðstoðar það við meðferð málsins, þegar það á við, hluti af gögnum málsins. Þetta geti til að mynda átt við um samskipti við stofnunar við ráðningarskrifstofu, ráðgjafa eða aðra aðila sem tengjast málinu. „Það verður því ekki annað ráðið en að almennt sé full ástæða til að ætla að samningur stjórnvalds við einkaaðila um ráðgjöf eða aðstoð við meðferð ráðningarmáls sé hluti af gögnum þess, enda getur slíkur samningur beinlínis fjallað um meðferð málsins, svo sem hvernig aðkomu og verkaskiptingu stjórnvaldsins og einkaaðilans er háttað.“
Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Vinnumarkaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira